1. apríl en ekkert aprílgabb.
Ekki fylgja stígnum þangað sem hann liggur. Farðu heldur leiðina sem enginn stígur liggur um og skildu eftir slóð.
Svolítið til í þessu. Maður á ekki að fylgja bara straumnum og gera eins og allir hinir. Hví ekki að fara sínar eigin leiðir og það sem manni sjálfum finnst best? Í skógarferð á ókunnum slóðum er líklega betra að fylgja stígnum þangað sem hann liggur. Til þess að við villumst ekki af leið og verðum viðskila við allt og alla. En það er líka hægt að fara sína eigin leið. Maður þarf bara að passa hvar maður gengur og gæta sín vel. Þá fara hlutirnir á besta veg. Og ef við gerum mistök, þá lærum við af þeim. Þannig er þetta líka í lífinu sjálfu. Við getum farið á eftir straumnum, kannski svolítið óviss um hvert við erum í raun að fara. En við bara fylgjum og gerum eins og hinir. En við getum líka farið aðra leið. Okkar eigin leið, í okkar ákveðnu mynd, með okkar eigin væntingar um það hvert við förum. Getum skilið eftir okkur slóð og sýnt að við getum farið okkar eigin leiðir. Við kannski rekum okkur á eða villumst smá af vegi en ef við komumst inn á þann veg sem við teljum réttann aftur komum við bara sterkari til baka. Það er hægt að nýta sér ógöngur og erfiðleika til að koma út sem sterkari persónur og með meiri reynslubanka á bakinu. Hví ekki að fara sínar eigin leiðir? Líklega skiptir þó mestu að vita hvert við að lokum stefnum eða hvað við viljum hafa í okkar lífi. Þegar við lítum til baka eigum við að vera ánægð með hvernig við skildum við þann veg sem við gengum.
Það er gaman þegar fólk skilur eftir síg lítið spor hérna á leið sinni um veraldarvefinn, endilega tékkið aðeins á því ;)
Bestustu kveðjur úr sól og sumri í landi þar sem bráðum kemur aftur óveður..... Valborg Rut
Svolítið til í þessu. Maður á ekki að fylgja bara straumnum og gera eins og allir hinir. Hví ekki að fara sínar eigin leiðir og það sem manni sjálfum finnst best? Í skógarferð á ókunnum slóðum er líklega betra að fylgja stígnum þangað sem hann liggur. Til þess að við villumst ekki af leið og verðum viðskila við allt og alla. En það er líka hægt að fara sína eigin leið. Maður þarf bara að passa hvar maður gengur og gæta sín vel. Þá fara hlutirnir á besta veg. Og ef við gerum mistök, þá lærum við af þeim. Þannig er þetta líka í lífinu sjálfu. Við getum farið á eftir straumnum, kannski svolítið óviss um hvert við erum í raun að fara. En við bara fylgjum og gerum eins og hinir. En við getum líka farið aðra leið. Okkar eigin leið, í okkar ákveðnu mynd, með okkar eigin væntingar um það hvert við förum. Getum skilið eftir okkur slóð og sýnt að við getum farið okkar eigin leiðir. Við kannski rekum okkur á eða villumst smá af vegi en ef við komumst inn á þann veg sem við teljum réttann aftur komum við bara sterkari til baka. Það er hægt að nýta sér ógöngur og erfiðleika til að koma út sem sterkari persónur og með meiri reynslubanka á bakinu. Hví ekki að fara sínar eigin leiðir? Líklega skiptir þó mestu að vita hvert við að lokum stefnum eða hvað við viljum hafa í okkar lífi. Þegar við lítum til baka eigum við að vera ánægð með hvernig við skildum við þann veg sem við gengum.
Það er gaman þegar fólk skilur eftir síg lítið spor hérna á leið sinni um veraldarvefinn, endilega tékkið aðeins á því ;)
Bestustu kveðjur úr sól og sumri í landi þar sem bráðum kemur aftur óveður..... Valborg Rut
3 Comments:
Hæ !
Flott þetta með stíginn - ég skrifa það hjá mér í ræðu framtíðarinnar ;-)
- ég óttast líka óveður hérna á skerinu - ég er svo trúgjörn og bjartsýn að ég hélt að vorið væri komið en nú er spáð norðanátt og snjókomu á páskadag. Best að vera bara inni og borða súkkulaði ;-)
Bless.
Helga
By Nafnlaus, at 8:16 f.h.
Jamm hver veit nema þetta verði hluti af næstu skólaslitaræðu! hehe.
Hér á að vera brjálað veður á morgun og alla páskana, leiðinlegt og kalt í dag og við fórum ekki út úr húsi. Held að nammið sé þá bara málið þessa dagana ;)
By Nafnlaus, at 8:55 f.h.
Blessuð
það er nú allt i lagi að hafa brjálað veður bara ef þökin tolla á húsunum, enn hefur Haukur ekki vígt snjóbrettið sitt því það hefur verið svo hvasst og svo fórum víð suður eins og þú veist en vonandi fer að koma að vígslunni.
Unnur kemur á morgun norður með Óskari og verður vel fram yfir páska en Siggi kemur ekki fyrr en á annan í páskum.
Kveðja frá mér og öllum hinum
Stebba
By Nafnlaus, at 12:38 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home