Appelsínuhúð
Ætli ég láti ekki myndirnar tala um afdrif síðustu daga. Óhætt að segja að við höfum haft það gott og í gær nutum við góða veðursins til hins ítrasta þar sem 20 stiga hiti er nú ekki slæmt í apríl! Ég á eflaust eftir að kafna úr hita í sumar og halda mig innandyra þar sem mér fannst alveg passlegt í gær og það er varla komið sumar. Ég skil þó ekkert í því að ég sé ekki með fleiri freknur eftir alla þessa útiveru þar sem þær hafa nú ekki látið bíða eftir sér hingað til. En ég er í það minnst búin að fjárfesta í sólarvörn í andlitið en
ekki fundið réttu tegundina enn á rest líkamans. En ég held bara áfram að leita ;) Hef ákveðið að fjárfesta líka í rándýrum sólgleraugum með styrkleikanum mínum í. Kannski bíð ég þó eftir Helgu minni þar sem mér finnst fínt að fá álit annarra á hlutunum, ja allavega þegar maður eiðir í þetta mörgum þúsundköllum.
En yfir í annað. Appelsínuhúð.
Eitthvað kannast ég við að hafa heyrt að húðin þarfnist c vítamíns. Mér varð hugsað til þess að appelsínur innihalda mikið af svoleiðis efnum. Ég fattaði líka að ég hef aldrei skilið almennilega af hverju appelsínuhúð er kölluð appelsínuhúð. Eru appelsínur ekki fallegar? En þegar þessi c vítamínpæling var komin ákvað ég að tékka aðeins á þessu og jú líklega hefði húðin mín og hárið bara gott af smá c vítamíni. Þess vegna þvoði ég mér uppúr nýkreistum appelsínusafa í morgun. Kreisti safann úr appelsínunni í skál og bar þetta svo í andlitið með bómull eftirallskyns undangerðar hreinsiaðferðir. Svo fór ég í sturtu, þvoði safann úr andlitinu og gaf hárinu það sem eftir var í skálinni. Er ég þá núna með appelsínuhúð? Jæja ég veit nú ekki hvort að þetta virkar eitthvað eða hefur eitthvað að segja. En það er um að gera að hafa trú á einhverju náttúrulegu en ekki því sem kostar morðfjár að kaupa í búð.
Þetta er kannski ekkert gáfulegra uppátæki en þegar ég tannburstaði mig uppúr matarsóda. Þvílíkt ógeð. Það var líka fegrunar-aðgerðar-tilraun. Átti að gera tennurnar hvítar. Ég tek það fram að ég varð ekki vör við neinn mun. Það sem maður leggur á sig. Allt fyrir útlið. Sem er svo fáránlegt. En á meðan tilraunirnar eru nú bara svona saklausar og hálf fyndnar er það svosem í lagi.
Í lokinn mæli ég með snilldar bloggi frá Helgu sem er að finna á www.helgaogvalborg.blogspot.com
Meira er ekki í fréttum að sinni........ Valborg Rut
ekki fundið réttu tegundina enn á rest líkamans. En ég held bara áfram að leita ;) Hef ákveðið að fjárfesta líka í rándýrum sólgleraugum með styrkleikanum mínum í. Kannski bíð ég þó eftir Helgu minni þar sem mér finnst fínt að fá álit annarra á hlutunum, ja allavega þegar maður eiðir í þetta mörgum þúsundköllum.
En yfir í annað. Appelsínuhúð.
Eitthvað kannast ég við að hafa heyrt að húðin þarfnist c vítamíns. Mér varð hugsað til þess að appelsínur innihalda mikið af svoleiðis efnum. Ég fattaði líka að ég hef aldrei skilið almennilega af hverju appelsínuhúð er kölluð appelsínuhúð. Eru appelsínur ekki fallegar? En þegar þessi c vítamínpæling var komin ákvað ég að tékka aðeins á þessu og jú líklega hefði húðin mín og hárið bara gott af smá c vítamíni. Þess vegna þvoði ég mér uppúr nýkreistum appelsínusafa í morgun. Kreisti safann úr appelsínunni í skál og bar þetta svo í andlitið með bómull eftirallskyns undangerðar hreinsiaðferðir. Svo fór ég í sturtu, þvoði safann úr andlitinu og gaf hárinu það sem eftir var í skálinni. Er ég þá núna með appelsínuhúð? Jæja ég veit nú ekki hvort að þetta virkar eitthvað eða hefur eitthvað að segja. En það er um að gera að hafa trú á einhverju náttúrulegu en ekki því sem kostar morðfjár að kaupa í búð.
Þetta er kannski ekkert gáfulegra uppátæki en þegar ég tannburstaði mig uppúr matarsóda. Þvílíkt ógeð. Það var líka fegrunar-aðgerðar-tilraun. Átti að gera tennurnar hvítar. Ég tek það fram að ég varð ekki vör við neinn mun. Það sem maður leggur á sig. Allt fyrir útlið. Sem er svo fáránlegt. En á meðan tilraunirnar eru nú bara svona saklausar og hálf fyndnar er það svosem í lagi.
Í lokinn mæli ég með snilldar bloggi frá Helgu sem er að finna á www.helgaogvalborg.blogspot.com
Meira er ekki í fréttum að sinni........ Valborg Rut
2 Comments:
Vá 20 stiga hiti! Ég hlakka svo til að koma til þín, eins gott að veðrið verði frábært! ;) Ég skal vera sólgleraugnaráðgjafinn þinn, ekki það að þú þurfir ráðgjöf þegar kemur að svona hlutum, þú ert nú svo smekkleg! :)
He he, fyndið að setja appelsínusafi framan í sig... hvernig datt þér það í hug? Held að c vítamínið virki best ef það kemur innan frá. ;) En hver veit nema þetta sé leyniaðferðin sem allar Hollywood stjörnurnar nota til að vera fallegar. ;)
By Nafnlaus, at 6:35 f.h.
Nákvæmlega, hver veit nema allar þessar fallegu stjörnur maki framan í sig ávaxtasafa! Hehe. Ja spurning hvernig mér datt þetta í hug, sko ég sá auglýst eitthvað svona andilitsbað með c vítamíni í og datt þá í hug appelsínur þar sem það var náttúrlega miklu ódýrara!
Hlakka til að sjá þig í maí!
By Nafnlaus, at 6:51 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home