Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

þriðjudagur, júní 26, 2007

Besti vinur þinn er sá sem þekkir galla þína en er samt vinur

Hugmyndir, langanir, allt í klessu, hvað er best, hvað vilja aðrir, hvað vil ég, hvað er gáfulegast, á hverju læri ég mest, hvað er skemmtilegast, óákveðni, erfitt val.

  • Ég veit ekki hvað ég á að gera í haust.
  • Nokkrir hlutir sem koma til greina en ég get ekki valið því mig langar svo margt.
  • Mig langar að vinna á leikskóla.
  • Langar að vinna í blómabúð við blómaskreytingar.
  • Mig langar að geta verið með í barnastarfinu í kirkjunni.
  • Það væri fínt að flytja bara í Vatnaskóg.
  • Er ég barn eða fullorðin?
  • Mig langar í mína eigin íbúð.
  • Mig langar að vinna starf sem tekið er eftir og lætur gott af sér leiða.
  • Mig langar að vera eitthvað. Er ég kannski eitthvað?
  • Best væri að lenga sólarhringinn um nokkra tíma og komið öllu fyrir.
  • Þá myndi ég vinna á leikskóla, vera í kór, vinna í blómabúð, vinna í barnastarfinu, skreppa í skóginn um helgar auk þess að njóta þess að vera til.
  • En þetta er of mikið í einu. En á hverju á ég að byrja?
  • Ég ræð fram úr þessu. Í málið verður gengið á morgun.
  • Ég þoli ekki þegar eitthvað er óskipulagt.
  • Vil hafa allt planað og ekki neitt í lausu lofti.

Mig langar að læra á gítar. Gítarinn minn er svo falskur að á hann er ekki einu sinni hægt að glamra. Hann er of falskur til þess að ég geti stillt hann. En þó ég kunni örfá grip þá kann ég samt ekki neitt. Langar að geta spila vel og gripið í gítarinn við ólík óformleg tækifæri. Aldrei að vita nema ég taki mér þetta sem langtíma aukaverkefni.

Í dag var gengið gegn hraðakstri og slysum í umferðinni. Gott framtak sem ég hefði þó viljað að hefði borið meira á auglýslingalega séð. Í fréttablaðinu í morgun rakst ég til dæmis á þetta og kom þá aðeins fram að gengið væri í Reykjavík. Ég hugsaði, nú asnalegt, ég myndi mæta ef þetta væri á Akureyri líka. En seinna um daginn, aðeins tíu mínótum áður en gangan átti að byrja frétti ég að því að þetta væri líka á Akureyri. Nei of seint, ég niðrí kirkju, illa klædd og í ógönguhæfum gelluskóm. Glatað. En ég horfði þó á viðburðinn þegar á ráðhústorgið var komið. Táknrænt virtist þetta úr fjarska og gott framtak. Vonandi að viðburðir sem þessi vekji fólk til umhugsunar og á einhvern hátt dragi úr slysatíðni í umferðarslysum.

Herbergið mitt er orðið íbúðarhæft, ryklaust ef svo má að orði komast, ekkert drasl og nokkrar hillur hafa verið fíniseraðar og lagfærðar. Ég var þó vinsamlegast beðin um að pakka glerdóti úr glugganum ofan í skúffu áður en ég færi svo það yrði heilt þegar ég kæmi heim svo ekki þyrfti að hlusta á skammir frá prinsessunni ef eitthvað ólagaðist.

Á morgun mun ég lifa, annað er ekki ákveðið í bili.

Verið góð við allt og alla......

Valborg Rut

2 Comments:

  • Blessuð gamla,,,
    Það er aldeilis margt sem þú veist -og veist ekki.
    Ég held að tíminn eigi eftir að leiða allt í ljós varðandi framtíðina og hvað þú ætlar að verða auðvitað ertu eitthvað- það eru allir.En hvort þú ætlar í frekara nám, það er annað mál. Þú talaðir um Það um daginn að þú værir ekki nógu góð námsmanneskja þar sem þú ert ekki stúdent, ég minni þig á hér með að ég er ekki stúdent og tel mig ekkert minni en hvert annað fólk, punktur.
    En allt í lagi á mínum bæ og hér á næturvaktinni,
    kv. S

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:30 f.h.  

  • heh.. okej ég get ekki annað en commenta hér líka....:D
    Sama hvað þú tekur þér fyrir hendur þegar þú kemur til landsins aftur... það verður það rétta, ekki hafa áhyggjur, það verður það rétta það augnablik sem þú tekur þér það fyrir hendur,, fyrir það augnablik! Veldu bara eitt... eða tvent og gerðu það, ekki loka hinar hugmyndirnar af, hafðu þær opnar þangað til þú velur næst:)
    btw... mig langar líka í mína eigin íbúð! úff það væri næs,,,,,,, fjárhagslega séð úps:p En sama hvað þú velur, vertu bara á landinu svona smá stund:) Þannig ég geti skroppið í heimsókn til þín, spjallað og verið meira með þér;)

    By Blogger Sólveig, at 5:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home