Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

laugardagur, maí 05, 2007

Héðan og þaðan

Gangið inn um þrönga hliðið. Því að vítt er hliðið og vegurinn breiður, sem liggur til glötunar, og margir þeir, sem þar fara inn. Hve þröngt er það hlið og mjór sá vegur, er liggur til lífsins, og fáir þeir, sem finna hann. (Matt 7 13-14)

Við getum ekki bara farið hvert sem er. Arkað út í óvissuna óviss um framhaldið, lagt stund á óheilbrigt líferni eða gert eitthvað sem við vitum innst inni að er rangt. Það er ekki erfitt að tína lífinu sínu. En það er auðvelt að halda í það líka. Ef við lifum heilbrigðu lífi, hugsum rökrétt og fylgjum því sem okkur finnst virkilega vera rétt er ekkert mál að halda sig inná góðum vegi. Göngum inn um þrönga hliðið. Það eru margir vegir, margir góðir en aðrir síðri. Stundum virðist auðveldara að finna þá síðri. En ef við leitum, er ekkert mál að finna góðu vegina. Inn um hvort hliðið ætlar þú?

Stjörnuspáin mín er svolítið skondin í dag.

Varðandi ákvörðun sem þú stendur frammi fyrir um þessar mundir ættir þú að taka þér tíma og ákveða sjálf/ur forgang í verkefnum þínum kæra meyja. Þú hefur augljóslega mikla kosti að bera og ættir að nýta þér aðstöðu þína og láta kraft þinn, huga og þor ráða ferðinni. (http://leit.is/stjornuspa/)

Þú veist hvað í þér býr þó aðrir geri það ef til vill ekki. En hæfileika þarf að þróa til þess að þeir komi að notum. Einbeittu þér að því verki. (www.mbl.is)

Annars gengur lífið fínt, aðeins 5 dagar í Osló og þar af leiðandi 5 dagar þangað til ég sé Helgu mína! Og ég fæ íslenskt nammi, spelt hrökkbrauð, vaxstrimla, bókina mína og besta félagsskap í búðarrölt sem hugsast getur. Þetta verður án efa stuð ferð. Reyndar lítur út fyrir að ég verði að skafa af mér sveitalúkkið til að Helga ofur gella og malbiksbarn geti nú látið sjá sig með mér ;) hehe. Varð samt hugsað til þess að þó ég búi í sveit núna er ég þó aldrei eins hrikalega útlítandi og í Danmörku. Held að það fari bara eftir heimilinu hverju maður klæðist. Hér er sígilt að vera í gallabuxum og bol alla daga en í Danmörku var ég oftar en ekki í svörtum íþróttabuxum og bláum Vatnaskógarbol. Lúkkaði ágætlega þar sem maður lá sveittur við að skúra og skrúbba alla daga, en hér er raunin sem betur fer önnur! En ætli ég kunni nú ekki enn að vera bara venjulega ég. Býst nú fastlega við því. Ekkert mállingardót eða hárvesen. Bara föt sem passa ágætlega saman, flatbotnaðir skór og ekkert óþarfa vesen. Þrátt fyrir lítinn tilbúning vill fjölskyldan meina að ég sé nokkuð skvísuleg inn á milli. Enda erum við mamma orðið í keppni núorðið, dóttirin getu nú ekki litið í minnihlutann hvað þessi mál varðar. Hehe. En núna er ég sveitastelpa og hver veit nema ég verði alla daga í ullarpeysu þegar ég kem heim? Já og aldrei að vita nema ég kaupi mér bara gúmískó!

Gúmískórnir voru góðir tímar. Reyndar keypti ég mér einhverntíman svona appelsínugula skó með ásaumuðum fiskum. Enn í miklu uppáhaldi en nota þá eitthvað sjaldan óvart. Var einmitt spurð að því hvort ég væri í gúmískóm en nei ég var í mörgþúsund króna leður skóm. Hehe svona segir útlitið ekki allt ;)

Ég gæti eflaust rausað hér lengi en líklega er mér hollast að láta hér staðar numið og kveðja í bili.

Valborg Rut tjáningarmeistari

1 Comments:

  • Blessuð,, mér finnst þú nú stundun svolítið skrítin, svona eins og ég en það er allt í lagi því það er skemmtilegasta fólkið. Þú veist að fegurðin kemur innanfrá en burt séð frá því þá lítur þú mjög vel út alveg eins og Ari segir.
    Gaman að sjá myndirnar þínar haltu áfram að senda myndir.
    Ég var að keppa í krullu í gaær með Bjargi á móti Sjálfsbjörg- endurhæfingarstöð og töpuðum :-(
    en það munaði eiginlega engu. En þvílíkt stuð- ótrúleg íþrótt.
    Annars allt gott að frétta, Haukur á að fara í vinnuprufu á Friðriki V eftir próf og fær svo kannski vinnu þar í sumar.
    Bless í bili,
    Stebba

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:42 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home