Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

miðvikudagur, maí 02, 2007

8 dagar í Osló :)


Ég var búin að steingleyma því hvernig það er að vera í sveit á vorin. Sumarið undirbúið og í mörgu að snúast í vorverkunum. Eitt þeirra er mér sérstaklega ofarlega í huga í dag. Bændurnir að skítadreifa. Ég get sko sagt ykkur það að það var ekki líft hér seinni hluta dagsins. Þegar ég sá nú að bóndi einn var mættur á traktornum sínum með skítadreifarann aftaní á túnið beint fyrir framan húsið leist mér nú ekki á blikuna. Ónei það var ekki aftur snúið og skíturinn dreifðist jafnt og þétt um allt og lyktin eftir því. Mér varð hugsað til þess að nýþvegin rúmfötin mín voru nýkomin út á snúru. Ég á reyndar eftir að tékka á þeim en býst vel við því að þau angi skítalykt. Þá mun ég þvo þau aftur. En svona er að búa í sveit ;)
Annars er nú bara fínt að frétta, ég held labbinu áfram og aldrei að vita nema áður langt um líður verði ég farin að hlaupa líka ;) Ég sagði reyndar í gær að líklega þyrfti ég að farað æfa mig áður en Helga kemur þar sem hún er nú svo dugleg í þessum hlaupabransa, ég verð nú að halda í við hana þó ég sé nú ekki með alveg jafn mikið þol og hún þar sem ég hef ekki lagt það í vana minn að mæta í ræktina! hehehe. Annars er litla fiðrildið mitt orðið svona líka duglegt að labba og um daginn kom nú ekki til mála að sitja kjurr í vagninum í gönguferðinni svo úr varð að litla Dísin mín labbaði hálfa leiðina til Vågstranda! Þvílíkt að flíta sér og ekkert smá monntin með sig að fá að labba! Enda er hún nú orðin eins árs! Svo ætli þetta verði ekki fastur liður núna að taka klukkutíma lengur í labbið og hún fær að hreyfa sig líka ;)
Pakkinn komst til skila til bræðra minna rétt í þessu. Sem var nú eins gott eftir alla þessa fyrirhöfn við að koma þessu í póst! Held þó ég haldi mér við þá ákvörðun mína að velja annað pósthús næst þrátt fyrir að þetta hafi komist á leiðarenda..... ;)
En jæja, best ég hætti þessari skriffinsku í bili....
Kveðja á klakann og allt annað ;)
Valborg Rut

3 Comments:

  • Ég þoli ekki þegar það koma ekki greinaskil! Ég bara skil ekkert í þessu.... allavega sorry hvað er erfitt að lesa þetta svona allt í klessu úr einu í annað!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:45 f.h.  

  • Blessuð,,,,
    Ég get nú sagt þér það að mamma min er nú bara alveg jafn frá bær og amma þín, við erum heppnar að eiga svona frábæra mömmu/ommo ;-)
    +Eg kom í Síðu- litlu búðina í þorpinu í dag og þar sá ég auglýsingu þar sem óskað er eftir stelpu til að passa tvo stráka í Danaveldi og gettu hvaða nöfn voru undir,,, svo var líka símanúmerið hennar Leifu til staðar.
    Allt gott í Eyjafirði- ég að sjálfsögðu á næturvakt, Haukur byrjaður í seinni partinum í ökuskólanum og Unnur í góðum gír.
    Ekkert merkilegt að gerast í bili
    heyrumst Stebba

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:13 e.h.  

  • Ji minn góðasti ekki öfunda ég stelpuna sem fer þangað... en það eru víst ekki allir eins! Þó svo að mér hafi ekki líkað vel getur vel verið að öðrum geri það.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:51 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home