Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

fimmtudagur, apríl 26, 2007

Tillagan felld

Ég varð fyrir vonbrigðum þegar ég sá að á prestastefnunni á Húsavík hafði tillaga um hjónavígslu samkynhneigðra verið felld. Virðist hafa verið kosið um þetta og niðurstöðurnar voru afgerandi neitun. Aðeins 22 atkvæði voru með giftinum samkynhneigðra en 64 á móti. Ég sem ímyndaði mér að fleiri væru með þessu en svo virðist ekki vera. Prestastefna samþykkir að helgisiðanefnd gangi frá blessunarformum til notkunar í kirkjunni að teknu tilliti til athugasemda. Að hljóta blessun yfir samband sitt og gifting er samt ekki það sama. Fyrir mér sé ég það eiginlega bara gjör ólíkt. Það hefði verið gaman að sjá þetta leyft. Við búum í nútímasamfélagi þar sem nútímakröfur eru gerðar. Samkynhneigðir eru líka fólk. Fólk sem á að fá sömu réttindi og allir aðrir í heiminum. (meira hér: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1266393)

Ég rak líka augun í grein sem heitir Biblíuvers á sms máli? Hugmyndin er sú að koma þekktum Biblíuversum í sms mál og athuga hvort það myndi ekki vekja frekari athygli ungs fólks. Mér finnst þetta nú svolítið góð hugmynd. Væri örugglega gaman að prófa þetta og skoða útkommu ólíkra einstaklinga. Mér datt þó í hug að reyna þetta og fann eitthvað vers í huganum. Ég komst þó ekki langt og gafst upp. Kannski er ég ekki nóg og vel sms máls þróuð mannvera. (meira hér: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1266454)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home