Kom katt frí kalle ró fa fí kara dú.... ;)
Er ekki málið að blogga á hverjum degi? Ja ef maður er með tjáningarþörf og afar hugsandi um allt og ekkert þá er nú oft bara gaman að skrifa hérna. Hvort svo sem margir lesa það nú til enda eða ekki er svo allt annað mál. En ég er nú viss um að fleiri lesa þetta en ég veit um, sama hversu ómerkileg skrif mín geta orðið.
Ég tók þá ákvörðun í kvöld að prófa þetta vax á fæturnar mínar sem ég keypti um daginn. Haldiði ekki að það hafi virkað bara svona líka fínt. Ja allavega þegar ég var búin að prófa þetta og læra hvað ég mátt hita þetta mikið í örbylgjuofninum, hvernig í ósköpunum átti að virka að setja þetta á með spítu, og hvernig ég ætti að láta þessi örfáu bréf til að kippa þessu af duga á báðar fæturnar. Svo þegar óvelkomin hár voru farin var það matarolía, plokkarinn til að fullkomna verkið aðeins meira, þvo olíuna af, maka sig út í kremi og pússa hverja einustu tánögl með naglaþjöl þangað til ég var orðin ánægð. Þegar þetta fegrunarstúss var loksins yfirstaðið sá ég að ég hafði eitt í þetta tveimur tímum. Ji.... en ég hafði allavega eitthvað að gera á meðan ;)
Svo fékk ég símtal frá Helgu frænku minni. Var mér tilkynnt að hún ætlaði að syngja fyrir mig lag. Lagið okkar því sá tími væri einmitt að byrja. Ég alveg já já endilega, grunlaus um hvaða lag skildi koma! Svo byrjaði hún: viltu kaupa páskasól, það kostar ekki neitt að kaupa' ana, viltu kaupa páskasól?! Og vitiði henni datt ég alveg sérstaklega í hug þegar hún sá þessa auglýsingu í sjónvarpinu. Ég einfaldelga get ekki þolað þessa auglýsingu. Jafnvel þó svo að stelpan sem syngur þetta sé nú kannski ósköp krúttleg, en vó þetta er bara alveg skelfilegt. Ég ætla rétt að vona að það verði komin ný páskaauglýsing næstu páska. Ég hélt ég yrði alveg kreisí á þessu í fyrra. Nú svo ekki sé minnst á það að hún frænka mín elskar þessa auglýsingu og söng því lagið við hvert tækifæri og sérstaklega þegar ég var nálægt!
Ég fékk pakka í dag. Að heiman vitanlega :) Hann innihélt, ásamt nokkrum fötum sem mig langaði að fá, nóa siríus páskaegg sem ég mun gæða mér á þegar páskarnir ganga í garð eða þegar ég get ekki beðið lengur. Svo fékk ég bol frá pabba mínum sem stendur á: pabbi minn er lögga. Hehe já líklega á þetta að vera kaldhæðni en í mínu tilviki er þetta nú alveg satt! Ég verð örugglega þvílík gella í þessu, hehe. Svo var það nú dvd diskarnir sem ég hef beðið óþreigjufull eftir í dálítinn tíma. Upptökur síðan við kórgellurnar vorum í Slóveníu og Austurríki síðasta sumar. Dagurinn í Komenda 11. júní beint í æð þegar ég horfði á þetta í dag. Þjóðdansararnir, vondi maturinn, yndislegu kirsuberin, hljómsveitin, karlakórinn, upptökumaðurinn, fjallakofinn og við sem fengum móttökur eins og um prinsessur væri að ræða.
