Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

mánudagur, apríl 02, 2007

Um allt og ekkert

Í morgun vakti athygli mína skírnarmessa einhvers söfnuðar sem sýnd var í sjónvarpinu. Jú ég fylgdist nú aðeins með þessu en aðalega úr fjarlægð þar sem ég sönglaði með stjörnur og sól sálminn til skiptis á íslensku og norsku/dönsku. En það sem mér fannst skemmtilegast og fékk mig til þess að gefa þessu auga var alveg frábær barnagospelkór. Ég hef nú ekki séð svona barnagospelkór áður en fannst þetta nú svolítið spennandi. Virkaði svolítði öðruvísi en venjulegur barnakór. Sennilega aðeins aðrar áherslur og svona tónlist fær mann einhvernegin til þess að vera frjálslegri og það sást pínu á þessum krökkum. Hver og einn einasti söng af öllum lífs og sálarkröftum. Enginn var feiminn eða hlédrægur, allir svo opnir, lifandi og brosandi. Og svo heillaði mig hversu vel kórnum var raðað upp, (kemur þessu skipulagshæfni og stíliseríng enn og aftur í ljós) og svo voru allir í eins peysum í glaðlegum litum. Gaman að fylgjast með þessu :)

Ég hata snúrur. Snúrur út um allt, flæktar og snúnar, í sambandi eða ekki. Ótrúlegt hvað svona getur farið í mig. Tölvusnúrurnar út um allt, svo hendi ég þeim inní skáp svo þær séu ekki á gólfinu eða í stólnum, svo hleyp ég og næ í þær þegar ég þarfnast þeirra og þá er allt komið í enn meiri flækju en ég skildi við það í og allar hinar snúrurnar í snúruhillunni sem inniheldur reyndar líka eina skó og ullarpeysu dettur út úr skápnum. Alveg meiriháttar óþolandi. Hlakka mikið til þegar allt getur verið þráðlaust. En snúrur virðast safnast saman með allskyns tækjum og tólum svo ég verð að sætta mig við þetta. Því að missa þessa tækni væri náttúrlega þvílíkt glatað. Líklega þarf ég bara að finna eitthvað ofurgott sístem sem gæti hentað þessum leiðindar hlutum vel. Fljótlegt, hentugt, smart, pent, hreinlegt og flækir ekki. Hehe já já gangi mér vel.

Ég skil bara ekkert í þessu veðri. Rigning og ský svo líklega er best að taka úlpuna fram aftur. Ég sem hélt að tíð útifatnaðar væri liðin þetta misserið. Leiðindarveðri spáð alla páskana sem er náttúrlega alveg glatað. En jæja, ég verð þá bara inni og borða mitt súkkulaði í friði, held við aukakílóunum og reyni að njóta inniverunnar. Þó endist ég kannski ekki mjög svo lengi innandyra en þá tek ég bara fram útifötin og kuldaskóna og harka af mér utandyra! Þýðir víst lítið að vera með aumingjaskap og iðjuleysi í langan tíma er nú alls ekki mér að skapi. Búin að vera inni í allan heila dag og hef ekki hætt mér svo langt sem út með ruslið. Mér gengur samt pínu vel í hollustunni og salatið hefur verið tekin fram ásamt ávöxtunum og súrmjólk. Já já ég hef heyrt að þessi samsetning þyki skrítin en þetta er nú bara með því betra sem ég fæ þegar ég ákveð að hollusta mig upp annað slagið, endist nú ekki lengi í einu en gengur nú vel á sumrin! Hverjum langar í grænmeti á köldum vetrardegi? Nei takk þá held ég að ég grípi nú frekar í yndislegt súkkulaðistykki ;)

Einn af göllunum mínum tjáði sig mikið í dag. Þessi yndislegi gallaði magi minn samþykkti ekki að borða neitt. Hann fékk þó ekki að ráða, og lét hann mig því finna vel fyrir því í allan dag. Ef maður getur ekki orðið brjálaður á þessu veseni. Ég verð nú samt að segja að þetta hefur verið í ágætu lagi núna í smá tíma svo nú er bara að vona að þetta haldi sig frá mér í lengri tíma! En enn og aftur þýðir ekkert nema að harka af sér, halda áfram og hætta að kvarta yfir því sem ekki verður lagað. Um að gera að þakka bara fyrir að þetta sé ekki verra!

Eitthvað endaði þetta blogg sem neikvætt. En svona gerist þegar hver lína er óhugsuð og hendurnar einfaldlega ráða ferðinni. Þá kemur bara það sem kemur. Hvert fór jákvæðnin? Æi hún er sennilega ekki langt undan, skrapp bara í smá pásu ;) Kemur örugglega við hjá mér fljótlega aftur ;)

En sennnilega eru nú allir löngu hættir að lesa þar sem þetta er nú orðnar töluvert margar línur af eindæmis vitleysu úr útlandinu. Meira en nóg komið, jafnvel þó svo ég gæti vel skrifað miklu meira.

Valborg Rut í sveitinni.

6 Comments:

  • Þú ættir að prófa að hætta að borða súkkulaði. Já, eða borða minna af því ef þú treystir þér ekki til þess að sleppa því alveg.

    Útkoman gæti komið á óvart.

    By Blogger Abba blómabarn, at 11:54 f.h.  

  • Hehe já takk Abba. Það er einmitt það sem ég er að reyna núna. Gengur hálf illa þegar maður er svona háður því en kemur á endanum!

    Ertu að segja mér að þú sért að standa þig ofur vel í nammiátakinu þínu?

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:56 e.h.  

  • Hehe já takk Abba. Það er einmitt það sem ég er að reyna núna. Gengur hálf illa þegar maður er svona háður því en kemur á endanum!

    Ertu að segja mér að þú sért að standa þig ofur vel í nammiátakinu þínu?

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:56 e.h.  

  • Gæti verið rétt hjá Öbbu. spurning um að leggja súkkulaðið á hilluna á áveðinn tíma og athuga hvort maginn verði með leiðindi þá. En það er kannksi ekki svo auðvelt þegar við hér heima erum svona dugleg að senda þér eitthvert góðgæti.....páskaeggið er á leiðinni.....en eftir páska væri sniðugt að prófa þetta !!
    Já, leiðinleg veðurspá hjá þér og okkur líka um páskana en þá er bara að láta sér líða vel innandyra og vera jákvæður ;-)

    Kveðja mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:08 e.h.  

  • Blessuð,
    -svo getur líka verið að súrmjólkin fari illa í magann (ég meina alveg eins og súkkulaði, hefur þú ekki borða ð súkkulaði reglulega?)
    en ég hef auðvitað ekkert vit á svona skrýtnum maga.
    Frábært veður á Akureyrinni, átta stiga hiti, sól og sunnan andvari en á víst að kólna á skírdag, veit ekki meira,
    kveðja Stebba

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:02 f.h.  

  • Nammi aðhaldið gengur bara glimrandi vel, hehe.

    By Blogger Unknown, at 5:30 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home