Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

föstudagur, apríl 20, 2007

Í belg og biðu

Snjórinn er ennþá og ég er orðin kvefuð. Alveg að kafna úr kvefi. Finnst kvef ekkert skemmtilegt. En svona er lífið!

Skelltum okkur í bæjarferð til Åndalsnes í dag í "góða" veðrinu. Röltum þarna um marga hringi þar sem labbihringurinn í bænum er nú alls ekki stór og aðeins örfáar búðir. Tókst þó að kaupa nokkra hluti og já ég er loksins búin að fjárfesta í gamaldags póstkortum til að senda þeim sem ekki eru svo tæknivæddir að geta lesið allt þetta blaður í mér hér. Fórum svo á pitsustað og fengum okkur pitsu, rosa gott :) Leti þegar við komum heim með nýtt Ísafold blað og Séð og heyrt frá Íslandi við hendina! Gæddum okkur svo á alíslenskum fylltum lakkrísreimum áðan með sjónvarpinu :) Takk fyrir sumargjöfina, nammið og blöðin amma og afi!!

Gleymdi alltaf að segja að ég setti nýjar aprílmyndir fyrir nokkrum dögum ef ykkur langar að kíkja á það :) Svo getiði líka skoðað nýja síðu hjá fólkinu mínu hérna undir Stall sp hérna til hliðar, gaman að því ;)

Þess má geta að Abba er orðin tæknivædd og við búnar að tala á skype og skemmtum okkur svona líka vel! Gaman að heyra í þér Abba! Núna getum við talað saman miklu oftar ;)

Mig langar með Leifu og Lilju til Álaborgar á morgun. Ég bara nennti ekki og tímdi ekki að ferðast svona langt. En langar samt með. Alltaf skemmtum við okkur nú vel og vorum í hörku stuði þarna í Danaveldinu! En ég læt mér nægja að sitja hérna og hlusta á Jeff Who? sem hljómaði ja.... ansi oft þegar rúntað var með Leifu!! Ójá án efa rúntdiskurinn eini sanni þessa Danaveldismánuði. Fengum þó að heyra það að þessi íslenska tónlist væri nú ekki íkja góð en okkur fannst þetta fínt! Var reyndar smá tíma að venjast þessu en núna set ég þetta oft í enda sé ég alltaf fyrir mér hlægjandi stelpur að fíflast, tala mikið og hátt og minnist keyrslunnar í skólann eða hring eftir hring í Lemvig. Ójá það eru sko bókað til góðar minningar frá Danaveldistímanum þrátt fyrir að mér hafi nú ekki líkað allt! En það er gleymt, það góða á að geyma og því verra að henda!

Valborg Rut kveður að sinni í snjó og kulda.

2 Comments:

  • Ég skal reyna að hlægja ekki svona mikið næst í byrjun samtalsins.

    Þetta er samt alveg rosalegt... ég er ennþá að jafna mig á þessu tækniundri.

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:33 f.h.  

  • Hehe mér fannst þetta skemmtilegt, svo Öbbulegt að heyra þig hlægja svona ;) Vissulega tækniundur, alltaf lærir maður eitthvað nýtt!

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:52 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home