Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

föstudagur, júní 22, 2007

Frábær dagur

Byrjaði daginn á elsku besta kirkjugarðinum mínum. Sólveig mætti á svæðið og við skutluðumst í garðinn. Tókum nokkrar myndir, röltum um garðinn og trufluðum fyrrverandi samstarfsfólk og aðra við vinnu sína. Gaman að hitta alla þarna og komast aftur í kirkjugarðahúmorinn. Verst að við öfunduðum þau svolítið af bláu vinnusmekkbuxunum. Sólveig, hlakka til að fá myndirnar og takk fyrir æðislegtan morgunn ;)

Kom svo heim og brunaði af stað á Vestmannsvatn. Gaman að hitta Öbbu og Hauk þar og komast í snert við sumarbúðalífið. Við Abba skruppum til Húsavíkur og röltum smávegis þar og kynntum okkur líf smábæjarins. Sá bær heillar nú ekki og myndi ég ekki velja þann stað til að búa á. En ágætur bær þrátt fyrir það. Lífið á Vestmannsvatni virtist eitthvað svo frjálst, en um leið svo agað og skipulagt. Væri gaman að fá að vera lítil stelpa í sumarbúðum. Þó ekki væri nema eitt skipti. Eitthvað sem ég prófaði aldrei. Takk fyrir daginn elsku besta fólk :)

Stefnan er sett á Laugaselið okkar í Svarfaðardalnum okkar bestasta á morgun. Hlakka til að koma þangað. Sveitin mín, dalurinn minn, hestarnir mínir og þúfurnar mínar. Verður varla mikið betra.

Ætla að gera tilraun til þess að hafa þessa færslu ekki ofur langa eins og flest allar færslur á þessu ágæta bloggi. Svo ég læt hér staðar numið.

Passið vel upp á ykkur sjálf........... Valborg Rut

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home