Finnst þér stundum að eitthvað vanti?
Í dag hófst ég handa við það mikla verkefni að lesa metsölubókina Þrettánda sagan eftir Diane Setterfield. Hef oft horft á þessa bók hérna í bókahillunni en einhverra hluta vegna valið flest aðrar en þessa. Kannski vegna þess hversu stór og þykk hún er. Í dag ákvað ég hins vegar að slá til þar sem ég hef ekki haft neitt að lesa síðustu daga að undanskildu Ísafoldblaðinu sem ég er nú búin með upp til agna. Ég gekk að bókahillunni, tók bókina og settist í sófann. Varlega opnaði ég svo þessa stóru bók og byrjaði að lesa. Ég skildi ekkert. Vá hvað mér fannst þessi byrjun eitthvað furðuleg. Hugsaði bara, vá er þetta djók að þetta sé metsölubók? Virtist svo flókin samsetning eitthvað. En mundi þá eftir því að þegar ég las Da Vinci lykilinn að mér þótti byrjunin þar líka frekar fráhrindandi. Svo ég var/ er ekki á því að gefast upp og ætla mér að halda áfram allt til enda bókarinnar. Nú er ég komin á blaðsíðu 22 og er bókin farin að vekja meiri áhuga minn og mig farið að langa að lesa meira. Hvenær ég klára þetta mikla meistaraverk er þó enn óljóst en niður blaðsíðu 423 ætla ég mér að fara. Hlakka verulega til :)
Þetta veður hérna er yndislegt. Án nú eflaust eftir að sakna þess smá þegar ég fer héðan og heim í kuldann á Íslandi. Við erum að tala um 20 gráður, bláan himinn og sól hvern einasta dag. Í dag voru 25°c og næstum alveg logn. Fór út að labba með Katrínu og litlu skvísunum okkar og ji ég hélt ég myndi deyja. Allavega upp brekkur! Full mikið fyrir Íslending eins og mig ;) En um leið var þetta nú samt ótrúlega yndislegt. Ég er greinilega í útlöndum! En samt heima, en samt í raun ekki. Skrítið.
Du gav meg, Gud, eit liv i denne verd, her har du lagt eit verk i mine hender....
Eg står så oft rådlaus, Gud, og spör om din meining i den gjerning eg lyt gjere.....
Du skapte oss, du veit den samenheng som du har sett imellom stort og lite....
(Brot úr lagi sem fannst á röltinu í gegnum norsku sálmabókina)
Bestustu kveðjur til ykkar allra, Valborg Rut bókaormur.
Þetta veður hérna er yndislegt. Án nú eflaust eftir að sakna þess smá þegar ég fer héðan og heim í kuldann á Íslandi. Við erum að tala um 20 gráður, bláan himinn og sól hvern einasta dag. Í dag voru 25°c og næstum alveg logn. Fór út að labba með Katrínu og litlu skvísunum okkar og ji ég hélt ég myndi deyja. Allavega upp brekkur! Full mikið fyrir Íslending eins og mig ;) En um leið var þetta nú samt ótrúlega yndislegt. Ég er greinilega í útlöndum! En samt heima, en samt í raun ekki. Skrítið.
Du gav meg, Gud, eit liv i denne verd, her har du lagt eit verk i mine hender....
Eg står så oft rådlaus, Gud, og spör om din meining i den gjerning eg lyt gjere.....
Du skapte oss, du veit den samenheng som du har sett imellom stort og lite....
(Brot úr lagi sem fannst á röltinu í gegnum norsku sálmabókina)
Bestustu kveðjur til ykkar allra, Valborg Rut bókaormur.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home