Þegar lít ég liðinn tíma...
.... sé ég ljós sem aðeins bærast.....
Þegar lít ég yfir farinn veg sé ég ólíka hluti. Ég sé góða hluti og ég sé slæma hluti. Sumt skemmtilegt og gott, annað leiðinlegt og neikvætt.
Mér datt þessi setning úr lagi í hug um daginn. Þá staldraði ég við og fór að hugsa um það litla ljós sem var fyrir ári síðan. Hvað allt sé í raun miklu betra núna en þá.
Í fyrra var ég í skóla. Mér leið ekki vel og hafði ekkert til að sækjast eftir í þessa byggingu sem ég átti að læra í. Mig langaði ekkert. Hvað þá að læra. Í sumum hlutum ríkti óvissa. Ég bara sat og var en andlega var ég ekki þarna. Hugurinn minn var á flugi um heima og geima, heilbrigðiskerfið var gagnrýnt í öreindir.
Ég lít illa út í dag.
En hvers vegna?
Það er hvergi bólu að sjá.
Hvergi er eitthvað öðruvísi en venjulega.
En þrátt fyrir það er andlitið án svipbrigða.
Það er sálin mín.
Sama hversu mikið ég mála mig.
Sama hversu lengi ég dunda við hárið.
Sama hversu lengi ég stend í sturtunni.
Ég lít samt illa út.
Það er ekki hægt að mála yfir sálina.
Tilfinningarnar eru á sínum stað.
Þeim verður ekki breytt þrátt fyrir spegilinn.
Og þarna stend ég.
Hörð á því að gera mitt besta.
Enda á því að brosa tilgerðarlegu brosi framan í spegilmyndina.
Ég geng í burtu.
Kannski sér fólk ekki hvernig mér líður.
Kannski er ég fín og sæt.
En ég efast um það.
Ég veit hvernig mér líður.
Ég veit að andlitið mitt ljómar ekki af gleði.
Ég veit að augun glansa.
Ég veit að það er langt í brosið.
En þrátt fyrir þetta allt verð ég að lifa lífinu.
Ég verð að halda áfram út í daginn.
Ég verð að brosa framan í heiminn.
Ég verð að standa mig í því sem ég tek mér fyrir hendur.
Ég verð að takast á við það sem mætir mér í dag.
Það er augljóst að ljósið getur stækkað. Það getur dregið mann til sín í öllu sínu veldi. Maður verður bara að gefa hlutunum tíma. Ekki örvætna. Maður getur átt eftir að elska lífið sitt og sjálfan sig.
Ég er þrjósk, það vita allir. Ég er lokuð eins og sumir vita. Ég sagði ekkert, og segi ekkert. Aðeins það sem stendur hér. Þetta er fortíð sem óþarfi er að velta sér meira upp úr.
Núna er ég glöð og ánægð. Ágnægð með lífið mitt, stefnuna sem það ákveður sjálft að taka, fjölskylduna mína, vinina mína og hef komsti að því að það góða getur verið handan við hornið.
Eflaust velta því einhverjir fyrir sér hvaða tilgang þetta hafði að setja þetta á blogg á veraldarvefnum. En jú, þetta bara lenti hérna þar sem sjálfsskoðun er mikilvæg og að sjá þær góðu breytingar sem verða er frábært.
Höldum áfram að brosa, leitum að því góða, setjum okkur markmið, þekkjum okkur sjálf og hugsum rökrétt.
Þykir vænt um ykkur öll,
Valborg Rut
Þegar lít ég yfir farinn veg sé ég ólíka hluti. Ég sé góða hluti og ég sé slæma hluti. Sumt skemmtilegt og gott, annað leiðinlegt og neikvætt.
Mér datt þessi setning úr lagi í hug um daginn. Þá staldraði ég við og fór að hugsa um það litla ljós sem var fyrir ári síðan. Hvað allt sé í raun miklu betra núna en þá.
