Fegursta kona Íslands valin í kvöld
Eins og svo margir vita er Ungfrú Ísland í kvöld. Og eins og sumir vita fylgist ég með þessu öllu saman og má alls ekki missa af keppni. Ég er þó búin að vara sjálfan mig við að líklega virkar ekki beina útsendingin á netinu frá skjá einum. Hefur ekki gert það hingað til og vá hvað ég var reið þegar ég gat ekki séð Ungfrú Reykjavík. Ég verð því bara pínu reið núna en ekki alveg jafn mikið og síðast. En mamma tekur þetta upp og sendir mér strax eftir helgi ef ég sé þetta ekki. Finnst þó alltaf skemmtilegra að fylgjast með í beinni en ekki eftir að ég veit úrslitin og hef skoðað myndir. En ég skal horfa, án efa þótt síðar verði. Ég vona að stelpurnar verði á tásunum í sundfataatriðinu eins og í Ungfrú Reykjavík. Það líkaði mér vel og hef tekið eftir því hallæri síðustu ár að engin normal manneskja myndi fara á háa hæla og bikiní. Því er þetta mun náttúrulegra og eðlilegra í alla staði. Býst þó við skrautlegum útbúningi á keppninni í ár en held samt að hún gæti orðið mjög flott. Er búin að horfa á þættina Leiðin að titlinum á netinu, skoða myndir, lesa blogg og horfa á viðtöl og held að ég sé að komast að niðurstöðu um skoðun mína á sigurveigaranum. Ólíklegt þó að ég velji rétt þar sem margar virðast nokkuð efnilegar.
Ég er að verða geðveik á þessari endalausu rigningu hérna. Það er ekki hægt að fara út úr húsi án þess að rennblotna. Þessu fylgir að ég hlakka óendanlega til að komast aftur út að hreyfa mig og gera eitthvað að viti. Þegar hreyfingarleysið var farið að stíga mér til höfuðs í morgun skellti ég mér á líkamsræktargræjuna hérna í stofunni þangað til ég var alveg búin á því. Kannski ekki langur tími þar sem ég er nú ekki í neinu formi. En svo reyndi ég á vöðvana, hendurnar og magann og var orðin nokkuð stolt af mér þegar ég loksins kom mér í sturtuna. Ætli sveitalífið geri mann svona hreyfiþurfi? Mig meira að segja langar í ræktina en hér er víst engin. Og svo líður mér illa að hreyfa mig með öðrum. Mig langar í einka líkamsræktarstöð. Hver veit nema ég yrði þá í góðu formi alla daga.
Knús á klakann, Valborg.
Ég er að verða geðveik á þessari endalausu rigningu hérna. Það er ekki hægt að fara út úr húsi án þess að rennblotna. Þessu fylgir að ég hlakka óendanlega til að komast aftur út að hreyfa mig og gera eitthvað að viti. Þegar hreyfingarleysið var farið að stíga mér til höfuðs í morgun skellti ég mér á líkamsræktargræjuna hérna í stofunni þangað til ég var alveg búin á því. Kannski ekki langur tími þar sem ég er nú ekki í neinu formi. En svo reyndi ég á vöðvana, hendurnar og magann og var orðin nokkuð stolt af mér þegar ég loksins kom mér í sturtuna. Ætli sveitalífið geri mann svona hreyfiþurfi? Mig meira að segja langar í ræktina en hér er víst engin. Og svo líður mér illa að hreyfa mig með öðrum. Mig langar í einka líkamsræktarstöð. Hver veit nema ég yrði þá í góðu formi alla daga.
Knús á klakann, Valborg.
1 Comments:
Ég er líka að verða geðveik alltaf skítakuldi slydda eða snjókoma en við verðum að þrauka þetta batnar.
Nú er ég með þetta líka fínan þunnan tölfuskjá sem mamma þín keypti fyrir mig svo ég er roggin 71 árs kerling að leika mér og skoða ýmislegt í tölvunni minni.
Afi biður að heilsa.
Knús amma.
By Nafnlaus, at 2:26 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home