Hreyfing
Án efa dagur dugnaðar og hreyfingar. Það er margt sem gerist hér í sveitinni þó lífið virðist nú alltaf frekar rútínerað. En alltaf má nú finna eitthvað að gera með uppátækjaseminni. Eins og flest alla daga var farið í gönguferð og slóust Katrín og litla krúttið með í för. Héldum svo af stað og niðurstaðan varð þessi: Hjelvik-Vågstrandi - búðin - uppá Talberg - yfir Vikåsen - Hjelvik. Og það gera nákvæmlega 9,8 kílómetra :) Hélt nú um tíma að ég myndi deyja þetta var svo erfitt þar sem við löbbuðum í krinum fjall og meira en það..... helling uppímóti og við með barnavagna ;) En ég er náttúrlega alveg að komast í þolform svo ég er vel lifandi núna :) Kannski ég leggi þetta fyrir mig, töluvert gaman að fara í svona þriggja tíma göngu. Ég er að minnst kosti laus við samviskubit síðustu daga því vegna veðurs hefur ekki verið hægt að hreyfa sig svo mikið!.... og ég í heilsuátaki..... hehe.
Greinaskil
En Leonu Dís fannst nú ekki nóg komið eftir gönguna og vildi nú fá að hreyfa sig eitthvað sjálf. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún tekist á við líkamsræktartækið í stofunni og gerir allt til þess að láta það virka. Verst að hún er ögn of lítil ennþá. En nóg er klifrið í litla fiðrildinu mínu þessa dagana. Uppá tækið og helst að festa fótinn eða hausinn hvar sem það er hægt. Hún ætlar greinilega að vera alla æfina í góðu formi og ekki veitir þá af að byrja snemma..... hehe :)
Greinaskil
Lestur Þrettándu sögunnar gengur betur en ég átti von á. Hef þó ekki lesið mikið síðustu daga vegna annríkis en er þó komin á blaðsíðu 150. Bókin er svolítið ólík öllu öðru sem ég hef lesið en mér líkar hún vel og hlakka til að halda áfram að lesa. Nóg og jarðbundin er hún og engir fljúgandi kústar eða galdrakallar.
Greinaskil
Ég stefni að því áður en ég fer héðan að lesa eitt af skáldverkum Halldórs Laxness. Ég veit ekki af hverju og í raun hafa bækurnar eða umtalið um hann aldrei heillað mig. En verður maður ekki að lesa í það minnst eina bók eftir þekktasta nóbelskáld Íslendinga? Svo vill til að allar bækurnar hans eru til hér á heimilinu en má þess nú geta að margar eru enn í plastinu. Hehe enda ekki það sem maður grípur sér til skemmtunar og yndisauka. En það ætla ég mér þó að gera þótt síðar verði. Hvaða bók verður fyrir valinu hef ég þó ekki enn ákveðið enda á ég 300 blaðsíður eftir enn í Þrettándu sögunni.
Greinaskil
Ég og Daim súkkulaðið kveðjum í bili......
7 Comments:
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
By Valborg Rut, at 11:21 f.h.
Skil ekkert í þessum greinaskilum, þau neita bara að koma svo þetta er allt hálf ólæsilegt! En ég skrifaði þó greinaskil.... hehe.
By Valborg Rut, at 11:26 f.h.
Við förum sko saman í gönguferð þegar þú kemur heim....ekki veitti mér að hreyfingunni.
Mamma, ekki ofuraktív !
By Nafnlaus, at 12:20 e.h.
Dugleg ertu í hreyfingunni;) Gott að þú hafir það gott og við heyrumst bæ;*
By Nafnlaus, at 3:05 e.h.
Gott hvað þú ert góð húsmóðir og fóstra fyrir börnin þín í Noregi. Svo ert þú farin að segja ég vil ég get og ég ætla stattu við það.
Ég veit að þú getur það sem þú vilt bara takast á við það.
Hlakka til að sjá þig í næstu viku.
Knús amma
By Nafnlaus, at 5:37 e.h.
Blessuð,,
Það er aldeilis kraftur í þér,
Eg keypti mér gönguskó um daginn og er að ganga þá til fyrir gönguna miklu í sumar ;-)
n'u er u Unnur og Siggi byrjuð að vinna á fullu og Haukur´líka -á tjaldstæðinu, hann heftur ekkert heyrt fra Friðriki V, (sem er smá spæling) en hann er ánægður þarna og verður að vinna alla helgina.
Jæja, best að gera eitthvað því er er í vinnunni
kveðja S.
By Nafnlaus, at 2:01 f.h.
Mamma og Stebba: Uppá hvaða fjall eigum við að fara fyrst? Eða eigum við að láta hól nægja?
Dagný: Dugleg þegar maður nennir... hehe, alltaf gaman að hreyfa sig smá ;)... en ekki of mikið ;)
Amma: Hehe ég get nú ekki allt, bara næstum því allt.... og bara það sem áhugi er fyrir ;)
By Nafnlaus, at 2:35 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home