Mér fannst nú reyndar svolítið skrítið að horfa á sjálfan mig í sjónvarpinu og stundum eiginlega bara alveg ferlegt. Ég gat nú stundum ekki varist hlátri, það var eitthvað svo fyndið að sjá þetta svona aftur, við mis þreytulegar en samt glaðar og mjög svo misvel dansandi, hehe. En það var nú bara gaman að sjá þetta. Svo var það tónleikadiskurinn. Ég tók náttúrlega eftir öllum óþarfa geispum og hreyfingum, úthverfum möppum, krosslögðum höndum og andlitum án brosa en svona erum við nú bara stundum! Mér fannst reyndar alveg hrikalegt í hressu lögunum að við höfum ekki lagt meira uppúr því að brosa, kappa, dansa og hreyfa okkur en mér fannt þetta fínt þegar ég stóð þarna í röðinni! En ég mæli allavega með því eftir að hafa horft á okkur að gera nokkrar fíniseringar ;) Mér fannst við nú syngja nokkuð vel, mér finnst reyndar orgeltónlistin skemmtilegri en hitt og hefði viljað sjá meira af því en þessir tónleikar voru aðalega svona léttir og fjölbryettir svo það var bara ágætt líka! Saknaði samt þjóðsöngsins mest í heiminum, hefði endilega viljað eiga það á upptöku, getum örugglega verið stoltar af því verki okkar ;) Ja reyndar eins og flestu öðru bara! En ég er nú orðin svo kröfuhörð varðandi allt svona framkomu og stíliseringadót og framistöðuna í heild svo ég þyrfti kannski að læra að slaka á þeim.... ;) Gaman að horfa á þetta og eiga svona síðustu minningar með skvísunum til æviloka ;)
En jæja, hætt að tjá mig í bili og fer þess í stað að svífa um draumalöndin......
Bestustu kveðjur, Valborg í fjarskanum.
Ég tók þá ákvörðun í kvöld að prófa þetta vax á fæturnar mínar sem ég keypti um daginn. Haldiði ekki að það hafi virkað bara svona líka fínt. Ja allavega þegar ég var búin að prófa þetta og læra hvað ég mátt hita þetta mikið í örbylgjuofninum, hvernig í ósköpunum átti að virka að setja þetta á með spítu, og hvernig ég ætti að láta þessi örfáu bréf til að kippa þessu af duga á báðar fæturnar. Svo þegar óvelkomin hár voru farin var það matarolía, plokkarinn til að fullkomna verkið aðeins meira, þvo olíuna af, maka sig út í kremi og pússa hverja einustu tánögl með naglaþjöl þangað til ég var orðin ánægð. Þegar þetta fegrunarstúss var loksins yfirstaðið sá ég að ég hafði eitt í þetta tveimur tímum. Ji.... en ég hafði allavega eitthvað að gera á meðan ;)
Svo fékk ég símtal frá Helgu frænku minni. Var mér tilkynnt að hún ætlaði að syngja fyrir mig lag. Lagið okkar því sá tími væri einmitt að byrja. Ég alveg já já endilega, grunlaus um hvaða lag skildi koma! Svo byrjaði hún: viltu kaupa páskasól, það kostar ekki neitt að kaupa' ana, viltu kaupa páskasól?! Og vitiði henni datt ég alveg sérstaklega í hug þegar hún sá þessa auglýsingu í sjónvarpinu. Ég einfaldelga get ekki þolað þessa auglýsingu. Jafnvel þó svo að stelpan sem syngur þetta sé nú kannski ósköp krúttleg, en vó þetta er bara alveg skelfilegt. Ég ætla rétt að vona að það verði komin ný páskaauglýsing næstu páska. Ég hélt ég yrði alveg kreisí á þessu í fyrra. Nú svo ekki sé minnst á það að hún frænka mín elskar þessa auglýsingu og söng því lagið við hvert tækifæri og sérstaklega þegar ég var nálægt!
