Viðtakandi verkefni
Dagurinn byrjar og dagurinn endar, helgarnar koma og fara hver á eftir annarri og maí mánuður nálgast óðum. Áður en ég veit af verð ég á förum héðan. Vó skrítið. Ég má reyndar gjarnan vera lengur en verður ekki komið nóg af útlöndu í ágúst? Við erum að tala um að ég hef ekki búið heima síðan í maí í fyrra. Slóvenía og þrír dagar heima, Vatnaskógur, heim 4 daga um versló, Vatnaskógur, heim í tvær vikur, Danaveldi í 3 mánuði, heim í jólafrí og svo bara Noregur! Jú kannski maður ætti að stefna á að koma heim í haust enda er Agnar búinn að spurja strax hvað það séu margir dagar þangað til ég komi heim og hvort ég þorfi nokkuð að fara aftur í burtu svona lengi. Gott að vita að þeir bræður sakna systur sinnar!
Annars hef ég velt þessu haust aðeins meira fyrir mér. Ótal misgáfulegar hugmyndir hafa komið upp en verst að mér þyrfti að áskotnast peningatré til að framkvæma nokkrar hugmynda minna. Ég ákvað til dæmis að kannski væri sniðugt þrátt fyrir allt að gera tilraun til að læra þessa skandals ensku og þá ekki í skóla á Íslandi. Hvernig væri að ég flytti til Parísar, Kananda eða Englands og reyndi að koma mér eitthvað inn í þetta mál? Jú fínt fínt en það kostar morðfjár sem ég á ekki. Einnig er ég búin að tékka á ferðum í enskuskóla í fleiri löndum og erum við að tala um 200 þúsund fyrir tvær vikur plús flug. Já nei takk, þá verð ég nú frekar ótalandi til frambúðar.
Svo gæti ég komið heim og tékkað á vinnu í blómabúð þar sem ég myndi náttúrlega brillera í listahæfileikum mínum og sköpunarþörf. Það er álitleg hugmynd sem myndi þá ef til vill enda með blómaskreytinganámi einhvern daginn. Mér finnst samt blómabúðir á Akureyri ekkert mjög spennandi og enhverra hluta vegna efast ég um að þar sé meistaralært fólk að vinna.
Ég gæti eflaust fengið vinnu á leikskóla og unnið áfram með gargandi börnum þar sem það virðist heilla mig. Verst að það er lúmskt illa borgað fyrir ófagmenntað fólk sem er þó oft að ég held betra en yfir sig lært. En er það ekki skemmtunin og áhuginn sem skiptir mestu máli?
Kannski gæti ég gerst bóndakona. Með kýr, kindur og hesta, fjósakonuklút á hausnum og keyrandi traktor. Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur? Ja ég væri allavega alveg til í að prófa að eiga bóndabæ. Án efa yrði það einn hreinlegasti bóndabær Íslands, ekket gamalt óþarfa drasl í hlöðum, fjárhúsum eða hvar sem væri hægt að troða gömlum vélum og tómum fóðurblöndupokum. Og það myndi ekki hanga svona ógeð niður úr loftinu í fjárhúsinu eins og virðist gera á öllum eldri sveitabæjum. Kannski ég bjóði mig fram í að endurskipuleggja, henda og þrífa sveitabæi landsin.
Ég gæti komið heim og stundað líkamsrækt að kappi, verið með í barnastarfinu í kirkjunni og kfuk, gengið á fjöll og ferðast, unnið í lottó og keypt mér bíl og íbúð sem ég gæti dundað við að gera bestasta í heiminum. Eflaust gæti ég fundið mér ótal smá verkefni, ólík en skemmtileg. Ég gæti keypt mér hund og stundað hundauppeldi að krafti. Ég yrði eflaust góður kennari á yngsta stigi grunnskóla. Hehe verst að það ræður ekki nokkur maður algjörlega ómenntaða manneskju til kennslu í skóla.
Annars kemur næstum hvað sem er til greina. Svo framarlega sem það gefur manni eitthvað, lætur gott af sér leiða, mér finnst það spennandi og skemmtilegt eða áhugavert verkefni.
Ég kem ekki heim ef ég verð iðjuleysingi eða kassadama í kjörbúð. Því getiði nú alveg gleymt.
En eflaust er kannski bara málið að koma heim og finna úr þessu þegar ég er þangað komin. Búin að koma mér almennilega fyrir heima hjá foreldrunum enn á ný, taka mér nokkra yndislega daga í að hitta alla, fara í tjaldútilegu með góðu fólki og anda að mér íslenska loftinu í besta bænum mínum. Sjá svo hvað bíður eftir mér heima. Hræddust er ég við að verða að taka að mér verkefni sem mig langar ekki að vinna. En þá mun ég frekar verða iðjuleysingi. Ég viðurkenni að vera verkefnasnobb á furðulegan hátt.
Best að hætta að velta sér upp úr þessu í bili og gera eitthvað að viti hérna í sveitinni.
