Páskar :-)
Gleðilega páska elsku besta fólkið mitt!
Já þetta er nú svolítið skrítinn páskadagur. Ég bara vaknaði og hafði enga litla bræður til að leita að páskaegginu með og ekki eðalfólkið heima til að sitja með við eldhúsborðið og háma í okkur páskaegg og lesa málshætti. Þess má líka geta að ég klæddi mig bara í gallabuxur eins og flest alla daga. Já það er ekki mikill munur á milli daga hér í sveitinni. Þetta er líka fyrsti páskadagurinn í 7 ár held ég sem ég fer ekki í messu í kirkjunni minni á páskadag. Og í fyrra fór ég meira að segja í tvær. Mamma verður því að halda uppi kirkjmenningu fjölskyldurnar og þeir sem ég þekki að syngja fyrir mig líka. Sem ég efast nú ekkert um þar sem fólkið mitt syngur nú alltaf hæst af öllum! hehe. Páskarnir heima eru svona borða góðan mat allir saman tími. Mig langar í matarboðið til ömmu og afa í hádeginu. En það bíður betri tíma.
En það er ekki bara páskadagur í dag. Heldur á ég líka 6 ára fermingarafmæli :) Já maður er eiginlega bara orðinn gamall. Mér fannst ég nú þvílíkt fullorðin þegar ég fermdist en allt í einu er ég bara miklu fullorðnari og held víst bara áfram að eldast. Og núna finnst mér krakkarnir sem fermast eitthvað svo litlir, og ég hugsa, bíddu var ég ekki miklu stærri og þroskaðri en þau þegar ég fermdist? Jú ég er nú á því, hehe. Svo á næsta ári er allt í einu bara litli bróðir minn að fermast! Vó tíminn líður.
Því að þín vegna bíður hann út englum sínum
til þess að gæta þín á öllum vegum þínum.
Þeir munu bera þig á höndum sér,
til þess að þú steytir ekki fót þinn við steini.
(Fermingarversið mitt, sálmur91. 11-12)
Njótið páskanna, minnist þess líka hvers vegna við höldum þá, þeir eru ekki bara súkkulaði þó svo að það sé náttúrlega voða gott!
Bestu kveðjur...... Valborg Rut
Já þetta er nú svolítið skrítinn páskadagur. Ég bara vaknaði og hafði enga litla bræður til að leita að páskaegginu með og ekki eðalfólkið heima til að sitja með við eldhúsborðið og háma í okkur páskaegg og lesa málshætti. Þess má líka geta að ég klæddi mig bara í gallabuxur eins og flest alla daga. Já það er ekki mikill munur á milli daga hér í sveitinni. Þetta er líka fyrsti páskadagurinn í 7 ár held ég sem ég fer ekki í messu í kirkjunni minni á páskadag. Og í fyrra fór ég meira að segja í tvær. Mamma verður því að halda uppi kirkjmenningu fjölskyldurnar og þeir sem ég þekki að syngja fyrir mig líka. Sem ég efast nú ekkert um þar sem fólkið mitt syngur nú alltaf hæst af öllum! hehe. Páskarnir heima eru svona borða góðan mat allir saman tími. Mig langar í matarboðið til ömmu og afa í hádeginu. En það bíður betri tíma.
En það er ekki bara páskadagur í dag. Heldur á ég líka 6 ára fermingarafmæli :) Já maður er eiginlega bara orðinn gamall. Mér fannst ég nú þvílíkt fullorðin þegar ég fermdist en allt í einu er ég bara miklu fullorðnari og held víst bara áfram að eldast. Og núna finnst mér krakkarnir sem fermast eitthvað svo litlir, og ég hugsa, bíddu var ég ekki miklu stærri og þroskaðri en þau þegar ég fermdist? Jú ég er nú á því, hehe. Svo á næsta ári er allt í einu bara litli bróðir minn að fermast! Vó tíminn líður.
Því að þín vegna bíður hann út englum sínum
til þess að gæta þín á öllum vegum þínum.
