Allir eru fallegir á sinn hátt.
Vakin er athygli á því að þetta blogg fjallar aðeins um ólíka uppbyggingu fegurðarsamkeppna og er því ekki við allra hæfi.
Ég horfði á valið um fegurstu stúlku Noregs í gærkvöldi. Gaman að sjá svona keppni í öðru landi og vitanlega fylgdist ég með. Það vakti athygli mína hversu ólíkt uppbygging fegurðarsamkeppna er. Ég get ekki gert af því en þegar ég horfi á þessar keppnir gagnrýni ég allt og segi mitt álit á hlutunum. Margt gott, annað sem mætti betur fara. Þessa keppni bar ég saman við keppnina heima, vitalega því þeim er ég vön.
Þarna voru 12 stelpur sem höfðu verið valdar af dómnefnd til áframhaldandi þátttöku. Það var ekkert lagt upp úr dansatriðum eða skemmtilegu lokakvöldi. Allt svo látlaust og aðeins örfáir í salnum sem líktist litlum bíósal. Engin fagnaðaróp eða vinahópar sem söfnuðust saman og kvöttu uppáhaldið sitt áfram. Það var 7 manna dómnefnd sem var búin að gefa stelpunum einkunn fyrir ólíka hluti. Hver og einn dómari gaf sína einkunn og voru þær birtar á sjónvarpsskjánum. Viðtöl, vaxtarlag, framkoma og fleira. Svo var tekið meðaltal og þar kom viðmiðun til úrslita.
Þetta var ekki spennandi áhorfs. Stelpurnar einfaldlega stóðu eins og dúkkur með álímt brosið í beinni röð mest allan tímann. Hreifingar voru litlar sem engar, aðeins ein ferð sem maður gat notað til að horfa á göngulagið og hreyfingarnar. Fannst leiðinlegt að þegar þær komu í síðkjólum voru það allt samskonar kjólar. Augljóst að þær fengu ekki að velja neinn fatnað sjálfar nema bikiníið sem mér finnst pínu skrítið. Sumar voru þar af leiðandi með meira gerfi í sínum toppum en aðrar. En auðvitað fínt að fá að koma með eitthvað sem passar!
Þær voru með sömu hárgreiðsluna allan tímann, sama farðann og það var engin tónlist, ekki einu sinni í kríningunni. Ég saknaði lagsins sem mér finnst alltaf svo gaman að heyra þegar ný fegurðardrottning er valin heima. Mér fannst samt frábært að ekki var lagt jafn mikið upp úr flóknum danssporum og í keppnunum heima. Hvað er maður er taktlaus eða bara ekki góður dansari? Er þetta ekki spurning um útlit en ekki um danskunnáttu? Jú líklega en ef maður fúnkerar ekki í dansinum lítur maður sennilega ekki svo vel út.
Það stakk mig svolítið að það virtist ekki vera neitt þyngdarlágmark í keppninni. Mér fannst tvær stelpur, þó sérstaklega önnur þeirra mjög óheilbrigðar í útliti. Alltof grannar og hægt var að telja í þeim hvert einasta bein sem sköruðu út úr óheilbrigðilega grönnum líkömunum. Mér finnst fegurð vera heilbrigði. Mér fannst þetta að minnsta kosti alls ekki góðar fyrirmyndir og varð hugsað til þeirrar þyngdarmarka sem sett hafa verið á tískuvikum í mörgum af tískuborgum heimsins. Ég get með sanni sagt að þó svo að þetta lágmark sé nú frekar lágt hefðu þessar stelpur aldrei fengið að sýna á tískupöllum. Það var vont að horfa á svona fallegar verur í svona mikilli vannæringu.
Kannski er umstangið við keppnirnar heima aðeins að fara út í öfgar. Alltaf er reynt að gera þetta flottara og flottara sem er auðvitað bara gaman en það er alltaf til millivegur. Líklega væri hægt að spara aðeins til kostnaðar og dansatriðin mættu nú stundum minnka um helming. Ég man ekki betur en eitt árið hafi ég verið í hláturskasti yfir hallærislegu bikinídansatriði. En jú það er nú svolítið gaman að leggja svona mikið upp út þessu. Ég held nú samt að það myndi engum líða neitt verr þó eitthvað væri sparað til kostnaðar. En ég hlakka allavega til að horfa á ungfrú Reykjavík sem er á fimmtudagskvöldið. Skilst að keppnin í ár sé aðeins öðruvísi en hefur verið og verður gaman að sjá hvort það verði ekki jákvæðar breytingar.
Held að ég ljúki þó þessum fegurðarsamkeppnapælingum í bili, enda búin að velta þessu öllu vandlega fyrir mér þó svo ég hafi kannski ekki komið aðalatriðunum rétt frá mér í þessum pistli mínum.
Valborg Rut ferurðarspekúlant með meiru eins apsúrd og það nú er að keppa í fegurð.
Ég horfði á valið um fegurstu stúlku Noregs í gærkvöldi. Gaman að sjá svona keppni í öðru landi og vitanlega fylgdist ég með. Það vakti athygli mína hversu ólíkt uppbygging fegurðarsamkeppna er. Ég get ekki gert af því en þegar ég horfi á þessar keppnir gagnrýni ég allt og segi mitt álit á hlutunum. Margt gott, annað sem mætti betur fara. Þessa keppni bar ég saman við keppnina heima, vitalega því þeim er ég vön.
