Hún er orðin af engli
Það var hetja sem leyfði heiminum að fylgjast með blogginu sínu, lífinu og erfiðri baráttu við krabbamein. Það skein í gegnum hvert einasta orð hversu frábær mannvera hún var. Ég held að Guð og það illa hafi verið í harðri baráttu allan tíman. Það sem Guð gerði hins vegar var að nota hana til þess að kenna okkur ótrúlega margt. En það illa vann og tók hana frá okkur. En hún er á góðum stað núna. Bjartsýn, jákvæð, baráttuvera og laus við öll veikindi, ánægð með lífið þrátt fyrir að það hafi verið erfitt.
Ásta Lovísa kenndi eflaust mörgum að sjá lífið með öðrum augum. Að það er ekki sjálfsagður hlutur að eiga líf og vera heilbrigður. Við þurfum að þakka fyrir hvern einasta dag og njóta hans vel. En fyrst og fremst er það barátta. Að berjast alltaf að markinu þrátt fyrir að það líti ekki alltaf út fyrir að ganga. En bjartsýni og óendanlega mikill viljastyrkur er það sem þarf. Að hætta ekki eða gefast upp í miðri baráttu.
Lífið er ekki alltaf sanngjarnt. En við verðum að taka því eins og það er. Berjast áfram í myrkrinu og ganga árfam í átt að ljósinu. Lifum eins bjartsýn og hetja Íslands hefur gert í sinni baráttu. Landið okkar er einum engli í mannsmynd fátækari. En himnaríki hefur tekið englinum sínum opnum örmum og geymir hana allt til enda veraldar.
Elsku fólk, mér þykir vænt um ykkur öll.
Valborg Rut
Ásta Lovísa kenndi eflaust mörgum að sjá lífið með öðrum augum. Að það er ekki sjálfsagður hlutur að eiga líf og vera heilbrigður. Við þurfum að þakka fyrir hvern einasta dag og njóta hans vel. En fyrst og fremst er það barátta. Að berjast alltaf að markinu þrátt fyrir að það líti ekki alltaf út fyrir að ganga. En bjartsýni og óendanlega mikill viljastyrkur er það sem þarf. Að hætta ekki eða gefast upp í miðri baráttu.
Lífið er ekki alltaf sanngjarnt. En við verðum að taka því eins og það er. Berjast áfram í myrkrinu og ganga árfam í átt að ljósinu. Lifum eins bjartsýn og hetja Íslands hefur gert í sinni baráttu. Landið okkar er einum engli í mannsmynd fátækari. En himnaríki hefur tekið englinum sínum opnum örmum og geymir hana allt til enda veraldar.
Elsku fólk, mér þykir vænt um ykkur öll.
Valborg Rut
6 Comments:
Falleg orð um yndislega manneskju.
Hún var svo sterk og jákvæð og bjartsýnin skein úr bloggunum hennar, þó allt gengi á afturfótunum var hún alltaf svo þakklát og lífsglöð. Þetta eigum við öll að taka okkur til fyrirmyndar! Við þurfum að minna okkur á að lífið er til þess að lifa því og vera þakklátur, hugsum til Ástu Lovísu þegar við þurfum áminningu!
Þökkum fyrir það sem við höfum!
By Nafnlaus, at 3:05 e.h.
Sammála Helgu, falleg orð frá þér Valborg um frábæra konu sem kenndi okkur svo mikið. Já, hugsum okkur tvisar sinnum um áður en við kvörtum og kveinum yfir einhverjum smáatriðum sem skipta ekki nokkru máli. Það sem skiptir máli er að við höfum það sem við höfum og eigum að njóta hverrar stundar.
By Nafnlaus, at 3:12 e.h.
Þetta er fallega skrifað og mer finnst að ættingjar og vinir Ástu Lovísu ættu að fá að heyra þau. Hún var mikil hetja og margir munu minnast hennar fyrir ótrúlegt hugrekki og þrek í veikindunum. Reynum að taka hana til fyrirmyndar og hættum öllu væli yfir smámunum.
Kveðja í sumarlandið
S
By Nafnlaus, at 3:51 e.h.
Ég fékk alveg tár í augun þegar ég las fréttirnar á blogginu hennar. Ótúrleg baráttukona.
By Nafnlaus, at 6:10 e.h.
já fallegt hjá þér. Ég las alltaf bloggin hennar.... ég trúi ekki að hún sé dáin, ég trúi því eiginlega alls ekki, það er SVO sorglegt! Lífið er svo grimt stundum, ótrúlegt!!
Hafðu það gott sæta mín:) OG mér þykir líka rosalega vænt umþig:D ,,Guð má vita hvað ég sakna þess líka mikið að hitta þig ekki á hverjum sumardegi í vinnunni! VÁ,, ég sakna þessi mikið mikið.. Bláar smekkbuxur, gras, hrífur, laufblöð, blóm, útvarpið, brauð í grilli, sólaráburður og handáburður, syngja endalaust skrítin lög með þér, og spjalla um alla heima og geima! Þegar það er gott veður og ég labba í vinnunna núna.. hugsa ég alltaf, vá ég vildi ég væri að vinna í garðinum núna maður vá,,,, það var bara svoooo gaman!:)
Hlakka svo til að hitta þig þegar þú kemur á klakan:D -Við rölt í garðinum þá maður;)
By Sólveig, at 6:21 e.h.
Takk fyrir kommentin yndislega fólk!
Sólveig: Þú ert svo mikið yndi, já bókað ferð í garðinn okkar góða þegar ég kem heim! Dagarnir okkar í garðinum voru náttúrlega bara góðir og skemmtilegir!
By Nafnlaus, at 12:45 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home