Hvað sem verður, hvað sem er, hvernig svo sem lífið er.
Framtíðin er ekki endilega eftir mörg ár. Framtíðin getur verið á morgun, í næstu viku eða eftir mánuð. Við vitum það ekki. Hvernig get ég vitað hvað mig langar að hafa í framtíðinni. Hverju langar mig að afreka og hvað langar mig að sjá þegar ég læt starfi mínu á jörðinni lokið. Vonandi ekki næstu daga, ekki næstu mánuði, heldur eftir mörg ár. Ef hvað? Ég vil ekki bara hverfa og skilja ekkert eftir. Ég vil að fólk minnist mín á góðan hátt og brosi við tilhugsinuna. Mig langar til að skilja eitthvað eftir. Eitthvað sem tekið er eftir. Ég vil ekki bara vera. Ég vil gera eitthvað. Eitthvað gáfulegt, eitthvað gott, eitthvað mikilvægt, eitthvað spennandi, eitthvað krefjandi. En hvað? Það fer í mig að vita ekki hver tilgangur minn í rauninni er hér á þessari jörð. Ég er orðin þreytt á þessari stöðugu leit að hinu og þessu. En maður getur ekki bara stoppað. Maður verður líklega að halda leitinni áfram til að ná einhverjum árangri. Ég er með skipulagsáráttu. Óvissa gerir mér ekki gott. Að lifa í óvissu, að vita ekki hvert stefnir. Það er ekki markmið að stefna bara að einhverju. Hvert er hið raunverulega markmið? Hvaða verkefni felur það í sér? Mig þyrstir í að finna það sem mér er ætlað. Ja allavega ef mér er yfirhöfuð ætlað eitthvað.
Sumir gera heiminn sérstakann bara með því að vera í honum.
Nú þýtur um hugann mynd af Bangsímon í Hundraðekru skógi þar sem hann situr á tjábol og hugsar og hugsar, og hugsar. Nema það að ég er ekki björn, heldur hugsanaglöð stelpuskotta í útlöndum.
Sumir gera heiminn sérstakann bara með því að vera í honum.
Nú þýtur um hugann mynd af Bangsímon í Hundraðekru skógi þar sem hann situr á tjábol og hugsar og hugsar, og hugsar. Nema það að ég er ekki björn, heldur hugsanaglöð stelpuskotta í útlöndum.
4 Comments:
Hæ !
Ég held að þetta komi nú kannski bara með tíð, tíma og örlögunum !! Ekkert vit í því að vera að stressa sig svona á þessu þegar maður er bara 19,75 !! - Þetta skýrist síðar, bíddu bara ! Það kemur svo margt óvænt upp í hendurnar á manni - sbr. hvernig síðasta ár hefur verið hjá þér !-------- Ömmu dettur helst í hug að þú verðir að fara til spákonu ef þú ert svona óþreyjufull ;-)
Þú verður bara að slappa af og "hygge dig "
Bless.
Helga, amma og mamma - sem vita enn ekkert hvert hlutverk þeirra er í heiminum !!!
By Nafnlaus, at 10:21 f.h.
Blessuð frænka,
Ég sagði það fyrir löngu að þú myndir örugglega ná í sveita- eða hestamann þarna í útlandinu, kannski á ég eftir að hafa rétt fyrir mér ;-)
Vonandi er kvefdrullan að siga af þér, þetta var ekki mjög spennandi lýsing- og svo sá ég hvernig afi leit út með sitt kvef.
En allt gott að frétta af okkur eins og vanalega. Já, Kata sem var í kórnum er orðin mamma, eignaðist yndislegan dreng í fyrrinótt.
Engar fleiri fréttir
kveðja Stebba.
By Nafnlaus, at 12:05 e.h.
Kannski er bara málið að hætta að leita, hætta að hafa áhyggjur af því hvað er framundan eða vita ekki hvað er framundan og þá kannski alltí einu kemur eitthvað? Borgar sig oft bara hætta hugsa um hlutina og láta þá gerast! een ég veit vel hva þú ert að meina;)
Kv.Sólveig
By Sólveig, at 1:58 e.h.
Hehe held ég láti það vera að fara til spákonu, meira hvað allir virðast nenna að bíða eftir svörunum, ég er greinilega extra óþolinmóð!
Sveita eða hestamann í útlandinu, væri ekki betra að finna einhvern íslenskan svo þið getið verið viss um aðfá mig aftur?
Hætta bara að leita er nú alltof auðveld lausn á málinu, hehe. Vitið hvernig þetta er, sumt festist bara í hausnum á manni ;)
By Nafnlaus, at 1:00 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home