Hugmyndaflug
Á myndinni er pappadiskur. Fyrst var hann hvítur, en á nokkrum mínótum var hann litaður og/eða krassaður til með tússlitum. Ekki var þetta nú hugsað neitt heldur fólst þetta aðalega í að finna uppá hljóðlátri afþreygingu með Fredrik í dag. Þetta verkefni hef ég þó tekið mér áður fyrir hendur og má þess geta að það var í flugvél. En það er hægt að gera meira en bara að lita. Það er hægt að finna út eitthvað sem krassið manns gæti táknað eða af hverju það var svona munstur eða þessir litir sem lentu þarna. Ég ákvað að reyna þetta og í huganum bjó ég til útskýringu.
Þarna er manneskja. Hún er litirnir í miðjunni. Litirnir gætu táknað ólíkar tilfinningar sem reyna hvað eftir annað að íta hver annarri í burtu. Reyna að ráðast yfir á yfirráðarsvæði hinna og allar vilja þær ráða. Þess vegna eru litirnir ekki í beinum röndum. Heldur í óreglulegri lögun eins og tilfinningar geta verið. Guli og svarti hringurinn í kringum manneskjuna er lífið. Guli liturinn er það sem er bjart eða gott. Allt jákvætt, manni líður vel og fer brosandi áfram á þeirri löngu leið. En lífið er ekki alltaf gott svo svartir og dimmir blettir koma inn á milli. Þeir eru þó í miklum minni hluta en góði liturinn því þannig viljum við jú hafa lífið. Oft finnst manni samt kannski að maður sé lengur að komast í gegnum kaflann með svarta litnum. En þá skiptir máli að horfa áfram og sjá að það góða er ekki svo langt í burtu. Svona gengur þetta hring eftir hring. Gott og slæmt, gleði og sorg.
Svona má auðveldlega nota hugmyndaflugið og sjá eitthvað út úr því sem maður gerir. Það þarf ekki að vera erfitt. Þarf ekki að taka langan tíma. Þarf ekki að vera vandað eða flott. Heldur getur verið auðvelt verkefni sem segir samt svo mikið. Hvet ykkur til að prófa þetta. Þetta er lúmskt skemmtilegt og útkomman getur verið skrautleg, allt eftir því í hvernig skapi maður er. Áfram svo, út í búð að kaupa pappadiska því á þá er miklu skemmtilegra að lita en blöð :)
Læt þetta nægja í bili og kveð úr ógeðslegu veðri, 9 gráðum, roki og rigningu.
Valborg Rut
3 Comments:
Valborg!! Þú ert snillingur:)
By Sólveig, at 12:10 e.h.
Sniðug hugmynd...þessi með diskana !
Ekkert smá krúttlegar myndirnar af litlu dísinni þinni....held að þú eigir nú bara ansi mikið í henni.
Vona að góða veðrið komi fljótlega til þin aftur.
Mammsa.
By Nafnlaus, at 12:51 e.h.
Loksins get ég lesið bloggið þitt Tölvan mín hefur verið biluð en nú er búið að gera við hana. Til hamingju með litla bróður hann var flottur í dag með 2 fína boli og fullt af aurum.
Flott veisla hjá mömmu þinni að vanda.
Við afi höfum verið nokkra daga í Laugaseli og unað okkur vel.
Sniðugt að mála svona á diska gat Fredrik málað líka ?
Þú ert örugglega góð fóstra.
Ég er viss um að ég hefði verið skíthrædd við örninn líka.Það er til saga hér á landi um örn sem rændi barni og flaug með það upp í hreiðrið sitt eða hátt upp í loftið ég veit ekki hvort hún er sönn eða ekki,vonandi tilbúin.
hafðu það gott ,afi biður að heilsa.
Knús amma
By Nafnlaus, at 4:49 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home