Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

miðvikudagur, maí 23, 2007

Verum vinir í dag!

Um þessar mundir syngur annaðhvert barn í Vågstranda lag á Íslensku. Ekki slæmt að heyra sungið hástöfum Verum vinir í dag frá svona glaðlegum krökkum. Það gekk ágætlega að kenna þeim lagið, fyrst lærðu þau textann, svo söng ég part og part og þau á eftir þangað til við gátum loksins sungið öll saman. Held að þeim hafi bara fundist þetta skemmtilegt. Allavega sátu þau kyrr og hljóð á meðan ég reyndi að tjá mig þarna á minni góðu norsku. Hehe. Foreldrunum fannst nú held ég pínu skondið að heyra krakkakrílin sín fjagra ára reyna að segja þetta. Hehe þau eru samt svo yndislega fyndin þessi yngstu. Þora eiginlega ekkert að syngja með og þegar öllum var rétt blað með texta á horfði ein lítil stelpa á blaðið með undrunaraugum. Svo snéri hún blaðinu við hvað eftir annað og gat augljóslega ekki fundið út hvernig stafirnir ættu eiginlega að snúa. Önnur ákvað að geyma bara blaðið á hausnum þar sem hún kunni hvort eð er ekkert að lesa. Ég fer nú stundum bara að hlægja að þessum skondna svip þegar þau fatta ekki neitt, úff, svo mikil krútt.

Svo er maður nú aftur kominn í þessar framtíðar-lærdómspælingar. Og núna er það ekki mér að kenna heldur Helgu frænku, hehe. En það er fínt að fá fleiri hugmyndir! Ég hef allavega komist að því að líklega ætti ég að reyna að fá mér vinnu í blómabúð. Allavega ef mig langar ennþá á næsta ári að reyna að komast inn í garðyrkjuskólann. Ef ég fer því ekki að vinna í blómabúð þegar ég kem heim loka ég fyrir þann möguleika og á ekki möguleika á að komast inn í skólann fyrr en 2010. En ef ég kæmist inn 2008 væri ég útskrifuð 2010 sem heillar nú ferkar. En svo veit maður aldrei hvort áhuginn vex eða dafnar eftir að hafa unnið við þetta fag. Það verður því að koma í ljós síðar.
En ef þetta verður raunin erum við að tala um að ég kem heim í nokkra daga og verð þar með flutt á suðurlandið næstu þrjú árin. Úff. En þetta á fólk víst að geta. Hef þó enn ekki tekið neina ákvörðun. En ég gæti þá alltaf flutt heim 2010!!

Líklega ætti ég að leggjast yfir skólanámskrár alls kyns skóla og tékka á því hvort það heillar mig eitthvað. Bæði í framhaldsskólum og háskólum. Ef ég finndi eitthvað sem ég myndi þvílíkt falla fyrir myndi ég eflaust reyna að setja mér það að markmiði. Mér finnst tómstundarfræðin í HÍ spennandi. Og svo hefur mig lengi langað í útstillingar í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Það er bara allt of dýrt að vera að flytja svona á milli landshluta. Hvað þá ef maður myndi svo ekki standa sig. Spurning hvort áhuginn yrði bara fyrst eða héldi út allan tímann.

Þetta er komið nóg í bili. Ég ætla að halda áfram að hugsa þetta. Kemst vonandi að niðurstöðu í júní eða svo.

Hugsandi Valborg kveður í bili.

3 Comments:

  • Blessuð,,
    það er alveg óttúlegt hvað þýtur í gegn um heilann þinn, Ég get reyndar alveg séð þig fyrir mér í blómunum og skreytingunum, en kannski verður þú bara eitthvað stór-furðulegt- það fer alveg eftir því hvað þú hugsar lengi. Passaðu þig bara á að hugsa ekki yfir þig.
    Bestu kveðjur til rigningar-og rokslandsins
    S.

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:23 e.h.  

  • Hehe já ég verð örugglega eitthvað stór-furðuleg, ég vona bara að ég verði fjölskyldunni ekki til skammar með furðuleika mínum... ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:33 f.h.  

  • Nei, það verður þú örugglega aldrei.....þ.e.a.s. okkur til skammar !!

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:43 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home