Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

mánudagur, apríl 16, 2007

Fjallganga


Ég fór í fjallgöngu. Fjallið var ógnarhátt og mér fannst það eiginlega alltof hátt til þess að gera mér vonir um að ég kæmist einhverntíman þangað upp. Þessi mikla hæð gnægði yfir, svo miklu stærra en litla ég. En ég ákvað að gefast ekki upp strax, andaði að mér hreinu andrúmsloftinu þar sem ég stóð á túninu neðan við fjallið. Ég lagði af stað og gekk allt vel í fyrstu. Ég snéri mér við og leit yfir farinn veg. Jú ég var nú búin að ganga langt en enn var ég varla komin að fjallsrótunum. Ég hélt ótrauð áfram, viljastyrkurinn í hámarki. En eftir því sem ég gekk lengra varð ég þreyttari og þreyttari. Hvert skref var farið að taka á og ég farin að óska þess að hafa aldrei lagt af stað í þessa asnalegu fjallgöngu. Hvernig datt mér eiginlega í hug að ég kæmist einhverntíman alla leið? En ég var ekki alveg á því að gefast bara upp. Nei þrátt fyrir að ég væri orðin þreytt skildi ég halda áfram. Hvert skrefið á eftir öðru í að mér fannst óratíma. Ég sá fjallsbrúnina nálgast og leit stolt til baka. Ég virkilega var alveg að komast upp. Og þarna stóð ég. Loksins á hæsta tindi fjallsins að rifna úr stolti, brosti og hugsaði um hvað það var gott að ég gafst ekki upp. Ég virkilega komst á leiðarenda. Jú víst var ég þreytt og þetta var erfitt. En ég var svo ánægð að ég gleymdi öllum erfiðleikunum og þreytunni, settist niður og naut þess að vera til mitt á milli hárra fjalla í stórum heimi. Ég. Bara litla ég. Ekki meira en agnarsmátt sandkorn í sandkassa. Mér tókst ætlunarverkið.

Þegar þú hjálpar einhverjum að klífa tindinn, kemstu þangað sjálfur. (Alltid älskad)

Það sem þú hefur eytt árum í að byggja upp mun einhver ef til vill eyðileggja á einni nóttu.
-Byggðu samt. (Móðir Teresa)
Njótið lífsins og hafi það sem allra best :)
Valborg Rut - (myndin er vitanlega úr Svarfaðardalnum mínum bestasta)

2 Comments:

  • blessuð frænka,,,
    Skemmtilegt og gottblogg, ég held að það sé betra að vera lítið, ánægt sandkorn uppi á háu fjalli heldur en að vera stór steinn sem allir sjá þannig að maður á ekkert einkalíf, lítil sandkorn eru nú oft seig.
    Frekar kalt hjá okkur í dag, sennilega til að hægt sé að búa til snjó handa skíðakrökkunmum sem koma á Andrés á fimmtudaginn. Það er hugsað um þau líka.
    Unnur fór suður í dag og Haukur er í starfskynningu á Bautanum þessa viku og fannst mjög gaman í dag.
    Égheld að bakið mitt sé að skríða saman í rólegheitunum og verð orðin góð--- einhverntímanní vor.

    Kveðja frá okkur í Heiðarlundi,
    Stebba

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:26 e.h.  

  • Hæ !
    Ég hefekkert að segja í dag. Var bara svona að lesa aðeins og gá hvort það væri ekki allt í lagi með þig;-)
    Ég var líka að skoða Bondeheimen - hótelið mitt í Osló ef þú ætlar að fara í borgarreisu einhvern tímann.
    Heyrumst.
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:49 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home