Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

laugardagur, apríl 28, 2007

Dugnaður

Eigum við að koma út að hjóla? Nú á þetta ekki að snúa svona? En mér finnst ég svo rosalega fín! Nú jæja, ég verð þá bara með hjálminn inni, hann er hvort sem er alltof stór ;)

En þrátt fyrir að við færum nú ekki út að hjóla í dag afrekuðum við nú marga hluti. Kíktum á lömbin, ekkert smá sæt! Þvílík krútt þessi sjö sem eru komin. Þurftum nú aðeins að knúsa þau og kreista og þau voru nú bara nokkuð sátt við það ;) Rifjaðist upp hvað er ótrúlega langt síðan ég komst í svona fjárhús með lömbum! Man ekki betur en að síðast hafi bara verið fyrir einhverjum árum. En þetta er bara stuð ;) Reyndar var ég ekki alveg sátt með lyktina af mér eftir þetta, en við búum nú í sveit! Skrítið að þessi litlu sætu lömb eru svo bara ekkert sæt þegar þau stækka. Verða bara stórar og feitar rollur! Ja eða lenda á matarborðinu sem er náttúrlega mikill möguleiki líka! hehe, ó átti ég ekki að segja þetta?


En við skvísurnar vorum rosalega duglegar að hreyfa okkur í dag! Eða náttúrlega aðalega ég þar sem ég sá um alla erfiðisvinnuna á meðan litla fiðrildið mitt lét fara vel um sig sofandi í vagninum sínum. Við örkuðum til Vågstranda, heila 8 kílómetra takk fyrir! En nú förum við að stunda þetta þar sem sumarið og góða veðrið er að koma til okkar :) Dugnaðarfárkar pæjurnar í sveitinni!

Annars er Leona Dís þvílíkt góð við dúkkuna sína þessa dagana. Ég gaf henni dúkku í afmælisgjöf svo hún yrði nú aðeins meiri stelpa í sér, hehe. Reyndar á hún aðeins eftir að læra að þetta snýst ekki um að lemja hausnum á henni í gólfið hvað eftir annað svo það komi sem hæst hljóð! Hehe bara fyndið samt en þess á milli er hún voða góð að knúsa hana. Kemur svo hlaupandi og maður á að setja dúkku snudduna í munninn hennar. Bara sætt ;)

Svo það er bara fínt að frétta og við að njóta sumarkomunnar í sveitinni! Svo eru bara 12 dagar í ofurgelluskemmtiferðina okkar til Osló! Jeij!

Kveð í bili úr geggjaðu veðri........ Valborg Rut

4 Comments:

  • Vá ekkert smá mikið krútt! Sætt af þér að gefa henni dúkku, er að einmitt að læra um leikföng í uppeldisfræði og þar er sagt að dúkkan sé best fyrir þroska og eitthvað. :) Voða sniðugt.
    Ekkert smá duglegar í hreyfingunni, alveg til fyrirmyndar!
    Hlakka til að koma og fá að sjá lömbin, þau verða nú sæt í 2 vikur í viðbót. ;) Langt síðan ég hef séð lömb í návígi, ekki í 3-4 ár. Er nú samt ekki hrifin af sveitalyktinni, þó ég hafi nú eitt meira en helmingi ævinnar í sveit...er bara ekki þessi týpa. ;) Vil frekar gellast í flottum fötum og vera vel lyktandi...en það er svosem hægt að fara í sturtu. ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:50 e.h.  

  • Hehe já það er hægt að fara í sturtu! Sem betur fer, ji minn einasti ef það væri ekki hægt! Ég myndi nú ekki höndla það að lykta eins og rolla í langan tíma!! Við kíkjum bókað í fjárhúsið þegar þú kemur :)
    Það er svo fyndið hvað þú ert mikið borgarbarn, sveitastelpan sjálf. Ætli fólk myndi ekki ferkar halda að það hefði verið ég sem var alin upp í sveit? Ja annars veit ég nú vel að þú getur skipt um gír og notið þess að hoppa í þúfunum með mér!

    Dúkkur eru náttúrlega snilldar leikföng. Þó ég eignist kannski einhverntíman strák ætla ég samt að gefa honum dúkku. Sjáðu bara hvernig ég er, nánast fullkomin! hehe, allavega pínu húsmóðir og mamma í mér, og ætli það sé ekki dúkkuskaranum að þakka? hehehe.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:38 e.h.  

  • He he já, ég get skipt um gír, það er nauðsynlegt.
    Auðvitað gefur þú honum dúkku! Eða allavega lánar honum eina af öllum þínum. ;) Dúkkuskarinn þinn hefur sko heldur betur gert þig frábæra!

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:50 f.h.  

  • Æji sæt stelpa þarna á ferð:) en annars var ég bara að taka blogg rúntin og ákvað að kvitta hjá þér:) 'Eg verð að taka þig til fyrirmyndar í hreyfingunni maður:) Fer að rífa mig upp og gera eitthvað almennilegt:=

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home