Fríið senn á enda
Þetta er dalurinn minn, hann er dalurinn þinn, hann er öndvegi íslenskra dala.....
Dagurinn var tekinn snemma og héldum við á smá þvæling áður en við fórum heim, hentum nauðsinja sveitafötum í töskur og brunuðum á besta bílnum í Svarfaðardalinn. Það ótrúlegasta er þó að þegar við mætum í sveitina verða allir þetta líka ofvirkir. Varla er tími til að setjast niður eða borða fyrir hamagangi í reitnum okkar. En lífið í dalnum er nú voða friðsælt og fer allt fram með ró og spekt. Hestarnir fengu vitanlega hreyfingu og tókum við æðislegan reiðtúr niðrá bakkana og sveitina. Veislumatur eins og vant er og þeir sem ekki nenntu að gera neitt að viti lágu bara í sólbaði og létu fara vel um sig.
Á morgun mun ég halda af landi brott. Er þó ekki byrjuð að pakka og ekki einu sinni búin að þvo allt. En það reddast. Flýg suður um kvöldið, út um nóttina, meira er óákveðið. Þarf að breyta ferðalaginu mínu aðeins og get því ekki tekið innanlandsflugið mitt svo ég þarf að finna eitthvað ögn fljótlegra til að vera komin fyrr til Molde. En hvernig þetta verður mun bara koma í ljóst á flugvellinum í Osló á mánudagsmorguninn.
Í alla næstu viku verð ég netsambandslaus. Vá, það verður þolraun þar sem ég er orðin svo háð tölvunni minni. Erum að fara á Noregsmeistaramótið í hestaíþróttum og verðum að ég held í viku. En ég minni á að ég á síma. Í hann má endilega hringja eða senda sms. Það er ódýrara en ég hélt að senda sms á milli landa ;)
Pælið í því hvað lífið yrði miklu skemmtilegra ef allir þeir sem kíkja hér inn myndu skilja eftir sig eina línu í kommentinu. Það væri yndislegt ;)
Hefur verið frábært að vera hérna heima í smá fríi, takk elsku besta fólk fyrir allt og þeir sem ég næ ekki að kveðja, sjáumst í ágúst :)
Kveð að sinni úr bestasta besta herbergi veraldar..... Valborg Rut
Dagurinn var tekinn snemma og héldum við á smá þvæling áður en við fórum heim, hentum nauðsinja sveitafötum í töskur og brunuðum á besta bílnum í Svarfaðardalinn. Það ótrúlegasta er þó að þegar við mætum í sveitina verða allir þetta líka ofvirkir. Varla er tími til að setjast niður eða borða fyrir hamagangi í reitnum okkar. En lífið í dalnum er nú voða friðsælt og fer allt fram með ró og spekt. Hestarnir fengu vitanlega hreyfingu og tókum við æðislegan reiðtúr niðrá bakkana og sveitina. Veislumatur eins og vant er og þeir sem ekki nenntu að gera neitt að viti lágu bara í sólbaði og létu fara vel um sig.
Á morgun mun ég halda af landi brott. Er þó ekki byrjuð að pakka og ekki einu sinni búin að þvo allt. En það reddast. Flýg suður um kvöldið, út um nóttina, meira er óákveðið. Þarf að breyta ferðalaginu mínu aðeins og get því ekki tekið innanlandsflugið mitt svo ég þarf að finna eitthvað ögn fljótlegra til að vera komin fyrr til Molde. En hvernig þetta verður mun bara koma í ljóst á flugvellinum í Osló á mánudagsmorguninn.
Í alla næstu viku verð ég netsambandslaus. Vá, það verður þolraun þar sem ég er orðin svo háð tölvunni minni. Erum að fara á Noregsmeistaramótið í hestaíþróttum og verðum að ég held í viku. En ég minni á að ég á síma. Í hann má endilega hringja eða senda sms. Það er ódýrara en ég hélt að senda sms á milli landa ;)
Pælið í því hvað lífið yrði miklu skemmtilegra ef allir þeir sem kíkja hér inn myndu skilja eftir sig eina línu í kommentinu. Það væri yndislegt ;)
Hefur verið frábært að vera hérna heima í smá fríi, takk elsku besta fólk fyrir allt og þeir sem ég næ ekki að kveðja, sjáumst í ágúst :)
Kveð að sinni úr bestasta besta herbergi veraldar..... Valborg Rut
4 Comments:
Að sjálfsögðu commenta ég ...!
Það var frábært að fá þig heim í smá frí og ég hlakka mikið til að hitta þig e.t.v. kannski í Norgegi í ágúst ;-)
Mammsa.
By Nafnlaus, at 7:23 f.h.
Hæ Valborg Rut !!! (alveg fullt nafn!!! )
Ég vona að þú eigir góða og skemmtilegt ferðalag í vændum og að þú njótir alls þess sem þú sérð nýtt, fallegt og framandi í Noregi.
Kveðja.
Helga.
By Nafnlaus, at 2:23 e.h.
Jæja, loksins lít ég hér við. Ég þakka fyrir góða samverustundir í þessu stutta stoppi þínu, sem og mínu, á Akureyri.
Skemmtu þér vel á hestamótinu.
By Unknown, at 2:52 e.h.
GAMAN AÐ FÁ ÞIG HEIM Í FRÍ.
EN NJÓTTU NÚ DAGNNA SEM ÞÚ ATT EFTIR AÐ VERA Í NOREGI MEÐ FÓLKINU ÞÍNU ÞAR OG FERÐARINNAR TIL SKIEN.
gÓÐA FERÐ .
KVEÐJA FRÁ AFA.
KNÚS AMMA
By Nafnlaus, at 3:32 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home