Góðan daginn!
Þá er maður nú allur að hressast og sólin lætur loksins sjá sig. Ég óttast reyndar rigningu en jú fínt að fá nokkra dropa! Svo framarlega sem það kemur ekki rok og kuldi með er ég ánægð ;) Fínt að frétta úr sveitinni, bíðum spennt eftir lömbunum sem hafa þó ekki enn látið sjá sig. En þau koma! Hér herjar mikið heilsubrjálæði á Vågstrandabúa. Ja eða allavega hluta þeirra. Það er eitthvað svona hlaup hérna 1. maí og þar er keppt um besta liðið. Fólk er því að fatta að það verður að koma sér í form og aldrei hef ég nú séð janf marga úti að hjóla eða hlaupa hér síðan ég kom. En kannski heltekur dugnaðurinn fólk þegar sólin og góða veðrið lætur sjá sig. Ég er einmitt að farað verða dugleg að hreifa mig líka! Þó ég fari nú oft út að arka hérna þá bannar nú ekkert að skreppa smá út að hlaupa, ja eða svona labba hratt og hlaupa smá ;) hehe. Ég læt þetta þó bíða þangað til eftir 1. maí hlaupið því þá kem ég örugglega ekki til með að mæta svo mörgum. Jú jú margir hérna eru svona fjórir!
Á vorin kemur alltaf svona extra mikil löngun í að lífga upp á útlitið og tilveruna. Löngun í helling af nýjum fötum, nýja skó, klippingu og litun, já allt það sem getur gefið mér eitthvað. Fyndið en þetta er bara veraldlegir hlutir. Auðvitað get ég svo fundið helling sem ekki er veraldlegt líka en ég bý í nútíma heimi og er engin undantekning með peningaeiðslu í eitthvað handa sjálfri mér.
Mig langaði allt í einu í bláu vinnusmekkbuxurnar mínar úr kirkjugarðinum. Hehe já ég væri alveg til í að skreppa í garðinn og undirbúa sumarvinnuna eins og síðustu tvö ár. Sumir voru ekki alveg að sjá þetta fyrir sér, að ég gæti verið drulluskítug í vinnubuxum. Ójú allt er sko hægt. Ég gleymi ekki þegar ég mætti svona til fara með Sólveigu í skólann á sýnidag prófa í fyrra. Það var ekki lítið horft á okkur af þeim kennurum sem þekktu okkur. Þegar við sögðum svo að ja við vorum nú að þökuleggja leiði áður en við komum vissi aumingja sálfræðikennarinn ekkert hvað hann átti að segja. Stelpur geta nú ýmislegt! Eftirminnileg ferðin á skattstofuna í bænum líka. Sólveig, kannski við endurtökum þetta einhverntíman!
Næst á dagskrá er sennilega að fara í búðina og kaupa kassa. Jú hann litli bróðir minn er ekki ennþá búinn að fá afmælisgjöfina sína og það er meira en mánuður síðan hann átti afmæli. Ekki vissi ég að systir hans væri svona lengi að hlutunum en svona er að búa í sveit! Maður hleypur víst ekki í bæjinn eða búðina, eða reddar hlutunum á nó tæm. Hér gerist allt hægt og rólega og bara þegar það gerist. Ekkert stress í gangi. En jú Agnar, í dag fer þetta í póst!!!
Kveð í bili úr sveitasælunni, Valborg Rut
Á vorin kemur alltaf svona extra mikil löngun í að lífga upp á útlitið og tilveruna. Löngun í helling af nýjum fötum, nýja skó, klippingu og litun, já allt það sem getur gefið mér eitthvað. Fyndið en þetta er bara veraldlegir hlutir. Auðvitað get ég svo fundið helling sem ekki er veraldlegt líka en ég bý í nútíma heimi og er engin undantekning með peningaeiðslu í eitthvað handa sjálfri mér.
Mig langaði allt í einu í bláu vinnusmekkbuxurnar mínar úr kirkjugarðinum. Hehe já ég væri alveg til í að skreppa í garðinn og undirbúa sumarvinnuna eins og síðustu tvö ár. Sumir voru ekki alveg að sjá þetta fyrir sér, að ég gæti verið drulluskítug í vinnubuxum. Ójú allt er sko hægt. Ég gleymi ekki þegar ég mætti svona til fara með Sólveigu í skólann á sýnidag prófa í fyrra. Það var ekki lítið horft á okkur af þeim kennurum sem þekktu okkur. Þegar við sögðum svo að ja við vorum nú að þökuleggja leiði áður en við komum vissi aumingja sálfræðikennarinn ekkert hvað hann átti að segja. Stelpur geta nú ýmislegt! Eftirminnileg ferðin á skattstofuna í bænum líka. Sólveig, kannski við endurtökum þetta einhverntíman!
Næst á dagskrá er sennilega að fara í búðina og kaupa kassa. Jú hann litli bróðir minn er ekki ennþá búinn að fá afmælisgjöfina sína og það er meira en mánuður síðan hann átti afmæli. Ekki vissi ég að systir hans væri svona lengi að hlutunum en svona er að búa í sveit! Maður hleypur víst ekki í bæjinn eða búðina, eða reddar hlutunum á nó tæm. Hér gerist allt hægt og rólega og bara þegar það gerist. Ekkert stress í gangi. En jú Agnar, í dag fer þetta í póst!!!
Kveð í bili úr sveitasælunni, Valborg Rut
3 Comments:
Frábært þegar góða veðrið kemur, það er einmitt geggjað gott veður hér, samt ekki margir á sveimi, fyndið hérna í Búðardal fara flestir á bílnum í búðina þó þeir séu 2 mínútur að labba. ;)
Pabbi var einmitt að vinna í garðinum í gær, reyndar bara í bláum gallabuxum en ekki í kirkjugarðagallanum, vá ég man þegar ég fór fyrsta daginn að máta galla!! Ég var nú ekki á því að vera í þessu allan daginn í kirkjugarðinum þar sem margir sjá mann en þetta vandist nú bara vel. ;)
Nú langar mig út en er veik þannig að ég verð bara að horfa út um gluggann, kíki kannski pínu pons út. :)
By Nafnlaus, at 3:49 f.h.
Ótrúegt að fólk noti ekki fæturnar til að fara í búðina! Ég labbaði 4 kílómetra í dag að ég held.
Já vá hvað ég man fyrst þegar ég fór í þetta. Ég fékk nú alveg áfall! En svo þegar smekkbuxurnar komu leið mér betur. Vandist nú bara vel að vera með klofið á hælunum!
By Nafnlaus, at 6:13 f.h.
Vá væri nú líka til í að vera bara svöl í vinnubuxum í sumar! Við vorum SVO MIKIÐ töff síðasta sumar!;D
By Sólveig, at 6:45 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home