Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

mánudagur, apríl 23, 2007

Heilsuleysi.is

Efst í huga mér er kvefið mitt. Ég vorkenni sjálfri mér að vera svona kvefuð. Þetta heldur áfram að hrjá nefið mitt og augun mín. Ég harkaði þó af mér og fór út að labba með litlu skvísina mína í dag enda rosa fínt veður þó sólin hafi ekki heiðrað okkur með nærveru sinni. En það var gott í dag því sól og kvef í augunum mínum fer alls ekki vel saman. Ég hélt að heilsuleysið færi batnandi en núna er ég alls ekki svo viss lengur. Þó sé ég aðeins meira í dag en í gær en get nú samt ekki lesið mikið í einu og þarf að loka augunum annað slagið til að kvíla þau smá. En þetta kemur allt saman, ég verð orðin ofur hress eftir nokkra daga!

Ef þið þekkið einhvern í Osló vantar okkur skvísunum ennþá gistingu þar eina nótt! Einhver góðviljaður má endilega bjóðast til að hýsa okkur eða benda okkur á samastað. En annars verður tjaldið bara með í för! Fyndið ef við endum svo bara í tjaldi. Við sem ætluðum að lifa lúxuslífi á hóteli. Svo verðum við kannski bara skítugir túristar með fjallabakpoka og tjald! Hehehe. Vonum bara það besta og verum sannir íslendingar og segjum ÞETTA REDDAST !!!

Annars er eitthvað lítið að frétta. Jú mig langar að vinna í lottó. Væri alveg til í að kaupa mér eitt stikki íbúð þegar ég kem heim. Eitthvað skrítin tilhugsun að flytja bara aftur inn til mömmu og pabba þó svo að það sé nú fínt líka! En þar sem maður er nú að verða svo fullorðinn og sjálfstæðið þónokkuð væri nú alls ekki leiðinlegt að gera eitthvað aleinn og sjálfur. Þar sem áhugi minn á innanhússhönnun er nú þónokkur getiði ímyndað ykkur hversu margar hugmyndir búa í litla kollinum mínum. Ég held meira að segja að ég sé bara búin að gera allt upp í kollinum mínum, búin að mála og finna "ódýrar" lausnir á hinu og þessu og ef ég er ekki bara flutt líka. Vá hvað ég hlakka til að geta haft allt nákvæmlega eins og ég vil. Að hafa allt eftir mínum stíl og mínu höfði. Yndislegt. En svona gott er það víst ekki þar sem ég er bara fátæk au-pair stelpa. Hver veit nema ég verði svo einhverntíman fátækur námsmaður á námslánum. Æ æ mamma og pabbi sitja uppi með mig til þrítugs eða lengur.

Kannski ég reyni fyrir mér í stjórnmálum. Stjórnmálamenn virðast vera svo ríkir. Stór hús, flottir bílar, endalaust magn af fötum, lengra sumarfrí en allir aðrir í landinu og sandur af seðlum. Ójá er þetta ekki bara málið? Verst að ég hef ekki svo mikinn áhuga á stjórnmálum. Allavega ekki öllum hliðum. Mér finnst ómenntað fólk ekki síður eiga heima á svona alþingisstað þar sem ómenntað fólk er líka fólkið í landinu. Finnst margt að þessu alþingisliði vanta víðsýni sem ég myndi eflaust bæta úr. Svo myndi ég ekki vera svona góð með mig. Bara halda áfram að vera ég og ekki verða kaldur persónuleiki í flottri dragt sem hamaðist við að koma sem flestum orðum útúr sér á sem skemmstum tíma. Ég myndi berjast fyrir velferð fólks í landinu, hrista duglega upp í heilbrigðiskerfinu, skipa seðlabankastjóra að prenta meiri peninga til að dreifa til þeirra sem eiga minna en aðrir, hugsa rökrétt og enga vitleysu takk. En ég er náttúrlega aldrei með vitlaustar hugmyndir. Ég verð reyndar að játa að ég hef aldrei nokkurntíman fattað þetta peningamál. Að það sé hægt að prenta peninga á hverju ári en samt er ekki hægt að gefa neinum afleggjara af peningatré eða rétta fátækum smá hjálparhönd. Hver ákveður eiginlega hvað er prentað mikið? Og hvernig getur eitt land verið ríkara en annað? Er ekki málið að láta seðlabankann bara vinna meira? Ef ég væri seðlabankastjóri myndi ég breyta þessu. Prenta bara og prenta peninga og gefa svo öllum jafnt. Peningunum væri þó bannað að eiga í vitleysu því þá fengi fólk ekki meira. Stórgóð hugmynd finnst ykkur ekki.

En nóg er nú komið af rugli og bulli og best að hætta áður en ég kem með fleira í svipuðum dúr.

Kveð úr herberginu kvefuð og blind, Valborg Rut.

3 Comments:

  • Heyrðu skvísin mín....þér er sko alveg velkomið að búa hjá okkur pabba áfram....bara alveg endilega...
    Held að Agnari þætti nú hálf skrítið að þegar þú loksins kæmir heim þá myndir þú flytja í þína eigin íbúð en ekki til okkar...hann spurði síðast í gær hvenær þú kæmir eiginilega ...
    Kv. mamma

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:36 f.h.  

  • Agnar myndi bara flytja með mér! Enda er það held ég hann sem saknar mín mest, hehe. Greinilega hálf tómlegt án stóru systur!

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:06 e.h.  

  • Heyrðu vina mín é vil alls ekki gefa þér peningatré eða prentvél til að prenta peninga .Þú veist að "Margur verður af aurum api"Ég vil þig eins og þú ert yndæl ,góð og hugsandi stelpa sem er að verða fullorðin og þó mikið stelpuskott ennþá.
    FlÝttu þér að láta kvefið batna svo þú getir tekið á móti litlu lömbunum og verið úti með krökkunum.
    Knús frá ömmu og afa.

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:23 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home