Vorið er komið
Til fjalla ég fer ef mig fanga tregi, og fagnandi syng ég á minni leið, ég blessa þá óma á björtum degi, blíðan tónaseið.
Ég raula oft þetta brot af lagi þegar ég arka hér um í sveitinni með háu fjöllin allt í kring. Þetta er þó bara skrifað eftir minni. Minni sem lifir síðan 98 þegar ég fór á Söngvaseið (The sound of music) í leikhúsinu heima. Svo var þetta líka fyrsta videospólan mín. Svo ónýt og ofnotuð að það er ekki horfandi á hana lengur. Ef ég sé þetta einhverntíman í búð mun ég án efa fjárfesta í nýrri mynd. Lögin, krakkarnir, nunnurnar, umhverfið, gardýnufötin, María.... allt lifir þetta í minnungunni.
Vertu til er vorið kallar á þig.... Ég hef nú aldrei nokkurntíman þolað þetta lag en jú ég er til þegar vorið kallar. Og nú kallaði vorið og góða veðrið á hreyfingu. Og ég játaði og lét hrífast. Síðustu daga hefur verið arkað hinn eina sanna labbiveg og stefnan að fríska upp á vetrarútlitið og láta sólina vinna pínu verk. Ég er því afar stolt að mér þessa dagana hvað hreyfinguna varðar. Arkaði út á Vågstranda í gær og örfáum dögum áður en í dag var ég með svo skelfilega mikla strengi að ég nennti bara að labba hálfa leið. Við erum sko að tala um hörku göngu, klukkutíma og 10 mínótur fram og til baka!! Man ekki betur en að ég hafi verið 3 og hálfan tíma þegar ég labbaði þetta fyrst í ausandi rigningu. En nú er góða verðrið í heimsókn, blár himinn, grasið og allt líf jarðarinnar að vakna af værum vetrarblundi, fuglarnir syngja og fagna sumarkomunni, vetrarfötin hafa verið lögð til hliðar og útiveran tekur yfirhöndina. Ég hugsa þó að ég neyðist til að kaupa sólarvörn. Ja allavega ef ég ætla ekki að brenna eða fá endalaust of margar freknur. Það er eins gott að það fáist rétt sólarvörn hérna, ja annars verður mamma bara að senda mér svona! Vanafastur og gæðafastur ef maður byrjar á einhverju vissu ;)
Sumarið er eiginlega svona formlega komið hjá okkur. Búið að breyta klukkunni aftur svo núna er ég tveimur tímum á undan ykkur heima. Frekar óhentugt en dagurinn hjá okkur virðist lengjast helling svo það er bara rosa fínt ;) Páskar á næsta leiti en ég ekkert að fatta það. Ótrúelga lítil páskastemming í mér núna eitthvað.
Það er komin nótt í norðmannalandi svo ég kveð í bili.
Valborg Rut
Ég raula oft þetta brot af lagi þegar ég arka hér um í sveitinni með háu fjöllin allt í kring. Þetta er þó bara skrifað eftir minni. Minni sem lifir síðan 98 þegar ég fór á Söngvaseið (The sound of music) í leikhúsinu heima. Svo var þetta líka fyrsta videospólan mín. Svo ónýt og ofnotuð að það er ekki horfandi á hana lengur. Ef ég sé þetta einhverntíman í búð mun ég án efa fjárfesta í nýrri mynd. Lögin, krakkarnir, nunnurnar, umhverfið, gardýnufötin, María.... allt lifir þetta í minnungunni.
Vertu til er vorið kallar á þig.... Ég hef nú aldrei nokkurntíman þolað þetta lag en jú ég er til þegar vorið kallar. Og nú kallaði vorið og góða veðrið á hreyfingu. Og ég játaði og lét hrífast. Síðustu daga hefur verið arkað hinn eina sanna labbiveg og stefnan að fríska upp á vetrarútlitið og láta sólina vinna pínu verk. Ég er því afar stolt að mér þessa dagana hvað hreyfinguna varðar. Arkaði út á Vågstranda í gær og örfáum dögum áður en í dag var ég með svo skelfilega mikla strengi að ég nennti bara að labba hálfa leið. Við erum sko að tala um hörku göngu, klukkutíma og 10 mínótur fram og til baka!! Man ekki betur en að ég hafi verið 3 og hálfan tíma þegar ég labbaði þetta fyrst í ausandi rigningu. En nú er góða verðrið í heimsókn, blár himinn, grasið og allt líf jarðarinnar að vakna af værum vetrarblundi, fuglarnir syngja og fagna sumarkomunni, vetrarfötin hafa verið lögð til hliðar og útiveran tekur yfirhöndina. Ég hugsa þó að ég neyðist til að kaupa sólarvörn. Ja allavega ef ég ætla ekki að brenna eða fá endalaust of margar freknur. Það er eins gott að það fáist rétt sólarvörn hérna, ja annars verður mamma bara að senda mér svona! Vanafastur og gæðafastur ef maður byrjar á einhverju vissu ;)
Sumarið er eiginlega svona formlega komið hjá okkur. Búið að breyta klukkunni aftur svo núna er ég tveimur tímum á undan ykkur heima. Frekar óhentugt en dagurinn hjá okkur virðist lengjast helling svo það er bara rosa fínt ;) Páskar á næsta leiti en ég ekkert að fatta það. Ótrúelga lítil páskastemming í mér núna eitthvað.
Það er komin nótt í norðmannalandi svo ég kveð í bili.
Valborg Rut
2 Comments:
Já Valborg mín,,,,það er góð tilfinnig þegar maður finnur að það fer að vora í lofti og útiveran fer að aukast hjá okkur. Þú verður líklega orðin svo mikill göngugarpur þegar þú kemur heim að ég verð að príla með þér á súlur í haustlitunum ;) ekki málið....
Þegar þolið hjá þér eykst verður líka léttara fyrir þig að labba upp í hesthús og kannski verður þar einhver sem getur skroppið með þér á bak ;) Njóttu góða veðursins og horfðu björtum augum fram á sumarið.
Kveðja mamma.
By Nafnlaus, at 3:39 e.h.
Hehe já kannski við tökum smá labb á Súlur! ja... ég lofa samt engu, en kannski uppí fálkafel... hehe.
Það er nú ekkert mál að arka upp í hesthús, bara ef maður myndi nú nenna því með barnavagn!
By Nafnlaus, at 11:59 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home