Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

sunnudagur, júní 17, 2007

17. júní.

Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, tímanna safn.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
og þúsund ár dagur, ei meir:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
:/: Íslands þúsund ár, :/:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
Greinaskil
Ég óska ykkur öllum til hamingju með þjóðhátíðardaginn. Mesta hneiksli dagsins er þó að ég steingleymdi að flagga íslenska fánanum hér í útlandinu. En ég vona að Íslendingar hafi verið duglegir við fánaiðjuna í dag og staðið sig betur í verkinu en ég. Ég hafði þó ekki hugsað mér að fara nánar útí þessa miklu hátíð því ég er jú ekki svo mjög með sögu landsins á hreinu sökum gleymsku og lærdómstregðu. En nóg um það.
Greinaskil
Nýstúdentar Menntaskólans á Akureyri fá líka bestu kveðjur. Abba, Halla, Hulda, Þóra, Gunna, Hrefna, Elín.... og aðrir MA-ingar innilega til hamingju með daginn :) Þetta er mikill og stór dagur. Framtíðin getur haldið áfram, fólk er búið að mennta sig og getur farið í háskóla. Vá hvað allir eru að verða stórir. En ég læt mér nægja að útskrifast ekkert og hafa engan stúdentatitil. En ef það mun gerast einhverntíman seinna þá er ég ákveðin í því að gera sem minnst úr þeim degi. Annað hvort er ég bitur út í að vera ekki búin með þetta sjálf og reið við lærdómshæfileika mína og áhuga eða mér finnst bara of mikið lagt uppúr því að allir hafi endilega lokið hinu og þessu prófi. En engu að síður samgleðst ég þeim sem stóðust það sem ég stenst ekki. Ég vildi að ég gæti verið að vinna í Höllinni núna og fylgst með fyrrverandi bekkjarsystkinum og vinum fagna þessum degi. Vona að þið hafið átt góðan dag og séuð í þessum skrifuðu orðum að skemmta ykkur voða vel í Höllinni ;)
Greinaskil
Í fyrsta skipti á ævinni lendi ég ekki í pökkunarvandræðum! Já ég er loksins að geta pakkað án þess að þurfa að pakka upp aftur eða nota alla mín krafta til þess að loka útstoðinni töskunni þó með því að rennilásinn haldist samann. Nú stefnir allt í að þetta takist, taskan er ekki full og aðeins örfáir hlutir eiga eftir að fara ofaní.
Greinaskil
Á morgun kem ég heim til besta landsins og ég er að springa úr tilhlökkun. Þó það sé nú afskaplega gott að vera hér er nú alltaf gott að koma heim og hef ég alls ekkert á móti smá fríi. Hlakka til að hitta alla og vera með ykkur í nokkra daga. Mamma ég minni á marengstertuna sem ég hlakka til að fá..... ;) Annað matarkynnst sem væri vel þegið..... fiskur, lambalæri með brúnni sósu og karteflum, pönnukökur, sjoppuhamborgari, litlar kjötbollur í súrsætri sósu, kjúklingabringur í rjómaostasósu, nóa kropp..... já og alveg örugglega eitthvað fleira. Hehe ótrúlegt, maður saknar matarinns heima fyndilega mikið. Greinilega dýrar vikur í vændum hjá foreldrunum þar sem dóttirin óskar sér alls hins besta í þessu fríi sínu. En ég er nú svo sjaldan heima að það er allt í lagi ;) Og get ég líka fengið soðnar kjötbollur með káli þó að pabba finnist það vont?
Greinaskil
Hlakka til að sjá bræður mína. Vá er viss um að þeir hafi stækkað heil ósköp. Hlakka til að fara með Sólveigu í kirkjugarðinn, að fara í heimsókn á Vestmannsvatn til Öbbu, að fara í Vatnaskóg á morgun, að lenda á Íslandi, að vera jeppagella, að sofa í rúminu mínu og eiga yndislegt frí í nokkra daga. Og ég ætla að kaupa ís með súkkulaðisósu og jarðaberjum í Leirunesti.
Greinaskil
En nú ætla ég að pakka tölvunni, halda áfram að setja föt og skó niðrí tösku og fara ekki ofur seint að sofa.
Greinaskil
Bestu kveðjur frá Norðmannalandi.... næstu skrif frá Íslandi :)

2 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home