1. maí

Myndin var tekin í fyrra í stórafmæli ömmu ;)
Annars bara gott að frétta, ja nema kvefið er komið aftur við litlar vinsældir. Ég sem hef staðið mig svo vel í vítamíninu síðustu daga. Eða svona næstum því allavega. Íþróttahlaupið mikla er á eftir og þar með verður nú heilsubrjálæði Vågstrandabúa lokið. Nema náttúrlega mitt þar sem ég er eins og kýr sem slept er út eftir langa vetrarinniveru þessa dagana. Það er nú lítið mál að labba þessa kílómetra í góðu veðri ;) Dugnaður! Og svo bara Osló eftir 9 daga!!! Ójá þetta verður sko snilld. Gerum ráð fyrir því að skoða Holmekollen skíðastökkpallinn og fleira. Verðum þó að muna að við höfum bara örfáa daga til að skoða allt svo við megum víst ekki ætla okkur of mikið. Ég er þó staðráðin í því að skoða eins og eina kirkju eða svo.... hehe ;) En við höfum nú enn marga daga til skipulagningar og svo er fínt að hafa óskipulagðan tíma líka! Efast nú stórlega um að við verðum kjurrar margar mínótur.... hehe við erum nú alltaf á flakki og getum átt erfitt með að vera kjurrar þegar annað er í boði ;)
En jæja, ég óska ömmu til hamingju með daginn og kveð í bili.....
Valborg Rut
2 Comments:
Hæ !
Falleg afmæliskveðja til ömmu - hún er enn í Laugaseli og því ekki búin að lesa hana enn.
Oslóardómkirkja er mjög nálægt miðbænum - ég skoðaði hana í fyrra - svo alveg í hinni áttinni (allt miðað við aðal-götuna, Karl Jóhann - dáltið á bak við höllina er frægasti garður borgarinna - Vigelandsparken og hann er mjög fallegur og FULLUR af styttum af fólki og börnum. Mjög gaman að labba þar og skoða !!!
Svo þarf að ganga niður með ráðhúsinu (sem er víst opið og mjög fallegt - ég skoðaði það ekki) og niður að sjónum - þar er fullt af kaffihúsum o.fl. skemmtilegu. - Þaðan er líka gaman að labba að gamalli höll og virki (man ekki hvað hún heitir í bili) og þar sér maður gömul hesthús og þar er gott að sitja í grasinu og horfa yfir borgina og gosbrunnana sem eru niðri við sjóinn - þarna er svona veislustaður fyrir kónginn o.fl.
Þetta verður mjög frábært.
Bless.
Helga.
By
Nafnlaus, at 3:29 f.h.
Elsku nafna mín ástarþakkir fyrir afmæliskveðjuna sem mér þótti mjög vænt um.
Ég roðna yfir öllu þessu hóli sem ég á ekki skilið en er nógu skrítin til að vera montin að sjá þetta á prenti á bloggsíðunni þinni.
Aðalmálið er að mér finnst svo vænt um ykkur öll að ég hef gleði af að gera eitthvað fyrir ykkur ef ég get.
Við afi vorum að koma úr Laugaseli búin að vera þar í þrjá yndislega daga í sumri og sól.En nú er bara spáð kulda og slyddu sem er verst fyrir gróðurinn sem er kominn svo langt í að springa út.
Jæja vinan ég vona að þér líði vel.Guð gæti þín amma og kveðja frá afa
By
Nafnlaus, at 10:04 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home