Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

laugardagur, apríl 14, 2007

Ein sinni var barna og unglingakór...

... sem varð svo tvískiptur Barnakór Akureyrarkirkju og Unglingakór Akureyrarkirkju. Þegar fram liðu stundir og strákarnir létu sig hverfa, ja eða allir þessi eini, breyttum við nafninu í Stúlknakór Akureyrarkirkju. Nafnið ber hann með rentu enda íðilfagrar stúlkur í þessum góða kór.

Það rifjuðust upp gamlar kórminningar eftir síðustu færslu. Ég fann því gamlar myndi á kórsíðunni og ákvað að leifa ykkur að njóta þeirra ;) Fyndið, vá hvað við erum allar búnar að breytast mikið og þau sem eru aftasta þurftu að standa uppá stól til þau sægju eitthvað. Annars er þetta held ég 2001 eða 2002, ekki alveg viss en allavega er ég ekki með sítt hár þarna svo líklega 2002.



Hérna erum við 2002 á fyrstu einkatónleikunum okkar :) Glataðir þessir gömlu kjólar maður, ji. Ég man að þetta hékk utaná mér eins og ruslapoki. Annars voru þetta nú snilldar tónleikar. En síðan þetta var eru nú hlutirnir búnir að gerast og miklar mannabreytingar verið, sumar búnar að gifta sig og aðrar að koma með krakka!


Ég man eftir fyrstu kórferðinni minni 2001. Við fórum til Reykjavíkur og fluttum messusöngleikinn Leiðin til lífsins í Hallgrímskirkju. Það var skemmtilegt. Í sömu ferð sungum við líka afríkulög með fleiri kórum í Hallgrímskirkju. Það var einmitt þá sem Dorrit var ný á Íslandi og þarna bárum við hana augum í fyrsta skipti. Vá ég man að ég gat varla sungið því ég horfði svo mikið á alla demantana sem hún bar um hálsinn. Margar milljón króna virði múnderingin hennar í heild og við urðum strax stoltar af nýju konu forsetans. Annað kvöldið okkar gengum við svo syngjandi um miðbæ Reykjavíkur og sungum alls konar skátalög, lög á afrísku í bland við uppáhalds kórlögin okkar. Skemmtilegir tímar.

Núna er hins vegar málið að fá sér smá að borða og fara svo út að arka smávegis. Fórum tvisvar í gönguferð í gær skvísurnar, voða duglegar að arka næstum út á Vågstranda. Spurning hvort við skellum okkur bara allaleið í dag ;) Fer eftir veðri og stuði :)

Tími friðarinns er úti og litla skvísin vöknuð svo ég læt þetta nægja í bili :)

Valborg Rut

5 Comments:

  • Oh, það var svo gaman þegar við fórum suður með söngleikinn. Sérstaklega þegar við sungum niðri í bæ. Ég á sennilega aldrei eftir að gleyma því. Ég gerðist meira að segja svo fræg að einhver borgarstjórnarkall klappaði mér á öxlina.

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:27 f.h.  

  • Heyrðu já alveg rétt! Og þakkaði okkur fyrir fyrir hönd borgarstjórnar... hehe. Og spurði minnir mig á ensku hvaðan við værum! Ja við erum nú bara frá Akureyri!

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:46 f.h.  

  • Já ...og fleira gerðist í þessari ferð.....um nóttina héldum við að eihver væri að brjótast inn þar sem við sáfum í safnaðarheimili Dómkirkjunnar....við mömmurnar læddumst fram og á móti okkur kom maður frá security ... það fyndna var að honum brá örugglega meira en okkur þar sem að hann hafði ekki hugmynd um að við værum í húsinu.. Það fékk líka einhver hrikalega ælupesti .....en þetta var frábær ferð.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:01 f.h.  

  • Hehe ekki vissi ég af þessu með öryggiskallinn, eða var búin að gleyma því. Já ég man eftir ælupesitinni, sú manneskja varð eftir í reykjavík, hehe æ æ.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:00 e.h.  

  • Gaman þegar verið er að rifja upp gamlar minningar. Mínar eru víst orðnar svo margar að ég legg ekki í það.En ég man svo margt um börnin mín og barnabörnin að það væri efni í heila bók en þið eruð öll yndisleg en samt svo ólík.Það er gaman.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:43 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home