ABCD
Einn af mestu píanósnillingum landsins átti að halda hádegistónleika í tónlistarhöllinni. Á miðju gólfi sóð flygillinn. Gestirnir sátu og spjölluðu og biðu þess að tónleikarnir hæfust. Kona ein hafði tekið með sér fimm ára son sinn. Á meðan hún beið kom hún auga á gamla kunningja og fór að heilsa upp á þá. Skömmu síðar heyrðust hikandi, klingjandi tónar frá flyglinum. Allir litu upp í forvitni. Móðurinni til mikillar skelfingar var strákurinn sestur við hljóðfærið og sat nú og spilaði A-B-C-D með einum fingri.
En áður en móðirin náði að rífa strákinn frá flyglinum var píanósnillingurinn kominn að hljóðfærinu og settist varlega við hlið stráksins, brosti uppörvandi og hvíslaði: "Haltu bara áfram." Og svo spiluðu barnið og snillingurinn saman. Strákurinn spilaði laglínuna með einum fingri, og píanóleikarinn lagði til hljóma og raddir sem óf gullinn tónvef um hikandi tilburði barnsins og ummyndaði í hrífandi tónlist. Áheyrendur voru bergnumdir.
Stundum finnst okkur við vera í sjálfheldu og ekkert vera eins og við vildum og okkur finnst við komin í þrot. Sé svo um þig - hlustaðu þá eftir rödd Guðs í orði og bæn. Þá muntu heyra Guð hvísla að þér: "Hættu ekki! Gefstu ekki upp! Leyfðu mér að setjast hjá þér og við skulum spila saman. Legðu fram þína trú, von og kærleika, hversu smátt og veikburða sem þér finnst það vera, ég mun ummynda það til góðs og gleði." Þetta er verk Guðs anda , hin hljóðláta rödd og blíði blær, sem laðar og líknar og leiðir. (Alltid älskad)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home