Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Oh, kommon!

Ætli það sé ekki helst í fréttum héðan úr sveitinni að litla Dísin varð 1. árs í gær. Er ekki frá því að hún hafi stækkað smá, svaka pæja í nýjum kjól í afmælinu í gær, set inn myndir við tækifæri ;) En svo virðist sem hún hafi ekki þolað að eldast svona og er núna með ælupesti. Ætla nú rétt að vona að hún hressist fljótlega og að við hin smitumst ekki af neinu svona! Þessi veiki er mín mesta martröð. Annars eru nú allir hressir og sérstaklega núna þegar góða veðrið er loksins komið aftur! Og þar með er inniveru og hreifingarleysi lokið og við út að hreyfa okkur takk fyrir! Eins og ég var orðin dugleg, en þá kom bara snjór og ég nennti engu.... ;)

Núna ligg ég uppí rúmi í mikilli sorg. Ástæða þess mun vera að ég vaknaði sérstaklega aftur til þess að horfa á Ungfrú Reykjavík keppnina í beinni á netinu en það virkar ekki. Þetta hlýur að vera djók. Ég er búin að bíða í marga daga og hlakka til í allan dag! En svo virkar þetta ekki! Vinsamlegast ekki auglýsa að allt innlent sé sent út beint á netinu ef það virkar svo ekki. Oh þessi tækni. Ég verð því að sætta mig við að sjá þetta bara seinna eða láta mér nægja að skoða myndir og kynna mér úrslitin á morgun. Verst að það er ekkert eins skemmtilegt að horfa á þetta þegar maður veit hver vinnur. Eins og þeim sem horfa á fótbolta finnst skemmtilegra að horfa á leikinn á sama tíma og hann er frekar en á upptöku þegar allir vita hver vann. Eða að horfa á formúluna þegar úrslitin eru löngu ljós. Þá eru hlutirnir bara ekki eins skemmtilegir. en jæja, ég verð víst að sætta mig við hlutina eins og þeir eru og hætta þessu væli yfir þessu apsúrd áhugamáli mínu. Svona er lífið.

Talaði við Leifu áðan, gaman að heyra í henni! enda gleymdum við okkur alveg og töluðum næstum 2 tíma. Þegar við tölum saman er stundum talað mjög hratt og mjög mikið, hehe. En svo er líka hlegið og fíflast og ljóskusetningarnar aldrei langt undan. Aldrei að vita nema ég geri mér ferð til Danaveldis til að hitta þær skvísur við tækifæri, væri nú gaman að þvælast um með Leifu og Lilju og rifja upp síðasta ár! Stelpur, það er sko eins gott að þið saknið mín jafn mikið og ég sakna ykkar ;)

Líklega verð ég að bíta í það súra epli að fara bara að sofa aftur án þess að sjá keppnina.

Sofið vel elsku besta fólkið mitt ;)

Valborg

2 Comments:

  • Jæja fegurðardrottning !!
    Jú, jú allt í lagi að horfa á þessa keppni en ekki var ég nú alveg sammála þessum úrsltium sem mér þykja nú eiginilega þónokkuð skrítin.
    Annars allt gott síðanan síðast....
    kveðja mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:22 f.h.  

  • Bíddu bíddu þetta er nú einhver misskilningur, ég er náttúrlega langt frá því að vera fegurðardrottning, bara fegurðardrottningaáhugamanneskja ;) hehe.

    Já úrslitin finnst mér nú heldur skrítin en það er svosem allt í lagi mín vegna... hehehe.

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:11 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home