Póstvesenið mikla
Í gær hafði ég skipulagt að fara með pakka í póst. Um hádegi keyrði ég í búðina á Vikebukt og keypti kassa og nokkra aðra smáhluti. Þegar ég var að borga einfaldlega rétti ég konunni peninginn og hún segir svo að hún hafi stungið svona blaði með og sýnir mér hvítt blað. Ég alveg já já það er fínt og var þetta eins og blaðið sem maður skrifar alltaf nafn sendanda og viðtakanda á á pósthúsinu. Svo keyðri ég heim, mjög svo ánægð með að vera loksins búin að kaupa kassa fyrir þetta allt og gat farið heim og tekið þetta til.
Jú ég kem heim og set allt í kassann sem ætlað er bræðrum mínum heima og kem við í búðinni á Vågstranda á leiðinni að sækja Fredrik í leikskólann. Leona bíður útí bíl og ég hleyp með kassann inn. Konan byrjar nú á því að segja mér að hún sé alls ekki viss um hvernig eigi að senda pakka til Íslands. Ég alveg, æ kommon, þú vinnur á pósthúsi og ert eigandi þessarar verslunar! En ok, hún horfit eitthvað á þetta, tekur svo upp einhvern bæknling og segist þurfa að lesa sig til. Jú jú ég bíð smástund en svo tilkynnir hún mér að líklega sé best að hún hringi annað til að fá upplýsingar um pakka til Evrópu. Þegar þarna var komið við sögu hafði ég þá og þegar misst allt álit á póstþjónustunni þarna. Sagði þó að ég ætlaði að fara og sækja Fredrik á meðan hún finndi útúr því hvað ég ætti að borga fyrir pakkann og kæmi við á leiðinni til baka og borgaði.
Svo kom ég aftur og tók fyrir tilviljun krakkana með mér inn svo þau þyrftu nú ekki að bíða í bílnum. Ég ætlaði samt bara rétt að hlaupa og rétta konunni pening. En nei. Allan þennan tíma var hún jú búin að komast að því að hvert kíló kostaði 10 krónur á pakka til Íslands. Og svo var miðinn sem konan í hinni búðinni lét mig hafa aðeins fyrir pakka innan Noregs. Konan sagði mér að ég hefði greinilega keypt vitlausan miða. Ég svaraði að konan í búðinni á Vike hefði nú bara ekkert spurt hvort ég vildi svona miða né hvert ég ætlaði að senda pakkann. Þessi, sem er nú ekki liðlegheitin uppgefin sagði mér þá að svona miði kostaði 120 krónur (x 11). Þar með fattaði ég af hverju mér fannst ég borga eitthvað mikið. Ok ég sætti mig við það að kaupa nýjan svona miða enda ekki annað í stöðunni. En þetta var ekki búið.
Það mátti nú bara alls ekki senda pakka í svana smart kassa til Íslands. Smart er nafnið á póstinum í Noregi og því allt merkt því. Alveg eins og á kössum á Íslandi stendur Íslandspóstur. Bíddu ha? En ég keypti þennan kassa sérstaklega til að senda núna. Já nei sko það bara hægt ef á að senda innan Noregs. Ef ég ætlaði semst að senda annað varð ég að finna mér einhvern annan kassa. Ok, kommon, en ég er ekki ein af þeim sem sendi eitthvað í notuðum bananakassa á milli landa. Já nei takk fyrir. Ég sagði að ég ætlaði að senda þetta í þessum kassa þar sem þetta væri tilbúið í honum. Eina vitið var að kaupa rúllu með maskínupappír og pakka þessu inn. Ég var orðin mjög óþolinmóð og reið út af þessu og vildi koma mér heim. Þakkaði þó fyrir að krakkarnir voru þvílíkt stillt, Fredrik bara sat og drakk kókómjólk og Leona fékk gott útsýni yfir alla sem komu þarna inn. Ok ég fékk skæri og límband og pakkaði kassanum inn. Ætlaði svo að skrifa hvert þetta ætti nú að fara en.... NEI alls ekki skrifa á þetta, alveg nóg að líma bara svona miða á! Ok, sko, þó að maður setji svona lítinn miða á þar sem stendur fyrst nafn sendanda, svo viðtakanda og svo smávegis innihaldslýsing er samt alltaf skrifað líka skýrt og greinilega hvert þetta á að berast. Ég nennti nú ekki að þræta um þetta, borgaði nýjan miða til að líma á þetta í stað fyrir þann sem hin konan seldi mér án minnar vitundar. Skellti kassanum á borðið og þá átti konan nú eftir að eyða dágóðum tíma í að reikna kostnaðinn miðað við þyngd og þessar 10 krónur á kílóið. Að lokum var ég orðin alveg brjáluð, henti í hana peningnum, óánægð með öll vinnubrögð og vankunnáttu hennar, náði í krakkana sem sátu þarna í miðri búð og kom mér út í vondu skapi.
