Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

laugardagur, apríl 07, 2007

Það snjóar!


Veturinn hefur tapað baráttunni við sumarið sem hefur gert allt sitt til að koma niður á jörðina. Sumarið náði yfirhöndinni en nú virðist sem veturinn hafi feikt sumrinu í burtu og hafi ákveðið að dvelja lengur. Hér er því allt á kafi í snjó, snjókornin berja gluggana með látum og vindurinn hvín á húsinu með ólátum.
Páskarnir nálgast með öllu sínu fríi og við höfum síðustu daga dvalið uppá fjalli og notið hyttulífsins. Núna er maður svo kominn niður og ég búin að njóta þessara súkkulaðidaga og gefa mig alla að dásamlegu páskaeggi sem freistar mín mikið. Bragðið alltaf jafn gott en málshátturinn fannst mér nú ekki alveg vera að gera sig. Steinn prófar gull en gull menn. Já já ég veit nú ekki alveg hvað þetta þýðir en ef einhver er svo vitur má endilega koma með útskýringu á þessu.
Ég tók til í fataskápnum mínum í morgun. Ég bara fæ það ekki skilið hvernig ég get alltaf draslað svona til. En ég tók þá eftir því að ég hef ekki notað nema helminginn af fötunum sem ég kom með hingað. Til hvers að bera þetta allt með sér ef maður notar þetta svo ekki? Ja það er spurning, fæ líklega seint svar við henni þegar ég á í hlut. Alltaf með föt fyrir viku í þriggja daga ferðalagi. Gleymi því nú ekkert þegar ég fór með 13 boli í helgarferð á Akranesi hér í den með kórgellunum ;) En sko maður veit ekki hvað maður notar eða í hverju manni langar að vera fyrr en maður er kominn á staðinn. Ég fer samt að læra þetta!
Talaði við Helgu í gær, í 3 klukkutíma, hehe. Líklega getum við stundum talað mikið! Langt síðan við höfum spjallað svona mikið, hefur einhvernegin gleymst að tala þegar við erum svona langt í burtu frá hvor annari! En við bættum úr þessu og málefnin krufin til mergjar auk þess sem gamla bloggið okkar var endurnýjað og gömlum færslum hent út. Stefnan er að setja gáfulegar færslur, ekki veit ég nú hvernig það á eftir að ganga. Svo koma heldur engin komment þegar maður skrifar annað en svona, svo gerði ég þetta færslur!!
En nú mun ég halda áfram að krifja netheiminn og kveð héðan í bili.....
Valborg Rut

4 Comments:

  • He he vá, 3 klukkutíma! Snilld þetta skype, pældu í því hvernig símareikningurinn hefði verið ef við hefðum talað í venjulegan síma!!
    Gaman að gáfulegum bloggum, eða það finnst mér allavega. Samt fyndið þetta með kommentaleysið þegar bloggað er um eitthvað merkilegt. ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:46 f.h.  

  • Nákvæmlega!

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:02 e.h.  

  • Já, þá veit maður bara ekki hvað maður á að segja við svona merkilegum og þræl útpældum bloggum - svo fallegum oft að þau fá mann til að hugsa en samt veit maður ekki hvernig er best á kommenta á þau ;-)
    Nú er klukkan 00.30 og ég enn að taka til í íbúðinni....á bara eftir að ryksuga efri hæðina ....en kökubotnarnir eru tilbúnir í eldhúsinu þannig að bráðum fer ég að sofa sæl og ánægð með daginn !! Enda mikið búið að gera í dag.
    Hér gerðist það líka....það hefur snjóað þónokkuð hér síðasta klukkutímann og ég veit bara ekki hvort ég komist á eðal vagninum okkar í messu í fyrra málið þar sem hann er kominn á sumardekkinn...en það verður bara að koma í ljós...ekki víst að ég vakni nógu snemma til að fara gangandi þar sem messan er klukkan 8.
    Jæja, best á láta ekki fröken tímaþjóf tefja sig meira ....klára mín verk og fer að sofa ...heyrumst á morgun.
    Mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:22 e.h.  

  • Hehe já kannski það sé eitthvað erfitt að kommenta á þetta.

    Ég er nú handviss um það að ekki eru allar húsmæður sem taka heimilið sitt algjörlega í gegn fyrir páskana en mamma mín er náttúrlega eðalhúsmóðir!

    Hellings snjór hérna, vonandi kemstu nú samt á eðalvagninum niðrí kirkju á eftir!

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home