Þarna voru 12 stelpur sem höfðu verið valdar af dómnefnd til áframhaldandi þátttöku. Það var ekkert lagt upp úr dansatriðum eða skemmtilegu lokakvöldi. Allt svo látlaust og aðeins örfáir í salnum sem líktist litlum bíósal. Engin fagnaðaróp eða vinahópar sem söfnuðust saman og kvöttu uppáhaldið sitt áfram. Það var 7 manna dómnefnd sem var búin að gefa stelpunum einkunn fyrir ólíka hluti. Hver og einn dómari gaf sína einkunn og voru þær birtar á sjónvarpsskjánum. Viðtöl, vaxtarlag, framkoma og fleira. Svo var tekið meðaltal og þar kom viðmiðun til úrslita.
Þetta var ekki spennandi áhorfs. Stelpurnar einfaldlega stóðu eins og dúkkur með álímt brosið í beinni röð mest allan tímann. Hreifingar voru litlar sem engar, aðeins ein ferð sem maður gat notað til að horfa á göngulagið og hreyfingarnar. Fannst leiðinlegt að þegar þær komu í síðkjólum voru það allt samskonar kjólar. Augljóst að þær fengu ekki að velja neinn fatnað sjálfar nema bikiníið sem mér finnst pínu skrítið. Sumar voru þar af leiðandi með meira gerfi í sínum toppum en aðrar. En auðvitað fínt að fá að koma með eitthvað sem passar!
Þær voru með sömu hárgreiðsluna allan tímann, sama farðann og það var engin tónlist, ekki einu sinni í kríningunni. Ég saknaði lagsins sem mér finnst alltaf svo gaman að heyra þegar ný fegurðardrottning er valin heima. Mér fannst samt frábært að ekki var lagt jafn mikið upp úr flóknum danssporum og í keppnunum heima. Hvað er maður er taktlaus eða bara ekki góður dansari? Er þetta ekki spurning um útlit en ekki um danskunnáttu? Jú líklega en ef maður fúnkerar ekki í dansinum lítur maður sennilega ekki svo vel út.
Það stakk mig svolítið að það virtist ekki vera neitt þyngdarlágmark í keppninni. Mér fannst tvær stelpur, þó sérstaklega önnur þeirra mjög óheilbrigðar í útliti. Alltof grannar og hægt var að telja í þeim hvert einasta bein sem sköruðu út úr óheilbrigðilega grönnum líkömunum. Mér finnst fegurð vera heilbrigði. Mér fannst þetta að minnsta kosti alls ekki góðar fyrirmyndir og varð hugsað til þeirrar þyngdarmarka sem sett hafa verið á tískuvikum í mörgum af tískuborgum heimsins. Ég get með sanni sagt að þó svo að þetta lágmark sé nú frekar lágt hefðu þessar stelpur aldrei fengið að sýna á tískupöllum. Það var vont að horfa á svona fallegar verur í svona mikilli vannæringu.
Kannski er umstangið við keppnirnar heima aðeins að fara út í öfgar. Alltaf er reynt að gera þetta flottara og flottara sem er auðvitað bara gaman en það er alltaf til millivegur. Líklega væri hægt að spara aðeins til kostnaðar og dansatriðin mættu nú stundum minnka um helming. Ég man ekki betur en eitt árið hafi ég verið í hláturskasti yfir hallærislegu bikinídansatriði. En jú það er nú svolítið gaman að leggja svona mikið upp út þessu. Ég held nú samt að það myndi engum líða neitt verr þó eitthvað væri sparað til kostnaðar. En ég hlakka allavega til að horfa á ungfrú Reykjavík sem er á fimmtudagskvöldið. Skilst að keppnin í ár sé aðeins öðruvísi en hefur verið og verður gaman að sjá hvort það verði ekki jákvæðar breytingar.
Held að ég ljúki þó þessum fegurðarsamkeppnapælingum í bili, enda búin að velta þessu öllu vandlega fyrir mér þó svo ég hafi kannski ekki komið aðalatriðunum rétt frá mér í þessum pistli mínum.
Valborg Rut ferurðarspekúlant með meiru eins apsúrd og það nú er að keppa í fegurð.
6 Comments:
Hæ hæ vann stúlkan sem þú varst búin að velja sjálf ?
Mér finnst nú alveg nauðsynlegt að sjá göngulag og hreyfingar Þó að það séu engir dansar.
Hlakka til á fimmtudagskvöldið að sjá keppnina hér.
Góða nótt amma
By Nafnlaus, at 4:09 e.h.
Já já já ég var með þetta allt rétt, bæði stelpuna sem ég valdi til að fara í heimskeppnina og aðra í alheimskeppnina. Voru bara þessi tvö sæti og svo ljósmyndafyristæta sem maður giskaði náttúrlega rétt líka! hehe fyrsta skipti sem mér tekst svona vel upp!
By Nafnlaus, at 12:50 f.h.
Hæj:) hehe þessar fegurðarsamkeppnir eru komnar útí svo miklar öfgar hérna eins og heima.Stelpunar sem eru hringdar inn er oftast stillt upp og svo er bara sagt þeim að þær meigi varla borða og eitthvað rugl.Enda þurfa þær að borga allt sjálfar nema förðun og hárgreiðslu... geðveikt mikið vesen.En annars bara að kvitta:D
By Nafnlaus, at 5:48 f.h.
Nákvæmlega, og svo ægilegur mórall ef ræktinni er slept einn dag! Já ji kostnaðurinn við þetta heima er brjálaður, hérna er þetta greinilega þannig að stelpurnar eru ekkert að borga svona mikið. Samt lúmskt gaman að fylgjast með þessu ;)
By Nafnlaus, at 8:39 f.h.
Hæ ! ég er bara að gá hvort það sé komið eitthvað nýtt.
Ég nenni ekki að segja neitt um fegurðarsamkeppnir ;-)
Bless í bili.
Helga
By Nafnlaus, at 10:21 f.h.
He, he ...stutt og laggott hjá okkur í dag.....horfum bara á ungfrú Reykjavík í kvöld....
Mamma.
By Nafnlaus, at 11:16 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home