Osló á morgun!
Það rignir endalaust hérna. Það heillar mig ekki að fara út og hreyfa mig í svona veðri. Líkur á að ég haldi mestmegnis til innandyra þó mig dauðlangi út að arka smá með litla fiðrildið mitt. En sennilega bíður það betri tíma. Það er nóg að gera á þessum miðvikudegi rigningar. Við skvísurnar heima núna og svo í kvöld mæti ég eldhress á barnakórsæfingu. Já haldiði ekki að pínulitla bæjarfélagið mitt hér í Vågstranda hafi ákveðið að stofna barnakór og mér boðið að vera með í þessu. Hehe ég kann nú ekki mikið að syngja lög á norsku, en þetta kemur allt! Reyndar átti þetta nú að gerast þarna í janúar fljótlega eftir að ég kom en sumir hlutir gerast alltaf seint um síðir. Þetta er þar af leiðandi bara önnur æfingin og vildu þær hinar æfa bara aðra hverja viku. Sem mér finnst samt of lítið því til að mynda hópheild og áorka einhverju þarf að halda hópinn með stittra millibili. Þess má einnig geta að kórinn er fyrir 4 ára og eldri svo það er nóg fjör. Ég dáðist þó að þessum 10 ára að nenna að mæta með þeim sem eru bara fjagra. En eftir að hafa verið þarna í klukkutíma held ég ferðinni áfram og keyri til Åndalsnes á gospelæfingu. Ætli ég komi svo ekki dauðþreytt heim hálf ellefu. En þá er nú ekki ólíklegt að ég pakki fyrir svaðilförina miklu.
Ójá, það er Osló á morgun! Getið ekki ímyndað ykkur hvað ég hlakka til! hehe. Ég var að þvo öll fötin mín áðan svo ég myndi nú ekki enda þarna í gelluferð í íþróttabuxum.... hehe það yrði nú frekar slæmt hugsa ég. Annars held ég að málið sé að taka sem minns með því þar sem ég þekki okkur Helgu nú þónokkuð vel held ég að við komum til með að kaupa eins og nokkrar flíkur eða svo. Eða hvað haldið þið? Myndbandshugdettan verður að veruleika svo það er aldrei að vita nema það verði einhvern daginn til ægileg kvikmynd um okkur í hnotskurn.... úff sé þetta alveg fyrir mér... hehe.
Eurovision undankeppnin mun vera annaðkvöld. Við reyndar missum líklega af henni þar sem við verðum sennilega ennþá á flugvellinum. Helga kemur um hádegi en ég ekki fyrr en seint um síðir, hálf tíu. Þá munum við eiga eftir að koma okkur til gömlu konunnar á gistiheimilinu sem við vitum ekki einu sinni hvort að hafi sængur. Hehe, við erum vanar öllu!! Hef annars ekkert fylgst með þessari keppni þetta árið. Ja nema lagavalinu heima og hér í Norge. Lagið héðan er ágætt þó ég hefði viljað senda kúrekakallana. En þessi svaka gella mun standa sig vel. Er nú ekki viss með Eirík. Jú stendur sig án efa vel en veit nú ekki hversu langt hann kemst. Á laugardaginn getum við örugglega horft á aðalkeppnina þar sem þá verðum við á hinu fræga Soria Moria hóteli og látum fara vel um okkur sem prinsessur. Yndælt.
Koma án efa fréttir strax eftir Osló, kannski eitthvað um helgina. Og svo er náttúrlega aldrei að vita nema ég skelli inn fleiri bloggum fyrir annaðkvöld þar sem ég er náttúrlega með viðurkennda tjáningarþörf.
En jæja, litla Dísin mín er vöknuð svo fréttum er lokið að sinni :)
Valborg Rut heimsborgari
Ójá, það er Osló á morgun! Getið ekki ímyndað ykkur hvað ég hlakka til! hehe. Ég var að þvo öll fötin mín áðan svo ég myndi nú ekki enda þarna í gelluferð í íþróttabuxum.... hehe það yrði nú frekar slæmt hugsa ég. Annars held ég að málið sé að taka sem minns með því þar sem ég þekki okkur Helgu nú þónokkuð vel held ég að við komum til með að kaupa eins og nokkrar flíkur eða svo. Eða hvað haldið þið? Myndbandshugdettan verður að veruleika svo það er aldrei að vita nema það verði einhvern daginn til ægileg kvikmynd um okkur í hnotskurn.... úff sé þetta alveg fyrir mér... hehe.
Eurovision undankeppnin mun vera annaðkvöld. Við reyndar missum líklega af henni þar sem við verðum sennilega ennþá á flugvellinum. Helga kemur um hádegi en ég ekki fyrr en seint um síðir, hálf tíu. Þá munum við eiga eftir að koma okkur til gömlu konunnar á gistiheimilinu sem við vitum ekki einu sinni hvort að hafi sængur. Hehe, við erum vanar öllu!! Hef annars ekkert fylgst með þessari keppni þetta árið. Ja nema lagavalinu heima og hér í Norge. Lagið héðan er ágætt þó ég hefði viljað senda kúrekakallana. En þessi svaka gella mun standa sig vel. Er nú ekki viss með Eirík. Jú stendur sig án efa vel en veit nú ekki hversu langt hann kemst. Á laugardaginn getum við örugglega horft á aðalkeppnina þar sem þá verðum við á hinu fræga Soria Moria hóteli og látum fara vel um okkur sem prinsessur. Yndælt.
Koma án efa fréttir strax eftir Osló, kannski eitthvað um helgina. Og svo er náttúrlega aldrei að vita nema ég skelli inn fleiri bloggum fyrir annaðkvöld þar sem ég er náttúrlega með viðurkennda tjáningarþörf.
En jæja, litla Dísin mín er vöknuð svo fréttum er lokið að sinni :)
Valborg Rut heimsborgari
Myndin var tekin í Slóveníu eða Austurríki í fyrra.... alltaf gott að horfa í sólina... með lokuð augun!
4 Comments:
Kenndiru þeim lagið sem við töluðum um?
Þú afsakar hvað ég er lélegur kommentari en ég er þeim mun dyggari lesandi!
By Nafnlaus, at 2:08 e.h.
Heyrðu nei þau voru bara látin syngja einhver leikskólalög á norsku... svo furðulegt sem það nú er. Yrði öðruvísi skipulagt ef ég væri hæst sett þarna! hehe, en ég hitaði upp ;)
Gaman að vita að þú lest alltaf ruglið í mér ;)
By Nafnlaus, at 1:38 f.h.
Góða ferð til Oslóar Valborg mín.
Njótið þess að vera saman, skemmtiðið ykkur vel og passið ykkur vel........
Mamma
By Nafnlaus, at 5:00 f.h.
Blessuð,,,
er á næturvakt að sjálfsögðu ;-)
Það verður ábyggilega þrusustuð á ykkur í Osló, farið bara varlega og gerið ekkert sem ég myndi ekki gera- bara allt hitt.
Núna í augnablikinu er yndislegt veður, aðeins byrjað að birta þó ótrúlegt sé, blankalogn og fallegt en kalt- frábært gluggaveður
Kveðja frá landinu kalda (í bili)
Stebba
By Nafnlaus, at 6:49 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home