Kommon! Ef þetta eru vinnubrögð þá veit ég ekki hvað. Ég get sko alveg sagt ykkur það að það skiptir engu máli hvernig kassinn er á litinn eða hvaða póstfyrirtæki hann er merktur. Það sem skiptir máli er að nafn viðtakanda , heimili og land komi skýrt fram. Ég get fullvissað ykkur um að ég kem aldrei til með að senda nokkurn einast hlut aftur á póstuhúsinu í Vågstranda heldur keyri ég með það á almennilegt pósthús lengra í burtu og vonast eftir fagmannlegri og kunnáttubetri vinnubrögðum.
Jæja, þá er ég búin að deila með ykkur skelfilegri lífsreynslu af pósthúsum og vankunnáttu sjálfs eigandans og þeirrar manneskju sem stendur þarna vaktina nánast alla daga. Ég vona að næsta manneskja sem vill senda pakka til annars lands fái mun betri þjónustu og að konan kynni sér verkefnin sem hún hefur tekið sér fyrir hendur.
Kveð að sinni, Valborg
Jú ég kem heim og set allt í kassann sem ætlað er bræðrum mínum heima og kem við í búðinni á Vågstranda á leiðinni að sækja Fredrik í leikskólann. Leona bíður útí bíl og ég hleyp með kassann inn. Konan byrjar nú á því að segja mér að hún sé alls ekki viss um hvernig eigi að senda pakka til Íslands. Ég alveg, æ kommon, þú vinnur á pósthúsi og ert eigandi þessarar verslunar! En ok, hún horfit eitthvað á þetta, tekur svo upp einhvern bæknling og segist þurfa að lesa sig til. Jú jú ég bíð smástund en svo tilkynnir hún mér að líklega sé best að hún hringi annað til að fá upplýsingar um pakka til Evrópu. Þegar þarna var komið við sögu hafði ég þá og þegar misst allt álit á póstþjónustunni þarna. Sagði þó að ég ætlaði að fara og sækja Fredrik á meðan hún finndi útúr því hvað ég ætti að borga fyrir pakkann og kæmi við á leiðinni til baka og borgaði.
Svo kom ég aftur og tók fyrir tilviljun krakkana með mér inn svo þau þyrftu nú ekki að bíða í bílnum. Ég ætlaði samt bara rétt að hlaupa og rétta konunni pening. En nei. Allan þennan tíma var hún jú búin að komast að því að hvert kíló kostaði 10 krónur á pakka til Íslands. Og svo var miðinn sem konan í hinni búðinni lét mig hafa aðeins fyrir pakka innan Noregs. Konan sagði mér að ég hefði greinilega keypt vitlausan miða. Ég svaraði að konan í búðinni á Vike hefði nú bara ekkert spurt hvort ég vildi svona miða né hvert ég ætlaði að senda pakkann. Þessi, sem er nú ekki liðlegheitin uppgefin sagði mér þá að svona miði kostaði 120 krónur (x 11). Þar með fattaði ég af hverju mér fannst ég borga eitthvað mikið. Ok ég sætti mig við það að kaupa nýjan svona miða enda ekki annað í stöðunni. En þetta var ekki búið.
