Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

miðvikudagur, júní 06, 2007

Hitt og þetta í belg og biðu

  • Það er búið að vera kreisíness heitt hérna í dag. Hélt án djóks að ég myndi kafna. Var úti í nánast allan dag og baðaði mig í sólinni. Ég er þó enn slatta sólbrennd síðan um daginn þegar ég gleymdi að ég væri í útlöndum. Þar af leiðandi gleymdi ég alveg sólarvörninni. En í dag brann ég ekkert enda sólarvörnin aldrei langt undan.

  • Mér finnst skrítið að þegar maður liggur í sólbaði hérna þá sjá mann allir sem keyra eftir þjóðveginum. Það truflaði mig svolítið að vita að hver einasti vörubílstjóri myndi án efa verða litið á mig þarna hjá húsinu mínu fyrir neðan veginn. En mér var svosem alveg sama, ég var nú í smá fötum.

  • Ég elska allt sem er hreint.
  • Ég hata drasl.
  • Þess vegna er aldrei drasl í herberginu mínu.
  • Ef allt er á sínum stað og ekki út um allt líður manni miklu betur, verður ánægðari og glaðari.
  • Skipulagið í fataskápnum mínum er yndislegt.
  • Er ný búin að taka hann alveg í gegn og henda öllu rusli sem vill þar safnast saman.
  • Ég hlakka til að þurrka rykið af öllum glerhillunum mínum heima.
  • Það er ekki leiðinlegt að laga til í herberginu mínu. Það er nefnilega alveg ótrúlega skemmtilegt.

  • Ég á fullann skáp af fötum.
  • Finnst samt engin passa eða vera klæða mig nóg og vel.
  • Kannski er það vitleysa. Líklega bara endalaus löngun í nýjar tilbreytingar og ekki alltaf það sama.
  • Mig langar í ný föt, verslunarferð til Glasgow, Edinborgar eða Dublin væri vel þegin.
  • Langar reyndar mikið til Parísar en ég er ekki milli.
  • Mér finnst ég reyndar ekki eiga krónu.
  • Kannski ætti ég að sleppa þessari hugsun um föt.

  • Mig langar að innrétta eitthvað.
  • Finnst fátt skemmtilegra en húsgagnabúðir með endalaust úrval af öllu milli himins og jarðar, stóru og smáu.
  • Mig langar í íbúð.
  • Er staðráðin í því að hluti hennar yrði veggfóðraður.
  • En enn og aftur..... ég er ekki milli.
  • En myndi án efa standa mig vel sem heimilisríkjandi stelpuskjáta.

  • Ég sagði við mömmu og pabba að ég ætlaði að setja nýtt gólf á herbergið mitt og mála þegar ég kæmi heim.
  • Þau urðu strax hrædd.
  • Framtakssemi dóttur þeirra veldur þeim stundum hugarangri. Ónei, uppá hverju tekur hún núna.
  • Þau byrjuðu bæði með að segja mér að koma nú ekki með þessa vitleysu einu sinni enn um að flota gólfið.
  • Ég kom með aðra hugmynd. Að setja veggfóður á gólfið. Hella svo lakki yfir.
  • Held að það gæti verið ótrúlega töff.
  • Foreldrarnir báðu mig vinsamlegast að bíða með svona furðuvitlausar framkvæmdir þangað til ég flytti að heiman.
  • Ókey, en hvað fer þá á gólfið? Úff ég veit það ekki. Ekki parket eins og er á allri íbúðinni allavega. Það passar ekki við húsgögnin mín og er að mínu mati ekki fallegt á litinn.
  • Ekki má það veggfóðrast og ekki flotast. Það gæti verið flott flísalagt. Finn eitthvað brjálað flókið og bið pabba um að skella því á gólfið. Hehe.
  • Nóg af vitleysu, ég lofa að setja ekki allt á annan endan um leið og ég kem heim.
  • Bara henda öllu út og lagfæra smá ;)

  • Þetta er einstaklega skrítið blogg.
  • Úr einu og yfir í annað. Allt í belg og biðu með engu samhengi.
  • En þetta get ég. Haft stundum eitthvað óskipulagt eða draslaralegt. Eins og þetta blogg er einmitt í dag.

Bestu kveðjur á klakkann og víðar..... Valborg í sólinni :)

5 Comments:

  • Já .....þetta var skemmtilegt blogg...
    Það er þetta með gólfið...einhvern veginn verðum við að komast að góðri niðurstöðu þar ;-) Um að gera að koma með hugmyndir og sjá svo til hvort þær verði að raunveruleika.....hehe...
    Best að ég bíði með að hressa upp að stofuna mína þar til að þú kemur heim.....gætir komið með nokkrar skondnar hugmyndir...sem pabbi þinn kannski hristir hausinn yfir......
    Kveðja í sólina og hitann,
    mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:39 e.h.  

  • Hehe já ég vil endilega fá að vera heima þegar stofan ykkar verður tekin í gegn! Það er ekkert mál, hvítta loftið, ljósar gardínur, út með bleiku mottuna.... og svo má náttúrlega henda öllum húsgögnum út og kaupa ný! hehehe ;) Pabbi hristir nú oftast hausinn, skil ekkert hvað er alltaf að hugmyndunum mínum.....!

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:22 f.h.  

  • Og já.... parketið út! það er náttúrlega alveg möst... flota gólfið bara og lakka ykir ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:25 f.h.  

  • Ég verð nú að segja að mér finnst þetta blogg ekki óskipulagt! He he. Öllu skipt niður í punkta, skipulagningin alveg í hámarki þar held ég.
    Annars allt fínt að frétta úr skóginum, vorum að klára að þrífa eftir matinn. Nú liggur leið mín upp í gamla herbergið okkar, úr vinnufötunum í náttbuxur og bol og beinustu leið uppí rúm! :)
    Hafðu það gott elsku besta vinkona! Kv, hinn helmingurinn...

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:55 f.h.  

  • Mig langar líka í gamla herbergið okkar í skóginum! Náttfötin eftir hádegismat eru náttúrlega best í heimi þar sem maður verðu furðu þreyttur á skömmum tíma á líflegum stað :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:05 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home