Ferðalag
Í gær sátum við hérna í sveitinni og lögðum drög að ferðalagi. Ferðinni er heitið hringinn í kringum Íslandið góða til að kynna sér betur land og þjóð. Hvenær ferðin verður farin er þó enn óvíst en september verður eflaust fyrir valinu þar sem ég kem nú bara heim í lok ágúst. En hér kemur fyrsta uppkast...... Áætlaðir gististaðir eru skáletraðir...... Væri líka gaman að fá fleiri hugmyndir :)
Dagur 1.
Akureyri - Skagafjörður - Hólar - Sauðárkrókur - Dalasýsla - Laugar í Sælingsdal
Dagur 2.
Snæfellsnes - Snæfellsjökull - Ólafsvík - Hvanneyri
Dagur 3.
Barnafoss - Hraunfossar - Vatnaskógur (vitanlega viðkoma þar!) - Þingvellir
Dagur 4.
Gullfoss - Geysir - Selfoss - Skálholt - Hveragerði
Dagur 5.
Vík í Mýrdal - Kirkjubæjarklaustur - Jökulsárlón - Höfn í Hornafirði
Dagur 6.
Egilsstaðir - Hallomstaðaskógur/Svartiskógur - Kárahnúkar?
Dagur 7.
Vopnafjörður - Ásbyrgi
Dagur 8.
Mývatnssveit - Dimmuborgir - Höfði - Lónið - Húsavík - Akureyri!
Ef maður er ekki bara farinn að hlakka til að fara í langa tjaldútilegu. Vonum bara að veturinn láti bíða eftir sér og sumarið haldist þangað til við erum búnar að ferðast smá ;)
Annars situr Helga á gólfinu að reyna að pakka. Gengur eitthvað illa eins og vænta mátti þar sem þónokkuð hefur bæst við eigur hennar eftir þessa útlandaheimsókn. En ég veit nú ekki betur en að við tvær séum þekktar fyrir pökkunarvandræði..... hehe. Brjálað rok úti, við æltuðum okkur í Tresfjorden með krakkana aftur í dag að horfa á hestasýningu, vonanadi batnar veðrið! Þurfum að leggja lokahönd á myndbandið fræga, hélt nú að við yrðum duglegri en vorum víst mun duglegri fyrst. En í dag gerum við einhvern endi á þetta og leggjum þetta til hliðar þangað til við giftum okkur eða í fimmtugsafmælinum okkar. Verður örugglega gaman að eiga svona minningar þá, hehe.
Allra bestu kveðjur til heim frá okkur báðum :)
Dagur 1.
Akureyri - Skagafjörður - Hólar - Sauðárkrókur - Dalasýsla - Laugar í Sælingsdal
Dagur 2.
Snæfellsnes - Snæfellsjökull - Ólafsvík - Hvanneyri
Dagur 3.
Barnafoss - Hraunfossar - Vatnaskógur (vitanlega viðkoma þar!) - Þingvellir
Dagur 4.
Gullfoss - Geysir - Selfoss - Skálholt - Hveragerði
Dagur 5.
Vík í Mýrdal - Kirkjubæjarklaustur - Jökulsárlón - Höfn í Hornafirði
Dagur 6.
Egilsstaðir - Hallomstaðaskógur/Svartiskógur - Kárahnúkar?
Dagur 7.
Vopnafjörður - Ásbyrgi
Dagur 8.
Mývatnssveit - Dimmuborgir - Höfði - Lónið - Húsavík - Akureyri!
Ef maður er ekki bara farinn að hlakka til að fara í langa tjaldútilegu. Vonum bara að veturinn láti bíða eftir sér og sumarið haldist þangað til við erum búnar að ferðast smá ;)
Annars situr Helga á gólfinu að reyna að pakka. Gengur eitthvað illa eins og vænta mátti þar sem þónokkuð hefur bæst við eigur hennar eftir þessa útlandaheimsókn. En ég veit nú ekki betur en að við tvær séum þekktar fyrir pökkunarvandræði..... hehe. Brjálað rok úti, við æltuðum okkur í Tresfjorden með krakkana aftur í dag að horfa á hestasýningu, vonanadi batnar veðrið! Þurfum að leggja lokahönd á myndbandið fræga, hélt nú að við yrðum duglegri en vorum víst mun duglegri fyrst. En í dag gerum við einhvern endi á þetta og leggjum þetta til hliðar þangað til við giftum okkur eða í fimmtugsafmælinum okkar. Verður örugglega gaman að eiga svona minningar þá, hehe.
Allra bestu kveðjur til heim frá okkur báðum :)
3 Comments:
Góðann daginn,
það er ekkert smá sem búið er að plana, ég veit þó að ég ætla í sumarbústað í viku þar sem veðrið verður frábært og svo í gönguferð í jafn góðu veðri, planið búið. En ég á líka flottan sólpall sem þarf að nota. Það er gaman að heyra hvað allt hefur gengið vel- og skemmtilega hjá ykkur,
Ég ætla á tónleika í kirkjunni í dag en þar kemur fram norskur drengjakór, kór Niðarósdómkirkju, en hann er víst er einn besti drengjakór í Evrópu.
Kveðja frá mér, S.
By Nafnlaus, at 2:13 f.h.
Hæ !
Við segjum allt gott hérna í morgunkaffinu í Ásveginum- við erum samt ekki eins vissar og þið um hvernig það sé að vera í tjaldútilegu á Íslandi í september - líka gott fyrir ykkur að vera búnar að safna smá pening fyrir ferðalagið - það kostar líka að ferðast hér ;-) (álíka mikið og helgarferð til London - eða eitthvað annað - en þið verðið autðvitað að velja og hafna ;-)
------- Við erum annars mjög glöð hér því hitinn er kominn upp í 8°og sólin sést á himni.
Siggi er að koma með Rauð í sjúkrajárningu á morgun - Regin kemur með til að vera hinum til skemmtunar.
Annars ekkert sérstakt um að vera hér - búið að selja íbúðina hans Magga og tæma hana.
Bless.
helga. (hinir biðja að heilsa = mamma þín, amma og afi).
By Nafnlaus, at 3:29 f.h.
Mér líst ekkert smá vel á ferðalagsskipulagið. Ég fór einmitt í kvöldmessu í Tjarnarkirkju í gær. Það minnit mig á ferðalagið okkar hérna um árið. Hjólhýsi í staðinn fyrir tjald og pizza frá Tommunni í staðinn fyrir jógúrt og smurt. Að ógleymdri kæjakferðinni ógurlegu.
By Nafnlaus, at 1:34 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home