Það mátti nú bara alls ekki senda pakka í svana smart kassa til Íslands. Smart er nafnið á póstinum í Noregi og því allt merkt því. Alveg eins og á kössum á Íslandi stendur Íslandspóstur. Bíddu ha? En ég keypti þennan kassa sérstaklega til að senda núna. Já nei sko það bara hægt ef á að senda innan Noregs. Ef ég ætlaði semst að senda annað varð ég að finna mér einhvern annan kassa. Ok, kommon, en ég er ekki ein af þeim sem sendi eitthvað í notuðum bananakassa á milli landa. Já nei takk fyrir. Ég sagði að ég ætlaði að senda þetta í þessum kassa þar sem þetta væri tilbúið í honum. Eina vitið var að kaupa rúllu með maskínupappír og pakka þessu inn. Ég var orðin mjög óþolinmóð og reið út af þessu og vildi koma mér heim. Þakkaði þó fyrir að krakkarnir voru þvílíkt stillt, Fredrik bara sat og drakk kókómjólk og Leona fékk gott útsýni yfir alla sem komu þarna inn. Ok ég fékk skæri og límband og pakkaði kassanum inn. Ætlaði svo að skrifa hvert þetta ætti nú að fara en.... NEI alls ekki skrifa á þetta, alveg nóg að líma bara svona miða á! Ok, sko, þó að maður setji svona lítinn miða á þar sem stendur fyrst nafn sendanda, svo viðtakanda og svo smávegis innihaldslýsing er samt alltaf skrifað líka skýrt og greinilega hvert þetta á að berast. Ég nennti nú ekki að þræta um þetta, borgaði nýjan miða til að líma á þetta í stað fyrir þann sem hin konan seldi mér án minnar vitundar. Skellti kassanum á borðið og þá átti konan nú eftir að eyða dágóðum tíma í að reikna kostnaðinn miðað við þyngd og þessar 10 krónur á kílóið. Að lokum var ég orðin alveg brjáluð, henti í hana peningnum, óánægð með öll vinnubrögð og vankunnáttu hennar, náði í krakkana sem sátu þarna í miðri búð og kom mér út í vondu skapi.
Kommon! Ef þetta eru vinnubrögð þá veit ég ekki hvað. Ég get sko alveg sagt ykkur það að það skiptir engu máli hvernig kassinn er á litinn eða hvaða póstfyrirtæki hann er merktur. Það sem skiptir máli er að nafn viðtakanda , heimili og land komi skýrt fram. Ég get fullvissað ykkur um að ég kem aldrei til með að senda nokkurn einast hlut aftur á póstuhúsinu í Vågstranda heldur keyri ég með það á almennilegt pósthús lengra í burtu og vonast eftir fagmannlegri og kunnáttubetri vinnubrögðum.
Jæja, þá er ég búin að deila með ykkur skelfilegri lífsreynslu af pósthúsum og vankunnáttu sjálfs eigandans og þeirrar manneskju sem stendur þarna vaktina nánast alla daga. Ég vona að næsta manneskja sem vill senda pakka til annars lands fái mun betri þjónustu og að konan kynni sér verkefnin sem hún hefur tekið sér fyrir hendur.
Kveð að sinni, Valborg
2 Comments:
Vá....þvílíkt og annað eins..sé þig alveg fyrir mér ....og þú sem vilt nú hafa hlutina á hreinu.
Það var nú ekki gott að loksins þegar pakkinn komst á svokallað pósthús að þá skyldi þetta fara svona..vona samt að þú sért nú bara búin að ná þér og sért glöð yfir því að fljótlega fær hann Agnar litli bróðir þinn afmælisglaðning frá þér. En ekkert vera að senda okkur annan pakka............ef þetta gengur nú alltaf svona þarna í Norge..:-)
Nú vonum við bara að þessi pakki verði alveg ótrúlega fljótur á leiðinni þar sem að fyrirhöfnin er búin að vera svona mikil.
Takk fyrir að deila þessari reynslu þinni með okkur skvísin mín. Þetta var nú bara hin besta lesning þrátt fyrir allt.
Kveðja mammsa.
By Nafnlaus, at 3:36 e.h.
Já það er sko eins gott að þetta komist til skila! En ég get allavega glaðst yfir því að loksins sendi ég þetta af stað!
By Nafnlaus, at 12:25 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home