Sumarið er mætt á svæðið!
Það er sól og sumar í Noregi í dag. Þegar ég vaknaði eldhress í morgun kl 06:20 til að fara út að hlaupa voru strax 15 stig. Í dag er svo búið að vera allt upp í 27°c. Svolítið yndælt þykir mér. En já nú verður ekki bara talað um að hreyfa sig. Nú mun ég framkvæma það og láta þessi orð mín verða að veruleika. Það gerist víst lítið ef ég læt mér nægja að segjast ætla að gera hlutina því við það hreyfi ég mig afar lítið. Það þarf víst líka að framkvæma! Og nú verður ekki aftur snúið, út skal það vera fyrir allar aldir á morgnana áður en Vågstrandabúar vakna. Dugnaður og aftur dugnaður. Bíðið bara, einhvern daginn verð ég orðin rosaleg íþróttapæja!
En svo það sé á hreinu þá er þetta aðeins aukin þoluppbygging og væri fínt að bæta á sig smá vöðrum líka. Mataræðið kemur ekki til með að breytast þar sem ég sá fyrir löngu að ég er ekki nóg og sjálfsöguð í svoleiðis breytingu. Súkkulaði, nammi, ís, brauð, skyndibitafæði og pakkamatur heldur því sínum stað í lífi mínu. Hvernig getur maður hætt að borða súkkulaði? Vó það er alltof erfitt. Enda nenni ég ekki að stadna í einhverju sem er leiðinlegt. Pælið í öllum mínótunum sem færu í að láta mig dreyma um súkkulaði! Nei vitiði þá er nú bara betra að leyfa sér að borða það og njóta þess. Lengi lifi súkkulaðið! Og ekki gleyma því að súkkulaði er grænmeti í dulargerfi ;)
Í gær söng ég í síðasta skipti með Rauma gospelkór. Sungum á einhverji prestahátíð eða þakka eitthvað. En allavega snérist þetta um einhvern gamlann prest. Þónokkuð af fólki og bara hörku tónleikar. Trompetleikari, harmonikkukallar, við, píanóleikarinn okkar og auk þess sem einn af viðstöddum prestum ákvað að taka lagið. Já ég hef aldrei séð prest vera að flytja ræðu og þakka fyrir vel unnin störft þegar hann tekur skyndilega upp sálmabókina, bendir undirleikaranum á að byrja og syngur einn sálm. Greinilega mikill söngmaður því þetta var mjög flott. Skora á prestana heima að taka upp á þessu! Óvenjulegt en skemmtilegt.
Ég tók eftir því í gær hvað mér þykir í rauninni vænt um þetta fólk þarna í kórnum. Er orðin svo vön því að hitta þau svo oft og syngja með þeim. Dansa á æfingum með þeim, klappa og fíflast smávegis. En ótrúlegt en satt þá veit ég í mesta lagi 4-5 nöfn af öllum þessum rúmlega 30. En það skiptir í raun engu máli. Ég get talað við þau, sungið með þeim, sagt hæ og bless og það er það sem skiptir máli. Á morgun verður svo einhvernskonar lokapartý á tjaldstæðinu hjá Trollveggen. Ég nefndi það við nokkra að þau gætu komið í kórferð til Íslands næsta sumar. Það væri nú svolítið skemmtilegt. Svo ekki sé minnst á það að ég gæti skipulagt heimsóknina svo þau þyrftu ekkert að gera nema safna pening og koma!
Á eftir er stefnan tekin upp í hesthús. Ætla að hjálpa Agnesi að líma fleiri hár á merina sína. Greiið verður nú að lýta vel út og þykir hún eitthvað tagllítil. Svo nú er búið að klippa taglhár af nokkrum hestum sem gátu vel séð af nokkrum og á að reyna að líma þau á hina einu sönnu meri. Vonandi text okkur ætlunarverkið og þetta verður vonandi flott!
