Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

fimmtudagur, apríl 19, 2007

Sumardagurinn fyrsti

Gleðilegt sumar :)

Eða eigum við að segja vetur? Ég meina hér í Norge svífa snjókornin niður á ógnarhraða og allt orðið hvítt! Allt í einu var ég svo byrjuð að syngja, jólasnjórinn svífur niður yfir stræti og torg, svífur ofan úr skýjunum niður.... æ æ æ þetta var nú ekki alveg óskaveðrið! En sumarið kemur, ekkert stress, kemur allt með tímanum!

Annars er nú helst að frétta að Helga er að koma eftir 21 dag! Ætlum að hittast í Osló fyrst þar sem við munum eflaust kíkja í ófáar búðir og skoða okkur um. Verður örugglega svaka stuð enda langt síðan við höfum gert eitthvað svona skemmtilegt ;) Svo verður það bara sveitalífið og vonandi fáum við gott veður. Verður nú gaman að kynnast þjóðhátíðardegi norðmanna sem er einmitt 17. maí. Skilst að það sé gert mjög mikið úr þessum degi hérna og næstum hver einasta manneskja í þjóðbúning og læti. Örugglega rosa gaman ;)

Hef þetta stutt í dag enda búin að vera ofuraktív í löngum bloggum!

Valborg Rut sjokoladespiser

3 Comments:

  • Blessuð og gleðilegt sumar.
    Gaman að Helga er að koma í heimsókn til þín.Það verður örugglega gaman fyrir ykkur að hittast og vera saman um stund.
    Helga frænka þín var ekki fyrst á fætur á sumardaginn fyrsta ég fór á fætur kl. 7 til að baka bollur handa dætrunum og barnabörnum sem voru heima en karlarnir voru allir að vinna og komu ekki.Svo bjó ég til kakó og muffins ristaði brauð og allt var tilbúið klukkan hálf tíu þegar þau komu.
    Kær kveðja amma

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:01 e.h.  

  • Ég er viss um að ég hafi verið vöknuð löngu á undan ykkur báðum, enda tveimur tímum á undan! hehe.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:03 f.h.  

  • Hey þú!

    Komdu á Skype!



    P.S!
    Gleðilegt sumar!

    By Blogger Unknown, at 11:58 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home