Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

mánudagur, apríl 09, 2007

Brostu :-)

Mig langar að byggja sykurmolahús. Rosalega flott sykurmolahús og dunda mér heillengi með lím, sykurmola og góða tónlist. Það er svo skemmtilegt. Helga, við byggjum sykurmolahús þegar ég kem heim!

Ég kvarta yfir því hvað flug til Köben er dýrt og hversu dýrt sé að fljúga innanlands í Noregi. Mig langar til Köben að hitta Lilju og Leifu og til Stavanger til Þóru og Orra. Svo langar mig í heimsókn frá góðu fólki og rölta um götur Osló. Kemur allt með tímanum, spurningin er bara að tíma þessu ;)

Ég þakka fyrir að það er komið gott veður og hvað það er gaman að horfa út um gluggann minn núna.

Mig langar að ferðast um Ísland. Væri gaman að taka smá gelluferð hringinn um landið eða eitthvað í haust. Bíll, tónlist, tjald, nammi, gítar, söngur, vinir, ullarpeysa, kuldaskór og fleira sem fullkomnar útilegur.

Ungfrú Noregur er í kvöld. Er vitanlega búin að mynda mér skoðun á málinu og hlakka pínu til að vita úrslitin. Aldrei að vita nema ég kíki á þetta í sjónvarpinu.

Ég er ekki ánægð með hvað ungfrú Reykjavík keppnin er seint á fimmtudagskvöldið. Byrjar 22 á íslenskum tíma sem er miðnætti hérna. Svo ef ég horfi beint í gegnum tölvuna mína þarf ég að vaka til 2 um nótt. Kannski ekki sniðugt þegar maður þarf að vakna fyrir allar aldir á föstudögum.

Maginn minn er ekki í góðu skapi núna. Ég veit ekki hvað hann er að tjá sig. Ég hef ekki borðað neitt sem hann gæti mótmælt held ég. Ja nema kannski of lítið súkkulaði, en ég efast stórlega um að það sé ástæðan.

Ótrúlegt að ég sé búin að vera hérna í 3 mánuði. Tíminn líður eitthvað svo ótrúlega hratt. Áður en ég veit af verður bara komið sumar og svo allt í einu haust!

Fataskápurinn minn er ofurskipulagður núna og það er yndislegt. Skipulag er best í heiminum. Ef allir hefðu skipulagsáráttu væri heimurinn nú svolítið góður ;) hehe.

Mig langar út að hreyfa mig. En læt það bíða betri tíma og held áfram að mygla hérna inni í hlýjunni frekar en að fara út að arka í kuldanum.

Ég hlakka til að koma heim í bæjinn minn bestasta. Þó svo að aðrir staðir séu góðir verður Akureyri alltaf bærinn minn og Svarfaðardalur verður alltaf dalurinn minn.

Hendurnar mínar eru eins og hendur gamallar konu. Ástæða þess líklega ofþvottur eða álíka skrítið fyrirbæri.

Er alltof dugleg við að gleyma vítamíninu þessa dagana. Reyndar eiginlega alveg síðan ég varð veik þarna einhverntíman um daginn. Þá ákvað ég að hætta að taka það á meðan ég tæki allt þetta pensilín og lyfjadót því annars varð töflumagnið yfirþyrmandi mikið. Hef svo bara ekki komist í gang með þetta aftur. Verð að koma þessu í lag fljótlega.

En nú er ég fyrir löngu síðan búin með allar hugmyndirnar fyrir ógáfulegt blogg svo ég slútta þessu í bili og flyt kveðjur heim á besta landið.

Valborg Rut prinsessa

4 Comments:

  • Þetta er sko færsla í lagi. Allt í einni belg og biðu. Ég held ég gæti kommentað á allt sem þú sagðir en þá myndi þetta komment einnig vera í belg og biður. Já, og frekar langt. Þannig að ég sleppi því í bili.

    Gleðilega páska og hafðu það gott.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:13 f.h.  

  • Takk Abba :) Já stundum verður maður bara að segja allt í svona einni færslu, og svona er heilinn manns stundum, allt að gerast í einu! hehe könnumst líklega báðar við það ;)

    Hvernig væri að þú gerðist svo tæknivædd að fá þér skype svo við getum nú talað saman öðru hvoru? Væri nú gaman að heyra í fleirum þarna í besta bænum ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:24 f.h.  

  • Ú já, sykurmolahús... Ætli hálfkláraða húsið sé enn þarna í hillunum í Sunnuhlíð?
    Hlakka til þegar þú kemur heim og við förum í ferðalag, lopapeysur, grill, sykurpúðar og ég skal æfa útilegulög á gítarinn. ;) Getum skoðað það sem við viljum, gaman að hafa svona frelsi, getur bara farið þangað sem maður vill. :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:57 f.h.  

  • Hæ Vabbý !
    Páskafríið búið og vinnan tekin við. -- Í morgun hafði vorið hætt aðeins við og það var smá snjór og þurfti að skafa - ennþá skítkalt en næstu daga (alveg fram á sunnudag) á að vera sunnanátt og fínt veður + rauðar tölur.
    Annars hefur ekki mikið gerst. Í gær vorum við í þessu fína kökupartýi hjá ofur-bakara fjölskyldunnar (töluðum líka við þig og sáum snjó og eld í kabyssu) - borðuðum nærri allar terturnar og nokkrar tartlettur með osti - rosa góðar. Það var búið að hrósa bakaranum svo mikið að ég hef sjaldan heyrt annað eins.
    Jæja, nú er ég á leiðinni heim.
    Bið að heilsa.
    Heja Norge !
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:42 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home