En nú er þetta blogg orðið allt of langt og líklega fáir þeir sem komist hafa á leiðarenda þess. Ég mæli með kommentum og kvittum fyrir komuna og geri mér vonir um að fólk skilji hér eftir agnarlítið spor.
Bestustu kveðjur, Valborg Rut
En svo það sé á hreinu þá er þetta aðeins aukin þoluppbygging og væri fínt að bæta á sig smá vöðrum líka. Mataræðið kemur ekki til með að breytast þar sem ég sá fyrir löngu að ég er ekki nóg og sjálfsöguð í svoleiðis breytingu. Súkkulaði, nammi, ís, brauð, skyndibitafæði og pakkamatur heldur því sínum stað í lífi mínu. Hvernig getur maður hætt að borða súkkulaði? Vó það er alltof erfitt. Enda nenni ég ekki að stadna í einhverju sem er leiðinlegt. Pælið í öllum mínótunum sem færu í að láta mig dreyma um súkkulaði! Nei vitiði þá er nú bara betra að leyfa sér að borða það og njóta þess. Lengi lifi súkkulaðið! Og ekki gleyma því að súkkulaði er grænmeti í dulargerfi ;)
Í gær söng ég í síðasta skipti með Rauma gospelkór. Sungum á einhverji prestahátíð eða þakka eitthvað. En allavega snérist þetta um einhvern gamlann prest. Þónokkuð af fólki og bara hörku tónleikar. Trompetleikari, harmonikkukallar, við, píanóleikarinn okkar og auk þess sem einn af viðstöddum prestum ákvað að taka lagið. Já ég hef aldrei séð prest vera að flytja ræðu og þakka fyrir vel unnin störft þegar hann tekur skyndilega upp sálmabókina, bendir undirleikaranum á að byrja og syngur einn sálm. Greinilega mikill söngmaður því þetta var mjög flott. Skora á prestana heima að taka upp á þessu! Óvenjulegt en skemmtilegt.
Ég tók eftir því í gær hvað mér þykir í rauninni vænt um þetta fólk þarna í kórnum. Er orðin svo vön því að hitta þau svo oft og syngja með þeim. Dansa á æfingum með þeim, klappa og fíflast smávegis. En ótrúlegt en satt þá veit ég í mesta lagi 4-5 nöfn af öllum þessum rúmlega 30. En það skiptir í raun engu máli. Ég get talað við þau, sungið með þeim, sagt hæ og bless og það er það sem skiptir máli. Á morgun verður svo einhvernskonar lokapartý á tjaldstæðinu hjá Trollveggen. Ég nefndi það við nokkra að þau gætu komið í kórferð til Íslands næsta sumar. Það væri nú svolítið skemmtilegt. Svo ekki sé minnst á það að ég gæti skipulagt heimsóknina svo þau þyrftu ekkert að gera nema safna pening og koma!
Á eftir er stefnan tekin upp í hesthús. Ætla að hjálpa Agnesi að líma fleiri hár á merina sína. Greiið verður nú að lýta vel út og þykir hún eitthvað tagllítil. Svo nú er búið að klippa taglhár af nokkrum hestum sem gátu vel séð af nokkrum og á að reyna að líma þau á hina einu sönnu meri. Vonandi text okkur ætlunarverkið og þetta verður vonandi flott!
En nú er þetta blogg orðið allt of langt og líklega fáir þeir sem komist hafa á leiðarenda þess. Ég mæli með kommentum og kvittum fyrir komuna og geri mér vonir um að fólk skilji hér eftir agnarlítið spor.
Bestustu kveðjur, Valborg Rut
3 Comments:
Að venju komst ég auðveldlega á leiðarenda í blogginu þínu ;-)
Það var skemmtilegt að venju.
Kveðja mamma
By Nafnlaus, at 11:16 f.h.
He he, líma hár á hest... :) Fyndið.
By Nafnlaus, at 12:31 e.h.
Það er líka alveg að koma sumar hérna. Það hefur allavega hlýnað.
By Nafnlaus, at 4:20 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home