Kvef, misheppni og nýjir fjölkyldumeðlimir
Hér sit ég að kafna úr kvefi, tárast og tárast og verð blind ef ég held áfram þessu tölvuáreiti á veikburða augun mín. Jú svona er að vera gallaður þegar maður er ekki við hestaheilsu. Skil bara ekkert í þessu heilsuleysi. Verst er þó að vera úti í sól eða þar sem maður horfir hingað og þangað í ólíku umhverfi. Þá fer ég að lýta út eins og ég hafi grenjað í viku. Tökum það fram að þetta er aðeins þegar ég er kvefuð. Jú jú þvílíkt yndislegt náttúrlega! Allavega nennti ég ekki að keyra til Åndalsnes til að syngja á tónleikum þar sem kórnum mínum. Glatað að vera svona útlítandi svo ekki sé talað um það að maður getur bara alls ekkert sungið með allt þetta kvef. Ég lét því bara fara vel um mig hérna heima að kafna úr kvefi.
Talandi um misheppni. Við Helga erum náttúrlega snillingar. Jú það eru einmitt 19 dagar þangað til hún heiðrar Norðmannaland með nærveru sinni og við skvísurnar munum kaupa upp hluta Oslóborgar. Við jú pöntuðum flugið í allar áttir en jú við áttum nú eftir að redda gistingunni þarna í Osló. Sáum reyndar að það var laust á einu hóteli en þurfti að borga með vísa ef panta átti á netinu. Við pöntum bara flugið og hugðumst hringja á hótelið seinna um kvöldið. Við þetta símtal fáum við að vita að öll hótel Oslóar séu yfirfull þessa daga vegna íþróttahlaups og ekkert herbergi laust nema fyrir utan Osló. Eftir smá sjokk sláum við þessu upp í kæruleysi og ákveðum að fara bara með tjald og finna bara tjaldstæði. En að lokum áskotnast okkur herbergi, ótrúlega ódýrt og ja afarlíklega alls engin höll. Gömul kona sennilega sem ákveður meira að segja að bíða eftir okkur langt fram á kvöld svo við getum fengið lykil. Þetta eru þó bara tvær nætur. Eigum ennþá eftir að redda síðustu nóttinni en líklega kemst það á hreint fljótlega. Höfum í það minnst ákveðið að gera vel við okkur eina nótt og vera á einhverju okkur líku. Við óttumst þó ekkert gistingu okkar fyrri næturnar enda þrælvanar misbjóðandi giststöðum síðan í Slóveníu síðasta sumar. Ójá það var sko skrautlegt. Vorum að tékka hvort við gætum séð einhverja óperu eða ballett þarna en lítur ekki út fyrir það. Kannski dettum við niðrá eitthvað stórmenningarlegt þegar við mætum á staðinn. Væri gaman að fara á eina tónleika eða svo.
Ég skoðaði nýjustu "fjölskyldumeðlimina" í dag. Ójá það er búið að kaupa sex kindur og hrút. Sauðfjárbændur upprennandi og jú ég á án efa eftir að skella mér í fjárhúsið aftur þegar kindunum fer að fjölga næstu daga og vikur. Lömbin verða líklega vinsælli en þessar gömlu rolluskjátur. Mér líkaði vel við hrútinn, undurfagur alveg hreint. Ja en reyndar óttalega skítugur og illa til hafður. Líklega mætti mæta með skæri einn daginn og gera pínu útlitsbreytingar. En gæfur og góður er hann. Kannski væri best að ég næði mér í bónda eftir allt saman. Hvaðan í óskupunum hef ég þessi sveitagen? Mamma, pabbi? Pabbi hefur reyndar oft sýnt áhuga á sveitastörfum, ættum við að fjárfesta í sveitabæ þegar ég kem heim?
Augun mín alveg búin á því núna svo ég kveð í bili og hætti þessum skrifum. Eða á maður að kalla þetta skriftir? Játningar að vissu leiti.
Valborg Rut sveitaprinsessa með meiru.
