Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

mánudagur, maí 07, 2007

Skrif frá Norðmannalandi

Ég er á því að ég yrði fyrirtaks húsmóðir. Allavega ferst mér það ágætlega úr hendi að halda heimilinu gangandi og hafa alls ekki allt í drasli. Ég þoli ekki drasl. Það vita allir þeir sem þekkja mig. Skipulag og hreinlæti skal það vera. Og ég kann líka að elda og baka. Hvað þarf maður meira? Hehe. Það verður örugglega alltaf gaman að koma í heimsókn til mín þegar ég verð orðinn hæst sett á mínu eigin heimili. Mig er farið að lengja í að komast að því hvernig ég myndi standa mig í þessu göfuga starfi.

Ég sé mig ágætlega sem forstjóra heimilis. Get alveg séð mig fyrir mér með krakka, hús, bíl og hund. Þetta er í eitthvað vitlausri röð hjá mér. En er þetta nóg? Þarf maður ekki að finna hinn fullkomna draumaprins á undan þessu flestu? Ég sé mig með krakka, en með eiginmann.... nei ji minn einasti það get ég nú alls ekki séð. Enda myndu normal karlmenn ekki þola að búa með mér. Svo ég verð að láta draumórana fjúka í bili og njóta þess að vera bara aktív stelpuskotta á heimili foreldra minna þó nokkurn tíma í viðbót. En það er svosem fínt, þó manni langi nú pínu að flýta sér bara að verða fullorðinn!

Fínt að frétta, hin rétta húsmóðir heimilissins mun koma aftur í kvöld og taka við stjórninni. Hún hefur notið lífsins í Barcelona síðustu daga. En við höfum líka notið lífsins hér í Hjelvik og haft nóg að gera. Örbylgjuofninn er stopp og þar af leiðandi hádegismaturinn minn tilbúinn. Mjólkurgrautur er afar vinsælt þegar ég fæ ógeð af brauði. Mig langar í brauð úr Bakaríinu við Brúnna. Væri fínt ef brauðið hér í Norðmannalandi væri jafn gott að það. Þá gæti ég borðað brauð næstum endalaust.

Kveð í bili.... Valborg sem fer til Osló á fimmtudaginn!!!!

1 Comments:

  • Hæ hæ mér lýst vel á þig sem húsmóður með öllu sem þú telur upp en það væri fullkomnum ef þú telur kallinn með,hann er nú góður til ýmsra starfa og oft skemmtilegur.
    Hér er skítakuldi 3° og hryssinglegt og útlit fyrir það í viku að minnstakosti.
    Kær kveðja frá hressum
    ömmu og afa

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:47 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home