Þeir munu bera þig á höndum sér,
til þess að þú steytir ekki fót þinn við steini.
(Fermingarversið mitt, sálmur91. 11-12)
Njótið páskanna, minnist þess líka hvers vegna við höldum þá, þeir eru ekki bara súkkulaði þó svo að það sé náttúrlega voða gott!
Bestu kveðjur...... Valborg Rut
6 Comments:
Gleðilega páska Valborg mín.
Já, hér erum við búin að leyta að páskaeggjunum , bara gaman. Mig vantaði þig nú samt, þar sem strákarnir voru fljótir að opna eggin, finna málsháttinn og hlupu síðan upp þar sem að barnatíminn var byrjaður.....vantaði þig til að sitja með mér og borða súkkulaði ....enda er ég ekki búin að opna mitt egg ennþá...bíð eftir pabba....gæti þurft að bíða dálítið lengi...
En þegar klukkan hringdi eldsnemma í morgun ákvað ég að leggjast bara aftur á koddann og kúra smá lengur ...fer kannski í kirkjuna nú á eftir kl. 11
Þú gætir nú bara farið úr galllabuxunum til tilbreytingar því nóg er nú í fataskápnum ;-)
Um að gera að gera sér dagamun....
Heyrumst síðar í dag.....
Mamma.
By Nafnlaus, at 2:56 f.h.
Gleðilega páska og til hamingju með fermingarafmælið;)
Hef ekki tíma í lengra comment, páskaeggið mitt kallar;D heheh...
Hafðu það gott:D
By Nafnlaus, at 7:43 f.h.
Sigurhátíð sæl og blíð
ljómar nú og gleði gefur....
Gleðilega páska valborg mín .þó að það séu nú litlir´páskar í Noregi þá hugsar þú bara heim þegar þú borðar páskaeggið þitt.Á næstu páskum verðurðu kannski heima og ferð í kirkju og hámar í þig egg.Hver veit? Maturinn var víst vel heppnaður hjá ömmu Læri með gratineruðum kartöflum,hrásalati,sultu og rauðrófum.Ég skal bjóða þér í svona þegar þú kemur heim.
Stebba er búin að hafa magapest í viku og er líka að drepast í bakinu en er víst eitthvað að skána og var með okkur í dag.
Það vantaði bara þig, Jóhann og Sigga Jóns.
Kveðjur frá afa.
Bæ bæ amma
By Nafnlaus, at 10:53 f.h.
Takk fyrir góðar kveðjur :)
Þarna kom sálmurinn sem ég var að reyna að muna! Jess! En svo man ég ekki hinn sem er alltaf sungið, með svona skemmtilegum viðkafla... ;)
By Nafnlaus, at 1:22 e.h.
Hæ !
Nú er ég eiginlega sjónlaus á þessu tölvuborði heima hjá ykkur. Ég ætlaði bara að benda þér á mjög flotta heimasíðu sem við vorum að skoða (sáum auglýsingu í Mogganum) --- hún minnir okkur á þegar við vorum saman í rigningunni - og þú varst allsber inni í bil - 5 ára líklega. Þetta er sem sagt aðlaðandi gististaður nálægt Salzborg, Königsee og fleiri góðum stöðum. Ekki amalegt að gista þarna einhvern tímann .
www.friedwiese.de/isl.htm
Nú förum við að sofa - södd af páskaeggjum og lambakjöti.
Góða nótt.
Helga.
PS. ERTU BYRJUÐ Á BÓKINNI ??
By Nafnlaus, at 4:00 e.h.
Hehe já ég man vel eftir rigningunni í Þýskalandi og eftir gömulu konunni sem þurrkaði fötin okkar. Og eftir bleiku skónum sem ég var í alla dagana og voru ónýtir þegar við komum heim. Kannski við eigum eftir að fara aðra fer ;)
Hvenær hættir þetta tuð út af bókinni eiginlega? Jú ég er nú búin að taka hana út úr skápnum svo ég fer að vinna í þessu!
By Nafnlaus, at 3:38 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home