Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

föstudagur, maí 18, 2007

Skrautleg Álasundsferð

Við lögðum af stað í enn eina svaðilförina í dag. Ferðinni var heitið til Álasunds þar sem ætlunin var að skoða og eyða nokkrum krónum til viðbótar. Tókst okkur ágætlega upp í hinum ýmsu búðum. Keypt var allt frá skinku að skóm. Helgu tókst reyndar aðeins betur upp en komum nú þó báðar með nokkra poka heim í sveitina.

Það sem situr eftir þegar heim er komið:

Gatnakerfið í Álasundi er skelfilegt. Vorum lengi að finna allt, allt út í eintefnugötum, örfá og afar þröng bílastæði. Eftir marga hringi um bæjarsvæðið fundið við sigrihrósandi bílastæði. En. Tókst okkur ekki að tína bílnum og mundum bara alls ekkert hvar hann var þegar við loksins hættum að hringsnúast þarna í miðbænum leitandi að fleiri búðum. Furðulostnar af þessari getu okkar gengum við enn fleiri götur í leit að bílnum. Loksins fannst hann þegar komin var rigning. Við vorum ósköp glaðar þegar við þessa endurfundi.

Íslensk fegurð er augljóslega sagt með miklu viti. Við höfum leyft okkur tvisvar þessa daga okkar að nefna það ef myndarlegir strákar hafa orðið á vegi okkar. Fyrra skiptið var þjónn á Soria Moria. Sáum hann á röltinu þarna og tókum eftir að hann veitti okkur nú meiri athyggli en öðrum gestum. Eftir að hafa verið þarna heilan dag og talað eins og ekkert væri saman á íslensku kemur hann að borðinu okkar í kvöldmatnum, opnar munninn OG talar líka íslensku!! oh sjitt, stelpur heimskar maður!
Annað dæmi var í dag í skóbúð. Sáum við álengdar að afgreiðslustrákurinn var nú alls ekki ómyndarlegur. Ég sagði eitthvað hey Helga, þessi er nú svolítið sætur! Hún eitthvað já! Svo skoðuðum við meira en Helga ákveður að skipta um skoðun og segir mér að hann sé ekkert sætur lengur. Ég samþykki og segi að hann sé nú svolítið glær. Þegar skóúrslitin komu í ljós fer Helga að afgreiðsluborðinu og ætlar sér að borga skóna. Tekur hinn frægi strákur á móti henni og segir: Já þú ert frá Íslandi!!! Ójá hann var líka íslenskur!! Vá við erum snillingar. Stöndum þó í þeirri von að hann hafi ekki heyrt allt sem við vorum að segja. Enduðum svo á dágóðu spjalli við afgreiðsluborðið við þennan fallega íslending. Skyndilega varð hann fallegur aftur þar sem hann vann sér inn mörg stig með tungumáli sínu og þjóðerni.

Leitinni að ævistarfinu er lokið. Við munum skella okkur í bifvélavirkjun. Skyndilega gefur bíllinn okkar frá sér þetta líka rosalega hljóð. Ætli hann hafi breyst í þyrlu? Ja allavega ákveðum við bara að keyra áfram og halda heim á leið. Pabbi hennar Helgu sagði okkur þó símleiðis að tékka á skrúunum á felgunum. Jú jú við ættum nú að geta það og stoppum á bensínstöð. Fundum þó engan skiptilykil meðferðis enda vitum við næstum ekkert hvernig svoleiðis lítur út. Jæja við sáum ekkert athugavert og héldum bara ferðinni áfram. Veltum því mikið fyrir okkur hvað þetta gæti eiginlega verið og komumst að því að líklega ættum við að læra meira um bíla. Og okkur liði nú ögn betur á langferðum ef við kynnum að skipta um dekk. Kannski við leggjum það á okkur að læra það, getur nú ekki verið mikið mál enda alveg eldklárar stelpur! Komumst vitanlega heim að lokum, ánægðar en afskaplega þreyttar.

Látum þetta nægja í bili og kveðjum héðan úr sveitinni í bili :) Bendum annars á nýtt blogg á www.helgaogvalborg.blogspot.com ;)

Valborg Rut

2 Comments:

  • Hæ !
    þetta var skemmtilegt - góð ferð til Álasunds. - En eruð þið búnar að komast að því hvað er að bílnum - er Stian kannski ekki meiri bifvélavirki en þið?
    Bless.
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:03 e.h.  

  • Ég sem hélt að þið væruð að spá í norska og sæta stráka.....en þá hittið þið bara íslendinga....
    - hljótið nú að vera bráðum búnar að versla nóg ....eða er það ekki...?
    Hér er hrikalegur kuldi, 2° og norðan gjóla ...vona að það sé ögn betra hjá ykkur Helgu.
    Bless, mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home