Úrslitin, dagurinn, ákvörðun, verkefni.
Ég sá ekki Ungfrú Ísland í gærkvöldi. Útsendingin virkaði ekki frekar en fyrri daginn. Með eindæmum óþolandi. En get þó monntað mig af því að ég giskaði rétt á fyrsta sætið og er mjög ánægð með hin sætin og titlana. Jóhanna Vala var án efa lang best í viðtölunum í þættinum Leiðin að titlinum. Vá hvað mér fannst margar virka eitthvað mállausar og út úr kú. Ég segi þó ekki mikið því ég yrði sjálf án efa miklu verri en þær! En áfram skal haldið, nú taka við keppnir í öðrum löndum sem ég eflaust grufla svolítið í. En fegurðarsamkeppna-umræðu-skrifum er hér með lokið í bili.
Í dag héldum við til í Tresfjorden á hestamóti. Það var mjög fínt fyrir utan skelfilegan kulda. Rokið og kuldinn sem er hér er nú langt frá því að vera normal hér í útlandinu. Á þessum tíma hér er vant að vera 20 gráður og sól. En nei ekki núna. Það kemur, við bíðum bara lengur!
Í gær tók ég þá ákvörðun að koma heim í tveggja vikna frí síðustu tvær vikurnar í júní. Það verður fínt þó það sé þá mjög stutt þangað til ég kem alveg heim. Eða alveg heim í bili allavega. Eða allavega Ísland. Akureyri, Reykjavík, Akranes, Ísafjörður, Egilsstaðir.... kemur allt í ljós síðar. Mun athuga vinnumál og annað þegar ég kem heim í fríið mitt í júní.
Ég hef tekið til við erfitt verkefni. Hef tekið fram skrifblokk og penna og á hverri síðu er sjálfsskoðunarverkefni. Hingað og ekki lengra, nú kemst ég að kostum mínum og göllum, persónulegum og útlitslegum, hvað mér reynist auðvelt og hvað ekki og svo bætast við fleiri flokkar eftir því sem mér dettur í hug. Ekkert venjulegt verkefni kannski en ég held að það gæti verið skemmtilegt að sjá niðurstöðurnar í lokinn ef einhverjar verða. Markmiðið er þó að hafa alltaf kostina eða hið góða betra en annað. Á móti einum galla koma tveir kostir. Eða er það til of mikils mælst? Já líklega. En það má alltaf reyna.
En hér með tilkynni ég lok þessarar færslu og sný mér að öðru í tölvuheiminum.
Með ógeð af roki og rigningu, Valborg Rut
Í dag héldum við til í Tresfjorden á hestamóti. Það var mjög fínt fyrir utan skelfilegan kulda. Rokið og kuldinn sem er hér er nú langt frá því að vera normal hér í útlandinu. Á þessum tíma hér er vant að vera 20 gráður og sól. En nei ekki núna. Það kemur, við bíðum bara lengur!
Í gær tók ég þá ákvörðun að koma heim í tveggja vikna frí síðustu tvær vikurnar í júní. Það verður fínt þó það sé þá mjög stutt þangað til ég kem alveg heim. Eða alveg heim í bili allavega. Eða allavega Ísland. Akureyri, Reykjavík, Akranes, Ísafjörður, Egilsstaðir.... kemur allt í ljós síðar. Mun athuga vinnumál og annað þegar ég kem heim í fríið mitt í júní.
Ég hef tekið til við erfitt verkefni. Hef tekið fram skrifblokk og penna og á hverri síðu er sjálfsskoðunarverkefni. Hingað og ekki lengra, nú kemst ég að kostum mínum og göllum, persónulegum og útlitslegum, hvað mér reynist auðvelt og hvað ekki og svo bætast við fleiri flokkar eftir því sem mér dettur í hug. Ekkert venjulegt verkefni kannski en ég held að það gæti verið skemmtilegt að sjá niðurstöðurnar í lokinn ef einhverjar verða. Markmiðið er þó að hafa alltaf kostina eða hið góða betra en annað. Á móti einum galla koma tveir kostir. Eða er það til of mikils mælst? Já líklega. En það má alltaf reyna.
En hér með tilkynni ég lok þessarar færslu og sný mér að öðru í tölvuheiminum.
Með ógeð af roki og rigningu, Valborg Rut
2 Comments:
Hæ !
Mér finnst að stelpan sem varð nr. 2 hefði átt að vinna. - Er búin að á leið á þessum ljóshærðu sem eru allar eins.
--- Veðrið er að batna - bæði hjá þér og okkur - við sáum það í veðurfréttunum í kvöld. - Það verður líka örugglega alltaf 25°í Noregi þegar þú kemur til Íslands í 10 ° .
Annars ekkert merkilegt að frétta héðan - jú annars - nú rennur vatn á baðinu hjá mér - bæði í krana, sturtu og inni í gólfinu - rosa flott.
bless í bili.
Helga.
By Nafnlaus, at 2:03 e.h.
Já Katrín sem var í öðru var líka mjög sæt, fannst hún sætari í kjól heldur en hin en Jóhanna sætari í venjulegum fötum. Hehe. Núna síðast var ljóshærð stelpa en tvær þar á undan dökkhærðar að mig minnir...
Frábært að það er komið vatn á baðherbergið þitt, það verður örugglega eins og ævintýri að pissa þarna!
By Nafnlaus, at 2:39 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home