Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

fimmtudagur, maí 24, 2007

Ég, um mig, frá mér, til mín

Ég er eins og ég á að vera. Ekkert meira, ekkert minna. Bara ég eins og ég er.

Þetta finnst mér vera gáfuleg orð. Hversu oft hefur maður spurt sig: Hvernig á ég að vera? Og hvernig vilja aðrir eiginlega að ég sé? Stöðugt að reyna að fylla uppí einhverja tilbúna hugmynd um það hvernig sé best að vera og hvernig við eigum að líta út. Maður á ekki að hugsa um það hvernig aðrir vilja hafa mann. Við erum bara eins og við erum og akkurat þannig eigum við að vera. Ég er bara eins og ég er. Með mitt útlit, mína kosti og mína galla. Ekkert meira, ekkert minna.
Ég legg það þó ekki á mig að telja upp kosti mína og galla. Ég hef marg oft reynt það en það hefur alltaf gengið jafn illa. Margir eiga mjög auðvelt með að telja upp persónu-galla sína í röðum en svo vandast málið all svakalega þegar kemur að kostunum. Ég á hins vegar erfitt með að finna bæði. Kannski vegna þess að mig langar að vera hlutlaus, eða því ég hræðist niðurstöðuna. Þó ég viti nú alveg að ég er mjög sjálfsgagnrýnin mannvera. Kannski er það annara að dæma kosti manns og galla. Þó svo það sé líklega öllum gott að þekkja sjálfan sig og vita hvað við berum með okkur. En.... Ég er bara eins og ég er. Ekkert meira, ekkert minna. Bara ég eins og ég er. (spekin tekin úr bókinni Horfin inn í heim átröskunar)

Valborg Rut

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home