Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

laugardagur, júní 23, 2007

Heyrst hefur....

Eftir mikla, langa og stranga leit að nýjum gallabuxum fannn ég loksins fullkomnar buxur í dag. Dýrustu buxurnar í bænum en ég lét mig hafa það. Þegar ég kom heim tilkynnti ég sigri hrósandi að ég ætti loksins nýjar buxur. Heyrist þá kallað úr herberginu hans Baldurs: Eru þær olía, bensín eða diesel? Hehe ég var ekki alveg að fatta þessa hugmynd strax en kallaði svo að þetta væru diesel. Nú af hverjur ekki bensín? hehe, skondin hugmynd.

Agnar sagði í fyrradag við matarborðið: Valborg hvað ertu eiginlega gömul. Ég: Bráðum verð ég tuttugu ára! Agnar: Þú þarft að finna þér kærasta!! Hehe, þegar bræður mínir eru nú farnir að spá í þessu. Ég spurði Agnar hvort hann ætlaði ekki að finna sér kærustu en honum leist nú lítið á það. Hann væri ekki jafn gamall og ég!

Pabbi sagði að ég væri eins og kettlingur. Það mætti ekki koma við mig því þá myndi ég eiga það í hættu að brotna! Hehe, hef nú ekki orðið vör við það en jæja.....

Mamma vill meina að ég sé sérviskupúki. Það veit ég vel, málið er bara að hún er lítið betri sjálf ;) hehe. Einnig vill hún meina að ég sé ofdekrað stelpuskott en ég er ekki alveg sammála. Svo á ég að vera með uppfinningadellu og óframkvæmanlegar hugmyndir. Svo er hún ekki sammála þeirri hugmynd að ég sé að verða stór. Allavega ekki þegar sú hugmynd kemur að flytja að heiman. Þá verð ég skyndilega 10 ára.

Marengstertan mín er að tilbúnast og þegar hún er klár getum við rennt í dalinn. Líklega þarf ég að finna nokkur föt eða svo. Skilst að ég eigi að mála snjósleðakerru. Já já, kerran getur nú ekki verið með rauðum járnum lengur þar sem við eigum núna bláan bíl!! Verður nú allt að vera í stíl hjá litlum pjattrófum. En í þetta sinn er það pabbinn svo augljóst er að ég hef ekki langt að sækja þetta.....

Ég hrósa sjálfri mér fyrir frábæra bloggframistöðu þrátt fyrir engin komment.

Kveðja úr besta herberginu.......... Valborg Rut

3 Comments:

  • Mér finnst líka að þú ættir að fá þér kærasta.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:28 e.h.  

  • Haltu endilega áfram að blogga skvísin mín....örugglega margir sem líta inn á síðuna þína og lesa skemmtileg skrif þin.
    Bara að allir létur frá sér eins og eina línu í staðinn ...það væri frábærast.
    Það var gaman að hafa þig með í dalnum okkar um helgina...takk fyrir það.
    Mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:04 f.h.  

  • Ari: Hehe já það hefur heyrst að fleiri séu sammála. Hver veit nema einhvern daginn verði ykkur að ósk ykkar. En væri ég eitthvað betur sett með strák í eftirdrag?

    Mamma: Já það væri frábært ef allir skildu eftir eina línu :) Ætli ég haldi ekki blogginu áfram á meðan einhver les þetta ;)

    By Blogger Valborg Rut, at 4:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home