Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

mánudagur, maí 21, 2007

Fíflar en ekki fífl

Túnið fyrir neðan húsið er orðið gult. Það eru fíflar sem setja þennan skemmtilega svip á græna flötina. Þetta gefur til kynna að sumarið nálgast og brátt mun verða ólíft úr hita. Ég hlakka þó til að geta pakkað vetrarúlpunni og létt klæðnaðinn smávegis. Fór síðast í úlpuna mína í gær takk fyrir, og það er maí! En ég þakka bara fyrir að vera ekki í Reykjavík þar sem mér skilst að hafi snjóað í nótt. Hér er þó grænt gras, blár himinn og sól þessa stundina :)

Helga hélt heim á leið í dag og er komin þangað heil á höldnu. Frábært að fá hana í smá heimsókn hingað til Norðmannalands og vitanlega höfðum við það rosa gott og skemmtum okkur vel :) Núna erum við mörgum minningum ríkari, nokkrum fötum meira eigum við, pælingar hafa verið útkljáðar, myndavélar ofnotaðar og hláturtaugar lífgaðar vel við.

Er búin að setja fullt af nýjum myndum á myndasíðuna forvitnum til skemmtunar og yndisauka. Fallegar myndir af fallegu fólki! Sumar góðar, aðrar verri, en það er nú alltaf þannig!

Er eitthvað voða hugmyndalaus núna svo ég hef þetta ekki lengra í bili....

Prinsessan í sveitinni :)

3 Comments:

  • Hæ. Takk fyrir samveruna í Noregi elsku besta vinkona! Þetta var frábært! Hugsa ekki um annað en hvað var gaman, held að fjölskyldan mín eigi eftir að verða ansi þreytt á mér því ég hugsa að ég eigi eftir að segja þeim allt! hehe.

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:23 f.h.  

  • Hæ hæ þakka allar þessar skemmtilegu myndir.Hrikalegt að sjá Ísak svona hátt uppi í tré.
    Gaman hvað ferðin með Helgu gekk vel og líka gaman í sveitinni sem er yndisleg að sjá bæði landið og fólkið.
    Hafðu það gott og bráðum kemur nýtt blað.
    Knús amma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:35 f.h.  

  • Takk sömuleiðis bestust! Hehe þau hafa nú bara gott af því að hlusta á þig, það er nú ekki svo oft sem þú hefur frá miklu að segja ;)

    Amma: Hlakka til að fá nýja blaðið!

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:56 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home