Sólin
Mig langar að prófa að vera sólin. Hún virðist hafa það svo gott þarna uppi. Sér yfir allt og alla og ég er viss um að hún fylgist með ferðum okkar og hlær að uppátækjum okkar hér á jörðinni. Lífið hennar er rútínerað, hún bara fer hring eftir hring. Eða virðist gera það allavega. En svo getur hún glatt fólk mikið eða kvalið það. Allt eftir því hvernig þeim líkar við sólina. En sem betur fer held ég að flestum líki hún mjög vel. Þá daga sem ekki liggur vel á sólinni getur hún líka látið sig hverfa, þá leyfir hún skýjunum að komast að, því allir verða jú að fá að sýna sig eitthvað. Það væri gaman að vera sólin í smá tíma. Hvernig tilfinning ætli það sé að geta sett upp sólgleraugun, skinið skært af gleði og brosað svo mikið að glampi manns nær til mörgþúsund jarðarbúa. Og þá er maður strax búinn að gera góðverk. Því næstum öllum finnst maður svo góður og elska sólina. Og ekki bara eitthvað gott fyrir einn, heldur miklu fleiri en það.
En nóg af rugli.
Ég lagði leið mína til Heidi þar sem við og Katrine ætluðum okkur að skipuleggja agnarlítið barnakórsæfingu á morgun og næstu þangað til krakkarnir munu líkelga syngja við skólaslit grunnskólans. Ég var mjög stolt af mér fyrir hvað ég skildi mikið af öllum umræðunum. Eftir ða hafa komið því nokkuð á hreint hvað við ætluðum okkur á æfingunni var haldið áfram að tala. Í litlu bæjarfélagi vita allir allt um alla. Ótrúlegt en ég vissi hverjir flestir voru sem bar á góma. Um suma er jú meira talað en aðra, allt frá forvitna manninum fyrir ofan veginn sem er alltaf fyrstur með fréttirnar og veit allt um alla, konuna sem flaggar bara á merkum kirkjudögum, þá sem bakar ljúffengar bollur til að fá krakka í sunnudagaskólann og furðulegan tónmenntakennara. En skyndilega höfðum við líka rætt um allt frá útliti konunnar í fréttunum til fetaosts.
Ég mun kenna krökkunum lag á Íslensku á morgun. Mjög auðvelt leikskólalag. Þrjú lög fannst mér koma til greina. Ótal óteljandi fuglar, Verum vinir í dag og Hallelú vegsamið Guð lagið. Held þó að ég velji Verum vinir í dag þar sem ég er ekki viss um að þetta sé kristilegur vettvangur og lagið er mjög einfalt og ætti að vera öllum börnum skiljanlegt. Svo get ég líka sagt þeim hvað textinn þýðir á norsku. Það eina sem ég óska mér eru áhugasöm börn og sem allra fæstir foreldrar.
Ég bíð spennt eftir góða veðrinu og eftir því að gera farið út að arka aftur. Svo er náttúrlega alltaf markmiðið að koma sér af stað út að hlaupa. Mér er bara ómögulegt að nenna út þegar það er rok og rigning. Það er einmitt svoleiðis veður sem mun vera hér næstu daga. Yndælt, eða hitt og heldur. En ég bíð. Við erum alltaf að bíða eftir einhverju. Við bíðum endalaust. Þegar við erum svo búin að fá það sem við bíðum eftir eru komnir margir aðrir hlutir til að bíða eftir. Skrítið.
3 Comments:
Skemmtileg skrif ;-)
Frábært að þú ætlir að kenna krökkunum í litla kórnum þínum lag á íslensku. Gangi þér vel með það.
Já, það að vera sólin......væri það ekki bara ansi heitt kannski.....en okkur hér á hjara veraldar tekst sólinni að gleðja okkur mikið með nærveru sinni en svo er ekki víst að það sama eigi við í heitari löndum.
Þetta er rétt hjá...við erum alltaf að bíða eftir einhverju...um leið og eitt hefst þá fer maður bara að bíða eftir því næsta....oft er nú mánaðarmóta beðið með óþreyju....en nú bíð ég aðalega eftir góða veðrinu en mér finnst ég hafa beiðið ótrúlega lengi. Það hlýtur að fara að birta upp þarna í Noregi hjá þér eða það vona ég svo sannarlega ....sólin getur nefnilega skinið á okkur báðar í einu..... ;-)
Bless, mamma.
By Nafnlaus, at 2:16 e.h.
Heyrðu Vabbý !
Nú er ég komin með eina gáfulega tillögu að næstu framtíð þinni.
Hún hljóðar svona:
Vera á Reykjavíkursvæðinu og vinna í blómabúð sem undirbúningur fyrir garðyrkjuskólann.
Fara svo í enskuskóla (ekki segja nei strax) Erlu Ara sem er víst mjög hress og skemmtileg kona sem rekur lítinn einkaskóla og hefur réttindi til að kenna ensku-áfanga framhaldsskólanna. - kvöldnámskeið í boði í Hafnarfirði.
Svo næsta sumar ferðu í enskuskóla til Englands sem sama kona skipuleggur. - Svana aðstoðarskólastj. er að fara í þennan skóla í sumar og hann virkar alveg hrikalega flottur - hún var að fá bréf um að hún ætti að búa hjá fjölskyldu í flottu húsi sem hefur gaman af garðyrkju, tónlist og að fara út að borða. Hún er með sérherbergi með baði og öllum þægindum. Svo er enskukennsla og ferðalög inn á milli - 4 vikur.
Dátið gáfulegt plan - ekki satt !!!!
Slóðin að skólanum er :
enskafyriralla.is - skoðaðu það.
Bless.
Helga - framtíðarskipuleggjandi;-)
By Nafnlaus, at 3:29 f.h.
Mamma: Já kannski manni yrði svolítið heitt ef maður væri sólin, hehe. Og svo getur náttúrlega farið að bíða eftir mér bráðum!
Helga: Það er gott að ég fæ hjálp við valið! Þetta hljómar nú ágætlega, ef þú finnur bara íbúð og vinnu í flottri blómabúð get ég bara sloppið alveg við fleiri vangaveltur um þessi mál!
By Nafnlaus, at 5:09 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home