Ég fékk pakka í dag. Að heiman vitanlega :) Hann innihélt, ásamt nokkrum fötum sem mig langaði að fá, nóa siríus páskaegg sem ég mun gæða mér á þegar páskarnir ganga í garð eða þegar ég get ekki beðið lengur. Svo fékk ég bol frá pabba mínum sem stendur á: pabbi minn er lögga. Hehe já líklega á þetta að vera kaldhæðni en í mínu tilviki er þetta nú alveg satt! Ég verð örugglega þvílík gella í þessu, hehe. Svo var það nú dvd diskarnir sem ég hef beðið óþreigjufull eftir í dálítinn tíma. Upptökur síðan við kórgellurnar vorum í Slóveníu og Austurríki síðasta sumar. Dagurinn í Komenda 11. júní beint í æð þegar ég horfði á þetta í dag. Þjóðdansararnir, vondi maturinn, yndislegu kirsuberin, hljómsveitin, karlakórinn, upptökumaðurinn, fjallakofinn og við sem fengum móttökur eins og um prinsessur væri að ræða.
Mér fannst nú reyndar svolítið skrítið að horfa á sjálfan mig í sjónvarpinu og stundum eiginlega bara alveg ferlegt. Ég gat nú stundum ekki varist hlátri, það var eitthvað svo fyndið að sjá þetta svona aftur, við mis þreytulegar en samt glaðar og mjög svo misvel dansandi, hehe. En það var nú bara gaman að sjá þetta. Svo var það tónleikadiskurinn. Ég tók náttúrlega eftir öllum óþarfa geispum og hreyfingum, úthverfum möppum, krosslögðum höndum og andlitum án brosa en svona erum við nú bara stundum! Mér fannst reyndar alveg hrikalegt í hressu lögunum að við höfum ekki lagt meira uppúr því að brosa, kappa, dansa og hreyfa okkur en mér fannt þetta fínt þegar ég stóð þarna í röðinni! En ég mæli allavega með því eftir að hafa horft á okkur að gera nokkrar fíniseringar ;) Mér fannst við nú syngja nokkuð vel, mér finnst reyndar orgeltónlistin skemmtilegri en hitt og hefði viljað sjá meira af því en þessir tónleikar voru aðalega svona léttir og fjölbryettir svo það var bara ágætt líka! Saknaði samt þjóðsöngsins mest í heiminum, hefði endilega viljað eiga það á upptöku, getum örugglega verið stoltar af því verki okkar ;) Ja reyndar eins og flestu öðru bara! En ég er nú orðin svo kröfuhörð varðandi allt svona framkomu og stíliseringadót og framistöðuna í heild svo ég þyrfti kannski að læra að slaka á þeim.... ;) Gaman að horfa á þetta og eiga svona síðustu minningar með skvísunum til æviloka ;)
En jæja, hætt að tjá mig í bili og fer þess í stað að svífa um draumalöndin......
Bestustu kveðjur, Valborg í fjarskanum.
3 Comments:
Talvan mín er biluð og ég fæ hana ekki fyrren í fyrstalagi eftir viku!!! Svo lítið um comment,,, sérstaklega þar sem ég hef ekki orku til að sitja við heimilstölvuna vegna veikinda!
Bestu kveðjur..
By Nafnlaus, at 5:57 f.h.
Skemmtilegt blogg !
Fór strax að rifja upp lagið sem Tobbi kenndi okkur úti !!
Og ekki er nú verra að fara að heyra Helgu syngja lagið um páskasólina í tíma og ótíma ;-)
Gott að páskaeggið kom óbrotið og þú verður aðalgellan í bolnum frá pabba þínum !!
Kveðja mamma.
By Nafnlaus, at 6:06 f.h.
Sólveig: Æi slæmt með tölvuna, óþolandi þegar þær taka uppá að klikka. Mín er búin að vera með leiðindi í dag, ég rakti það til ofnotkunnar en samt erum við nú ágætis vinir flesta daga ;)
Mamma: Já þetta er alveg hörku lag, ég syng það nú stundum og gerði nú einhverjar tilraunir til að kenna fólki það en enginn hafði þolinmæði í textann.... hehe.
Jamm páskaeggið verður sko borðað og ég verð náttúrlega svakalega gella eins og vera ber ;)
By Valborg Rut, at 6:10 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home