Valborg Rut
Annars hef ég velt þessu haust aðeins meira fyrir mér. Ótal misgáfulegar hugmyndir hafa komið upp en verst að mér þyrfti að áskotnast peningatré til að framkvæma nokkrar hugmynda minna. Ég ákvað til dæmis að kannski væri sniðugt þrátt fyrir allt að gera tilraun til að læra þessa skandals ensku og þá ekki í skóla á Íslandi. Hvernig væri að ég flytti til Parísar, Kananda eða Englands og reyndi að koma mér eitthvað inn í þetta mál? Jú fínt fínt en það kostar morðfjár sem ég á ekki. Einnig er ég búin að tékka á ferðum í enskuskóla í fleiri löndum og erum við að tala um 200 þúsund fyrir tvær vikur plús flug. Já nei takk, þá verð ég nú frekar ótalandi til frambúðar.
Svo gæti ég komið heim og tékkað á vinnu í blómabúð þar sem ég myndi náttúrlega brillera í listahæfileikum mínum og sköpunarþörf. Það er álitleg hugmynd sem myndi þá ef til vill enda með blómaskreytinganámi einhvern daginn. Mér finnst samt blómabúðir á Akureyri ekkert mjög spennandi og enhverra hluta vegna efast ég um að þar sé meistaralært fólk að vinna.
Ég gæti eflaust fengið vinnu á leikskóla og unnið áfram með gargandi börnum þar sem það virðist heilla mig. Verst að það er lúmskt illa borgað fyrir ófagmenntað fólk sem er þó oft að ég held betra en yfir sig lært. En er það ekki skemmtunin og áhuginn sem skiptir mestu máli?
Kannski gæti ég gerst bóndakona. Með kýr, kindur og hesta, fjósakonuklút á hausnum og keyrandi traktor. Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur? Ja ég væri allavega alveg til í að prófa að eiga bóndabæ. Án efa yrði það einn hreinlegasti bóndabær Íslands, ekket gamalt óþarfa drasl í hlöðum, fjárhúsum eða hvar sem væri hægt að troða gömlum vélum og tómum fóðurblöndupokum. Og það myndi ekki hanga svona ógeð niður úr loftinu í fjárhúsinu eins og virðist gera á öllum eldri sveitabæjum. Kannski ég bjóði mig fram í að endurskipuleggja, henda og þrífa sveitabæi landsin.
Ég gæti komið heim og stundað líkamsrækt að kappi, verið með í barnastarfinu í kirkjunni og kfuk, gengið á fjöll og ferðast, unnið í lottó og keypt mér bíl og íbúð sem ég gæti dundað við að gera bestasta í heiminum. Eflaust gæti ég fundið mér ótal smá verkefni, ólík en skemmtileg. Ég gæti keypt mér hund og stundað hundauppeldi að krafti. Ég yrði eflaust góður kennari á yngsta stigi grunnskóla. Hehe verst að það ræður ekki nokkur maður algjörlega ómenntaða manneskju til kennslu í skóla.
Annars kemur næstum hvað sem er til greina. Svo framarlega sem það gefur manni eitthvað, lætur gott af sér leiða, mér finnst það spennandi og skemmtilegt eða áhugavert verkefni.
Ég kem ekki heim ef ég verð iðjuleysingi eða kassadama í kjörbúð. Því getiði nú alveg gleymt.
En eflaust er kannski bara málið að koma heim og finna úr þessu þegar ég er þangað komin. Búin að koma mér almennilega fyrir heima hjá foreldrunum enn á ný, taka mér nokkra yndislega daga í að hitta alla, fara í tjaldútilegu með góðu fólki og anda að mér íslenska loftinu í besta bænum mínum. Sjá svo hvað bíður eftir mér heima. Hræddust er ég við að verða að taka að mér verkefni sem mig langar ekki að vinna. En þá mun ég frekar verða iðjuleysingi. Ég viðurkenni að vera verkefnasnobb á furðulegan hátt.
Best að hætta að velta sér upp úr þessu í bili og gera eitthvað að viti hérna í sveitinni.
Valborg Rut
2 Comments:
Trallarallaralala..... Get ekki hamið gleðina! Búnar að bóka flug og allt! Sjáumst eftir 22 daga!!! :D
By Nafnlaus, at 3:13 e.h.
Hæ !
Já, það er þetta með haustið --- ég er nú bara sammála flestu í þessu bloggi ---- líka því að það sé gott að koma heim einhvern tíma ---- annars held ég að allir enskuskólar séu ekki svo rosalega dýrir - Svana sem ég vinn með er að fara í 4 vikur til York´(einn elsti bær Englands) í sumar í 4 vikur og það kostar eitthvað á milli 150 og 200 minnir mig. ----- Svo er hugsanlegur kostur að vera au-pair í Englandi og sækja kvöldskóla í ensku (ef maður býr í BÆ en ekki sveit). Sá einmitt fyrir stuttu auglýsingu frá ísl. hjónum .......... :-) - nauðsynlegt samt að koma aðeins heim og vera lítil hjá mömmu og pabba. Og svo er það blómabúðin ..... já, hún yrði líklegast að vera á Reykjavíkursvæðinu.....
Bara hugsa áfram og sjá hvað gerist.
GLEÐILEGT SUMAR - ég er fyrst á fætur í fjölskyldunni og búin að flagga í skólanum kl. 8:00.
Kannski kemur pabbi þinn á eftir að flísaleggja - en ég held samt að hann langi hræðilega á snjósleða, þar sem það er logn, sól og ´SNJÓR !!´ - sjáum til.
Bestu kveðjur.
Helga.
By Nafnlaus, at 1:11 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home