Akureyri!
Eftir margra klukkutíma ferðalag, bátsferð, leigubíl, innanlandsflug, millilandaflug, rútuferð og bílferð komst ég loksins í Vatnaskóg á mánudaginn. Það var yndislegt. Frábært að koma þangað og þá var maður eiginlega bara kominn heim. Í gær tók svo við bílferð heim í besta bæjinn. Mamma búin að taka heimilið allt í gegn sökum þess sem litla prímadonnan prinsessa var að koma heim. Ekkert betra en að koma heim og sjá allt hreint. Svo var haldið í mat til ömmu og afa og borðað íslenskt lambalæri. Fólk fer örugglega að verða þreytt á að hlusta á mig því ég tala svo mikið og þarf að segja frá svo miklu. En þau losna við mig aftur svo ég vorkenni þeim ekki neitt ;) hehe.
Í nótt byrjaði ég á því að vakna við eitthvað þrusk við gluggann minn. Opnaði augun og sá að það var köttur sem langaði mikið inn og hafði stungið hausnum inn til að kanna aðsætður. Ég þurfti ekki annað en að líta á hann og þá fór hann út. En nokkrum mínótum seinna kemur hljóð frá mjúkri lendingu. Stendur þá ekki kattarkvikindið uppá sjónvarpinu mínu, risastór svartur og hvítur köttur. Ég glaðvaknaði og sagði reiðinlega við hann að hann ætti vinsamlegast að koma sér út og það væri ekki í boði að heimsækja mig að næturlagi!! Foreldrar mínir skildu nú ekkert í þessu og mamma kom og spurði hvort ég hefði verið að tala uppúr svefni. Nei nei, ég var bara að reka út kött!! Við erum að tala um að herbergið mitt er á annarri hæð og það var rúllugardína fyrir glugganum. En ekki virtist það nú stoppa þennan ákafa kött. Hér eftir verður glugginn ekki svona mikið opinn þegar ég er að reyna að sofa. Ég hef nú sofið með litla kettlinga uppí hjá mér, en ókunnugum risaketti er alls ekki boðið.
Vaknaði og keyrði mömmu í vinnuna í morgun. Heim í sturtu og vakti Agnar fyrir tíu til að fá hann með mér í Skálateiginn. Bróðirinn skyldi nú ekkert í þessum asa, að hann þyrfti að vakna fyrir tíu! Haha, nú verður sko ekki sofið svona lengi. Við til ömmu og afa en enginn heima svo við fórum til ömmu gömlu. Hún var vitanlega í skýunum yfir heimsókninni og það er nú alltaf gaman að kíkja til hennar. Agnar er að farað keppa í fótbolta svo ætli ég fari ekki eitthvað út þangað til ég sæki mömmu í vinnuna. Eflaust kíki ég í Hagkaup í von um að vinkonurnar séu að vinna.
Læt þetta nægja í bili úr besta herberginu....
Valborg Rut heima á Akureyri :)
Í nótt byrjaði ég á því að vakna við eitthvað þrusk við gluggann minn. Opnaði augun og sá að það var köttur sem langaði mikið inn og hafði stungið hausnum inn til að kanna aðsætður. Ég þurfti ekki annað en að líta á hann og þá fór hann út. En nokkrum mínótum seinna kemur hljóð frá mjúkri lendingu. Stendur þá ekki kattarkvikindið uppá sjónvarpinu mínu, risastór svartur og hvítur köttur. Ég glaðvaknaði og sagði reiðinlega við hann að hann ætti vinsamlegast að koma sér út og það væri ekki í boði að heimsækja mig að næturlagi!! Foreldrar mínir skildu nú ekkert í þessu og mamma kom og spurði hvort ég hefði verið að tala uppúr svefni. Nei nei, ég var bara að reka út kött!! Við erum að tala um að herbergið mitt er á annarri hæð og það var rúllugardína fyrir glugganum. En ekki virtist það nú stoppa þennan ákafa kött. Hér eftir verður glugginn ekki svona mikið opinn þegar ég er að reyna að sofa. Ég hef nú sofið með litla kettlinga uppí hjá mér, en ókunnugum risaketti er alls ekki boðið.
Vaknaði og keyrði mömmu í vinnuna í morgun. Heim í sturtu og vakti Agnar fyrir tíu til að fá hann með mér í Skálateiginn. Bróðirinn skyldi nú ekkert í þessum asa, að hann þyrfti að vakna fyrir tíu! Haha, nú verður sko ekki sofið svona lengi. Við til ömmu og afa en enginn heima svo við fórum til ömmu gömlu. Hún var vitanlega í skýunum yfir heimsókninni og það er nú alltaf gaman að kíkja til hennar. Agnar er að farað keppa í fótbolta svo ætli ég fari ekki eitthvað út þangað til ég sæki mömmu í vinnuna. Eflaust kíki ég í Hagkaup í von um að vinkonurnar séu að vinna.
Læt þetta nægja í bili úr besta herberginu....
Valborg Rut heima á Akureyri :)
2 Comments:
VELKOMIN HEIM:
amma
By Nafnlaus, at 5:56 f.h.
Takk :)
By Nafnlaus, at 11:09 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home