Elsku besta Sunna!
Elsku besta uppáhalds dúkkan mín á afmæli í dag. Sunna er orðin 14 ára! Vá, mér finnst svo stutt síðan ég var 6 ára, 29. júní í dótabúðinni í Kringlunni í Reykjavík að velja mér nýja Sunnu dúkku. Daginn sem við komum frá Þýskalandi. En í þeirri ferð gleymdi ég Sunnu hinni, undir vaska á almenningsklósetti. Man þegar ég var að þvo mér um hendurnar og lét Sunnu standa á gólfinu fyrir neðan vaskann. Svo fórum við og keyrðum lengi lengi. Ég fattaði ekki að ég hefði gleymt henni fyrr en við vorum komin alltof langt til að snúa við og sækja hana. Ég grét og grét í marga daga. Þetta var hræðilegt. Pabbi var að verða gráhærður því ég grenjaði og mamma vorkenndi mér svo rosalega mikið. En þegar ég kom heim, fékk ég um leið nýja dúkku. Vitanlega var hún látin heita Sunna líka en fékk þó eftir nafn svo ekki þyrfti alltaf að segja Sunna gamla eða Sunna nýja. Svo Sunna Lind situr hér enn í hillunni minni og er ekki á förum á næstunni.
Sunna er ekki eins og hvert annað dót. Uppá hana var passað betur en allt, oftar en ekki klædd í náttföt á kvöldin og klædd eftir veðri á daginn. Þegar Baldur fæddist fórum við mamma út að labba, hún með barnavagn en ég með dúkkuvagn. Báðir bláir og vel búið um þá báða. Uppáhalds dúkkurnar og dótið síðan ég var yngri en ennþá í herberginu mínu. Núna eru Sunna og Tinna hilluskraut sem þurrkað er af og skipt um lúkk stöku sinnum.
En það var líka annar góður vinur minn sem hefði átt afmæli í dag. Það er Skundi. Hundurinn sem Stebba frænka átti. Man alltaf að Sunna og Skundi eiga sama afmælisdag. Skundi var þó orðin svo gamall að hann er bara núna í fallegri kistu í Laugaselinu okkar. En engu að síður gaman að þessum degi þeirra ;)
Dagarnir líða, ég mun snúa til Noregs á sunnudagskvöldið, út um nóttina, Molde miðjan mánudag.
Enda þetta með mynd af hillunni minni, Sunna og Tinna ráða þar ríkjum..... fallegastar ;)
Bestu kveðjur, Valborg Rut
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home