Talandi um misheppni. Við Helga erum náttúrlega snillingar. Jú það eru einmitt 19 dagar þangað til hún heiðrar Norðmannaland með nærveru sinni og við skvísurnar munum kaupa upp hluta Oslóborgar. Við jú pöntuðum flugið í allar áttir en jú við áttum nú eftir að redda gistingunni þarna í Osló. Sáum reyndar að það var laust á einu hóteli en þurfti að borga með vísa ef panta átti á netinu. Við pöntum bara flugið og hugðumst hringja á hótelið seinna um kvöldið. Við þetta símtal fáum við að vita að öll hótel Oslóar séu yfirfull þessa daga vegna íþróttahlaups og ekkert herbergi laust nema fyrir utan Osló. Eftir smá sjokk sláum við þessu upp í kæruleysi og ákveðum að fara bara með tjald og finna bara tjaldstæði. En að lokum áskotnast okkur herbergi, ótrúlega ódýrt og ja afarlíklega alls engin höll. Gömul kona sennilega sem ákveður meira að segja að bíða eftir okkur langt fram á kvöld svo við getum fengið lykil. Þetta eru þó bara tvær nætur. Eigum ennþá eftir að redda síðustu nóttinni en líklega kemst það á hreint fljótlega. Höfum í það minnst ákveðið að gera vel við okkur eina nótt og vera á einhverju okkur líku. Við óttumst þó ekkert gistingu okkar fyrri næturnar enda þrælvanar misbjóðandi giststöðum síðan í Slóveníu síðasta sumar. Ójá það var sko skrautlegt. Vorum að tékka hvort við gætum séð einhverja óperu eða ballett þarna en lítur ekki út fyrir það. Kannski dettum við niðrá eitthvað stórmenningarlegt þegar við mætum á staðinn. Væri gaman að fara á eina tónleika eða svo.
Ég skoðaði nýjustu "fjölskyldumeðlimina" í dag. Ójá það er búið að kaupa sex kindur og hrút. Sauðfjárbændur upprennandi og jú ég á án efa eftir að skella mér í fjárhúsið aftur þegar kindunum fer að fjölga næstu daga og vikur. Lömbin verða líklega vinsælli en þessar gömlu rolluskjátur. Mér líkaði vel við hrútinn, undurfagur alveg hreint. Ja en reyndar óttalega skítugur og illa til hafður. Líklega mætti mæta með skæri einn daginn og gera pínu útlitsbreytingar. En gæfur og góður er hann. Kannski væri best að ég næði mér í bónda eftir allt saman. Hvaðan í óskupunum hef ég þessi sveitagen? Mamma, pabbi? Pabbi hefur reyndar oft sýnt áhuga á sveitastörfum, ættum við að fjárfesta í sveitabæ þegar ég kem heim?
Augun mín alveg búin á því núna svo ég kveð í bili og hætti þessum skrifum. Eða á maður að kalla þetta skriftir? Játningar að vissu leiti.
Valborg Rut sveitaprinsessa með meiru.
3 Comments:
Sveitagen..... þau eru líklega ekki svo lant frá þér. Ég hefði líka alveg getað hugsað mér að búa á snyrtilegu sveitabýli. En við vitum báðar að sveitabær og sveitabær er ekki það sama... okkar sveitabær hefði verið ótrúlega snyrtilegur !! Amma Gagga passaði líka kýrnar þegar hún var stelpa og afi var í sveit í Svarfaðardal.
Gaman að undirbúningi þessarar ferðar ykkar Helgu til Oslóar...hvar skylduð þið gista nótt númer 3 !!
Láttu þér batna kvefið krúsin mín.
Mamma.
By Nafnlaus, at 3:31 e.h.
Alveg rétt fullt af sveitagenum í þér.Þegar ég var á Grýtu 9 og 10 ára elskaði ég heimalinginn hana Sibbu og hundinn Kát,svo rak ég kýrnar og sat yfir þeim ekkert mjög gaman enda alltaf ein.Engir krakkar á bænum.
11 og 12 ára var ég á Stóra Hóli þar elskaði ég kýrnar nema eina sem hét Hekla og var leiðinleg í skapinu .Þar mjólkaði ég annað málið en var svo í heyskap allan daginn þegar veðrið leifði.Sat alltaf á rakstrarvél með gamla yndislega meri Gránu fyrir vélini.Þetta voru góð sumur.SVo að ég ætlaði að vera bóndakona í sveit og eiga minnst 50 kýr og annan bústofn en ég hitti enga bóndason og varð svo skotin í honum afa þínum svo enginn veit sína ævina fyrr en öll er.
Verst er hvað kvefið er að angra þig afi er svona líka búinn að vera að drepast úr þessu í hálfan mán.Hafþór pabbi Gerðu hefur verið þarna í Hjelvik og þekkir fjölskylduna þína og vissi um hestana og hytturnar í fjallinu.Var þar í viku .´Nú ætlar hann aftur að koma í september en þá verður þú komin heim til okkar.
Gangi þér vel vinan og afi biður að heilsa.
AMMA
By Nafnlaus, at 6:37 f.h.
Greinilegt að ég verð að drífa mig á sveitaball þegar ég kem heim! Hehe, ja ef ég ætla ekki að heillast af malbiksbarni ;) Spurning hvernig ég myndi fíla sveitalífið til lengdar. En rétt hjá mömmu, sveitabær og sveitabær er ekki það sama! Okkar yrði snyrtilegastur í geiminum!
Ef ég vinn margar milljónir í lottó ætla ég að byggja sveitabæ handa okkur.
Gaman að rekast svona á fólk sem hefur komið hingað ;) Greinilega svo gaman að hann kemur aftur!
By Nafnlaus, at 7:09 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home