Í fyrra var ég í skóla. Mér leið ekki vel og hafði ekkert til að sækjast eftir í þessa byggingu sem ég átti að læra í. Mig langaði ekkert. Hvað þá að læra. Í sumum hlutum ríkti óvissa. Ég bara sat og var en andlega var ég ekki þarna. Hugurinn minn var á flugi um heima og geima, heilbrigðiskerfið var gagnrýnt í öreindir.
Ég lít illa út í dag.
En hvers vegna?
Það er hvergi bólu að sjá.
Hvergi er eitthvað öðruvísi en venjulega.
En þrátt fyrir það er andlitið án svipbrigða.
Það er sálin mín.
Sama hversu mikið ég mála mig.
Sama hversu lengi ég dunda við hárið.
Sama hversu lengi ég stend í sturtunni.
Ég lít samt illa út.
Það er ekki hægt að mála yfir sálina.
Tilfinningarnar eru á sínum stað.
Þeim verður ekki breytt þrátt fyrir spegilinn.
Og þarna stend ég.
Hörð á því að gera mitt besta.
Enda á því að brosa tilgerðarlegu brosi framan í spegilmyndina.
Ég geng í burtu.
Kannski sér fólk ekki hvernig mér líður.
Kannski er ég fín og sæt.
En ég efast um það.
Ég veit hvernig mér líður.
Ég veit að andlitið mitt ljómar ekki af gleði.
Ég veit að augun glansa.
Ég veit að það er langt í brosið.
En þrátt fyrir þetta allt verð ég að lifa lífinu.
Ég verð að halda áfram út í daginn.
Ég verð að brosa framan í heiminn.
Ég verð að standa mig í því sem ég tek mér fyrir hendur.
Ég verð að takast á við það sem mætir mér í dag.
Það er augljóst að ljósið getur stækkað. Það getur dregið mann til sín í öllu sínu veldi. Maður verður bara að gefa hlutunum tíma. Ekki örvætna. Maður getur átt eftir að elska lífið sitt og sjálfan sig.
Ég er þrjósk, það vita allir. Ég er lokuð eins og sumir vita. Ég sagði ekkert, og segi ekkert. Aðeins það sem stendur hér. Þetta er fortíð sem óþarfi er að velta sér meira upp úr.
Núna er ég glöð og ánægð. Ágnægð með lífið mitt, stefnuna sem það ákveður sjálft að taka, fjölskylduna mína, vinina mína og hef komsti að því að það góða getur verið handan við hornið.
Eflaust velta því einhverjir fyrir sér hvaða tilgang þetta hafði að setja þetta á blogg á veraldarvefnum. En jú, þetta bara lenti hérna þar sem sjálfsskoðun er mikilvæg og að sjá þær góðu breytingar sem verða er frábært.
Höldum áfram að brosa, leitum að því góða, setjum okkur markmið, þekkjum okkur sjálf og hugsum rökrétt.
Þykir vænt um ykkur öll,
Valborg Rut
3 Comments:
Svo fallegur og gáfulegur texti við ótrúlega fallegt lag.
Sjálfsskoðun er mikilvæg. Stundum líkar manni ekki það sem maður sér og líður ekki vel, en það er mikilvægt að muna að það kemur alltaf nýr dagur og maður verður að gefa honum tækifæri. Er lífið ekki bara hellingur af tímabilum? Góð og slæm, taka við hvort af öðru.
Það þarf ekki allt að hafa sérstakan tilgang, stundum þarf maður bara að segja eitthvað til að segja það (eða skrifa ;)).
Veit nú ekki hvað ég er að segja með þessu commenti, vona að það sé vit í einhverju. ;)
By Nafnlaus, at 6:41 f.h.
Takk yndi ;)
By Nafnlaus, at 11:22 f.h.
Takk yndi ;)
By Nafnlaus, at 11:22 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home